Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 44

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 44
150 L Æ K N A B L A Ð IÐ liinna dauðu hluta og sjúkdóm- anna. Þá réðu menn ekkert við farsóttirnar. Þá var sambandið milli ó- þrifnaðar og sjúkdóma ekki fundið. Nú er þetta aUt löngn orðið ljóst, og í samræmi við það hef- ir hin almenna þrifnaðarstarf- semi, þ.e. heilhrigðiseftirlitið, verið lögð meir og meir undir yfirumsjón heilbrigðisyfirvald- anna. Hina síðari áratugi hefir þró- unin í öllum menningarlöndum gengið æ meira í þá átt að sameina sem mest, það sem áður var aðskilið, i þessum efn- um. Það hefir verið kappkostað að sameina sem flesta þætti heilhrigðismálanna, í hverju umdæmi, í hendi eins manns, hvort sem hann heitir héraðs- læknir eða bæjarlæknir, Dis- triktslæge eða Stadslæge, eða Medical Officer of Health. Fleiri og fleiri þættir hins daglega lífs snerta nú starf þessara manna. Gott neyzluvatn, gott frá- rennsli og sorphirðing er stöð- ug sóttvarnarstarfsemi, en um leið þrifnaðar- og fegrunarstarf- semi. Baráttan fyrir rúmgóðum, björtum og vel loftræstum íbúð- um, í hollu og fögru umhverfi, er eigi aðeins sóttvörn, heldur og andleg og líkamleg heilsu- vernd, í víðtækum skilningi. Baráttan gegn örbirgð, fá- tækt og þekkingarskorti fellur og hér undir. Sköpun aðstöðu til hollrar tómstundaiðju, holls skemmt- ana og félagslífs, er snar þáttur hinnar andlegu heilsuverndar. Verndun fjölskyldulífsins, og verndun fóstursins og barnsins frá getnaði fram um skóla og unglingsárin, eru undirstöðu- atriði heilsuverndarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru, en þetta ætti að nægja til að sýna, hversu fjarstætt það er að ætla sér að aðskilja hina „dauðu hluti“ frá „sjúkdómum og sjúklingum“. ímyndað ófrelsi. J. S. færir þau rök fyrir frumvarpinu, að ómögulegt væri fyrir heilbrigðisfulltrúann að starfa, nema hann væri al- gerlega laus undan eftirliti hér- aðslæknis. Hvað þá með yfirstjórn heil- brigðisnefndar ? Hvað þá með framkvæmda- vald lögreglustjórans? Var það ekki óþolandi frelsis- skerðing ? Þetta ófrelsisbjal gengur svo langt, að J.S. segist þá, þ. e. í fyrra vor, bafa beðið í næst- um 2 ár, og að miklu leyti ó- virkur, eftir að taka við hinu sjálfstæða heilbrigðiseftirlits- starfi, sem hann var ráðinn til að gegna. Var nokkur leið til að ráða

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.