Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1948, Síða 38

Læknablaðið - 15.12.1948, Síða 38
144 LÆKNABLAÐI Ð aðslæknir Berufjarðarhéraðs, (Ölafur Thorlacius), fór nú enn af stað og segir svo um þessar ferðir hans í ársskýrslu: „ .. samkvæmt ráðstöfun stjórnarráðs falið að vera kominn suður til Horna- fjarðar 1. maí. 1 syðstu hreppum Hornafjarðarhér- aðs hafði síðari hluta vetrar gengið mannskæð veiki, sem eftir diagnosis héraðslæknis var difteritis....Þegar ég kom suður 30/4 var veikin um garð gengin, og aðeins eftir að sótthreinsa, það tók héraðsl. að sér að gera og sneri ég því þegar af stað lieim aftur.....En í byrjun júní kom sendimaður til mín frá hreppstjóranum í Borg- arhafnarhreppi, með þau boð, að nú væri veiki þessi, sem meðal almennings væri kölluð öræfaveiki, komin austur í Suðursveit og Mýr- ar“......Fór hann nú suður í Suðursveit og rannsakaði útbreiðslu veikinnar: „.... veikin breiddist ekki meira út en flestir ef ekki allir sjúklingar, scm hana fengu, munu bera merki hennar í máttleysi, annað hvort í handleggjum eða fótum eða hvort tveggja -— veiki þessi tók engu síður fullorðið fólk en börn og unglinga“. Þetta var úr ársskýrslu hér- aðslæknisins í Berufjarðar- liéraði, en áður hafði hann gef- ið ítarlega skýrslu um mænu- sóttina í Suðursveit og Mýrum í bréfum til landlæknis og stjórnarráðs, dags. 14/6 1905. 1 bréfinu til landlæknis segir m. a.: „Veiki þessi byrjaði í Hest- gerði í Suðursveit og hefur að öllum líkindum flutzt þangað úr öræfum, þar sem veiki með mjög líkum ein- kennum gekk síðari hluta vetrarins undir nafninu Diphtheritis. Síðan hefur hún einnig komið á 3 aðra ná- læga bæi í Suðursveit og 1 bæ á Mýrum........það, sem sérstaklega bendir á að veiki þessi hafi horist úr öræfum í Suðursveit, er það að við alla þá bæi, sem veikin hef- ur komið á, eru öræfingar sérstaklega vanir að hafa samgöngur og gista á í ferð- um sínum um sveitina“. Síðan er skrá yfir 5 sjúklinga, er allir höfðu fengið meiri eða minni lamanir og hafði einn þeirra dáið. Sjúklingarnir voru: 1) Þ. G. 9 6 ára, Hestgerði, veiktist snemma í maí; 2) S. H. 9 2 ára, Sléttaleiti, veikt- ist snemma í maí; 3)A. G. $ 12 ára, Reynivöllum efri, veikt- ist 14. maí; 4) Þ. Þ. 9 27 ára, Breiðabólsstað, veiktist 22. maí og 5) H. B. 9 50 ára, Ilolt- um, Mýrum, veiktist 10. maí (aflleysi í öllum útlimum) dó 18. maí, læknis ekki vitjað. 1 hréfinu til stjórnarráðs,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.