Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.12.1948, Qupperneq 47
L Æ Iv X A B L A Ð I Ð 153 ið um tíma undir stjórn þriggja aðila. Þá var ekki von til, að úr raknaði. Loks þegar heilbrigðisfulltrú- inn nýi hafði verið í verkfalli í 2 ár var flutt fruinvarp á Alþingi, sem staðfesta átti með lögum sundrungina, sem í þessi mál var komin. Þrátt fyrir það, að frumvarp- inu er frestað, er borgarlæknir ráðinn. Hann semur nýja heilbrigðis- samþykkt, en heilbrigðissam- þykkt þeirri, sem héraðslæknir hafði áður samið með aðstoð prófessorsins i heilbrigðisfræði, er stungið undir stól. Eftirmáli. Rætt hefir verið um heil- brigðismálin í Reykjavík. Þær umræður hafa orðið til að skýra málin. Það hefir verið sýnt fram á, að borgarlæknisfrum- varpið, í þeirri mynd, sem það lá fvrir Alþingi, brýtur í liág við grundvöll íslenzkrar heil- brigðislöggjafar, og miðar að þvi að sundra starfskröftunum og gera framkvæmd heilbrigðis- málanna erfiðari. Þetta frum- varp var aldrei samþvkkt. Ennþá er þvi engin grund- vallarbreyting á orðin. Bæjarstjórn hefir gefið yfir- heilbrigðisfulltrúanum nýtt nafn. Það hefði, að vísu, verið rök- réttara að nota annað nafn en borgarlæknir, á meðan héraðs- læknisembættið var við líði, t. d. heilbrigðislæknir. Ég tel (>að líka ver farið, að heilbrigðisfulltrúanafnið skuli alveg lagt niður, það var helgað af hefð og lagalegum rétti í áratugi. Nafnið heilbrigðiseftir- litsmaður er, í sjálfu sér, ekki eins rökrétt, og á eftir að venj- ast, og það á sér enga hefð né stoð í lögum enn sem komið er. Aðstaða héraðslæknisins er enn óbreytt, en bæjarstjórn hef- ir fengið 2 ráðunauta í stað eins áður. Það getur vel staðizt. Það þarf ekki stórvægilegar lagabreytingar til að koma fram þeim nafnabreytingum, sem hér eru á ferðinni. Það þarf engar lagabreyting- ar til að gera heilbrigðisfull- trúann (borgarlækni) frjálsari i starfi, ef hann á annað borð vill þýðast yfirstjórn heilbrigð- isnefndar, því að í lögum nr. 35 frá 1940 um heilbrigðis- nefndir o. fl., stendur í 5. grein: „Heilbrigðisnefndir skulu sjá um, að framfylgt sé ákvæðum heilbrigðissamþykkta, svo og ákvæðum í sérstökum lögum, sem heilbrigðisnefndum er falið að annast um framkvæmd á“. Þar segir og í 6. grein: „Heil- brigðisfulltrúinn annast, undir eftirliti héraðslæknis, alla dag- lega eftirlitsstarfsemi fyrir hönd heilbrigðisnefndar, og hefir til þess ákveðinn starfs- tíma daglega eftir nánari fyrir- mæhun í erindisbréfi“.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.