Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 18

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 18
124 LÆKNABLAÐIÐ ml.). Auðvitað verður í hverju tilfelli að haga sér eftir ástandi sjúklingsins á hverjum tíma, taka tillit til þess hve mikið hann notar fyrir af insulini, fylgjast vel með bikarbonati og hlóðsykri, sykri í þvagi, acetone og acetediksýru með endur- teknum rannsóknum. Síðar er venjulegt að gefa 50 einingar á 4 klst. fresti undir Jnið og eftir það smærri skammta 10—14 einingar eftir því sem þörf kreí'ur. Rannsókn á sykri í þvagi með Benedicts upplausn (til kvalita- tiv ákvörðunar) gefur oft nvjög góðar upplýsingar um hve mik- ið insulin þarf að gefa. Rann- sóknin er framkvæmd þannig: 5 ml. af Benedicts upplausn settir í tilraunaglas, hætt út í 8 dropum af þvagi og glasinu síðan brugðið niður í sjóðandi vatn í 5 mín.. Ef sykur er í þvaginu breytist hinn hlái lit- ur upplausnarinnar í grænt, gulgrænt, gulrautt eða múr- steinsrautt. Insulingjöf eftir lit á Benedicts upplausn. Einingar insulins á 24 klst. rauður gulrauður gulur 24 20 16 gulgrænn grænn blár 8 0 0 Insulinið kemur að vísu hlóð- sykurmagninu í rétt horf, en áhrif j)ess á acidosuna eru hins- vegar oft seinvirk, og á upp- þornunina og alkalitapið verkar það ekki. Sé því ekki auk in- sulinsins gefið natriumlaktat eða bikarbonat og nægur vökvi, fysiologiskt saltvatn í stórum stíl, getur hæglega farið svo, að sjúklingurinn rétti ekki við aftur. Með vökvaaukningunni þynnast hin skaðlegu efni, þvagmyndun örfast, alkalivara- forði eykst við natrium laktat eða hikarhonatmeðferð og þetta flýtir fyrir neutraliser- ingu og útskilnaði ketosýranna. Bezta ráðið til þess að hæta blóðrásartruflanir við coma dia- heticum er að draga úr upp- jjornuninni og klorid skortinum með því að gefa klorid og vatn. Við ]>að hækkar hlóðþrýstingur. Auk þess eru oft gefin stimul- antia t. d. coramin. Þar sem þvagmyndun er stöðvuð vegna blóðrásartruflunar og þegar klorid í plasma er lækkað má gefa 60 ml. af 10% upplausn af natriumklorid hægt inn í æð. Ef sjúklingur hefir stöðuga uppsölu, óþægindi í kviði og uppþembu hjálpar magaskolun með volgu saltvatni (0,9%). Þegar maginn hefir verið tæmd- ur er hellt niður um slönguna 250 ml. af volgri (ca. 38—40° heitri) saltvatnsupplausn eða natriumbikarbonatupplausn 5% Með jjessu tekst oft að stöðva uppsölu og ógleði til fulls. Þess þarf að gæta að coma- sjúkingar fái góða hjúkrun,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.