Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1948, Síða 30

Læknablaðið - 15.12.1948, Síða 30
136 LÆKNABLAÐIÐ auglýsingar frá lyfjaverksmiðj- um á Norðurlöndum brugðust alfarið, þegar lyfjainnflutning- ur þaðan ýmist tepptist eða komst aldrei á. En þessar aug- lýsingar ásamt auglýsingum frá þýzkum og svissneskum verk- smiðjum, höfðu áður fyrr að mestu leyti staðið undir útgáfu- kostnaði Árbókarinnar. Þegar svo var komið, sá nefndin sér ekki fært að byrja aftur á.þessari útgáfu að sinni.“ Yfirlæknir Dr. med. Knud H. Krabbe í Kaupmannahöfn sýndi félaginu þá hugulsemi að senda því nokkrar gamlar myndir af íslenzkum læknum, sem faðir lians liafði átt. Myndir allra þessara manna, voru að vísu til áður, cn söm vai: hans gerðin. Þökkuðum við hugulsemina og sendum honum í staðinn eitt eintak af læknatalinu íslenzka. Gladdist hann af því, með því hann sagðist sjá þar marga kunningja. Þá ber þess að geta að um siðustu mánaðamót var stofnað í Borgarnesi nýtt læknafélag, sem nefnir sig Læknafélag Mið- vesturlands og nær yfir svæðið frá Reykhólahéraði að Akranes- héraði að þeim báðum meðtöld- um. Þetta nýstofnaða félag bef- ur sent stjórn Læknafélags ls- lands útdrátt úr fyrstu fundar- gerð sinni. Þykir mér hlýða að lesa hana þar sem hún á að mestu leyti beint erindi til þessa fundar. Hún er þannig: „Dtdráttur úr fundargerð stofnfundar Læknafélags Miðvesturlands, sem haldinn var 31. júlí 1948 í Borgarnesi. 2) Um hlunnindi héraðs- lækna var rætt og fylgt lið fvrir lið tillögum frá aðalfundi Læknafélags lslands 1946. Var gerð svolátandi samþykkt: Stofnfundur í Lælcnafélagi Miðvesturlands lýsir yfir fylgi sínu við tillögur frá aðalfundi Læknafélags Islands 1946 um hlunnindi liéraðslækna og vænt- ir þess að félagið vinni sem fastast að framgangi þeirra. Sérstaklega leggjum vér til: I. Að ríkið reisi læknabustaði þar sem þeir ekki eru fyrir og taki að sér þá, sem fyrir eru og kosti þá eins og ákveðið er um aðra embættismannabústaði. II. Við 5. lið bætist: Lækna- félag Islands fái árlega ráð á innflutnings og gjaldeyrisleyf- um fyrir liæfilega mörgum bif- reiðum fyrir héraðslækna. Telj- um vér hæfilegt að áætla þörf á endurnýjun bifreiða 4. hvert ár. III. Gjaldskráin verði hið allra fyrsta endurskoðuð í heild og verði hækkun miðuð við grunnkaupshækkanir verka- manna frá 1939 plús verðlags- uppbót. IV. Að héraðslæknum sé á- kveðinn 8 klst. vinnudagur, eins og öðrum borgurum þjóðfélags- ins.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.