Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI IIEYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 33. árg. Reykjavík 1949 8.—10. tbl. ' Acidosis, alkalosis og bikarboiiat-ákviirðuii. Eftir Bjarna Konráðsson. A síðari árum hafa orðið miklar framfarir á sjúkdóms- greiningu, vegna fullkomnari rannsóknartækni og aukinnar þekkingar i lífefnafræði og líf- eðlisfræði. Tekizt hefir að greina orsakir ýmissa sjúk- dóma, fylgikvilla þeirra og ein- kenni, og jafnframt að auka möguleikana til þess að ráða bót á þeim. Við ýmsa sjúkdóma verða efnaskiptatruflanir í vefjum líkamans með röskun á efna- samsetningu blóðs og lymfu, ný efni myndast, önnur, sem fyrir voru aukast eða minnka, og við það skapast sjúklegt ástand. Skilyrði fyrir jtrifum líkams- frumanna er, að næringarþörf þeirra sé fullnægt, og að líkam- inn geti losnað við úrgangsefni, er myndast við efnaskipti hans. Til þess þarf að ríkja ákveðið jafnvægi milli hinna ýmsu efna í blóði og lymfu j). á. m. sýru- basa jafnvægi, sem venjulega itelzt innan tiltölulega þröngra marka cða sem svarar til pH. 7,35—7,45 við 37° C. Raskist þetta jafnvægi, svo að j)H. komist niður fyrir 7 eða upp fyrir 7,6 hætta frumurnar lífsstarfi sínu. Við acidosis lækkar pH. blóðsins vegna sýruaukningar í líkamanum, er stafar af auk- inni sýrumyndun eða retention á sýrum, sem veldur röskun á pH.-temprandi efnum hlóðsins. Acidosis má ákveða með því að mæla pH. gildi hlóðplasmans. Þó er auðveldara að koma við mælingu á bikarbonati plasm- ans, en við sýruaukningu verð- ur hlutfallsleg lækkun á því. Cr hverjum rúmsentimetra af plasma myndast venjidega með þessari aðferð 55 til 75 vol- um % kolsýra, en við mikinn blóðsúr fellur J)essi tala niður í allt að 10 15 volum %. —

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.