Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 7

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 87 2. tafla Augnsjúkdómar greindir af Guðmundi Magnússyni héraðslækni í 9. læknishéraði 1892 og 1893. 3/8 1892- 31/12 1892 1893 Blepharoconjunctivitis chronica 3 Conjunctivitis catarrhalis chronica 6 20 Conjunctivitis phlycten. (granularis) 2 2 Corpora al. corneae 4 Dacryocystitis acuta 1 Dacryocystitis chronica 1 Ectropion 2 Glaucoma inflammatorium 2 Glaucoma absolutum 1 Keratitis 7 Keratitis phlyctenularis 2 Keratitis ramificata 1 Myopia excessiva 2 Trichiasis 1 Ulcus corneae serpens 1 1 Augnsjúklingar 21 38 Heildartala sjúklinga 398 814 greinir hann þá augnsjúkdóma, sem um getur í 2. töflu. Guðmundur Hannesson mun hafa kynnt sér augnsjúkdóma meira en gerist og geng- 'Uir um almenna lækna á námsárum sín- ih&jj^to§piýloknu embættisprófi, en því Kaupmannahafnarháskóla í já:húa|S ut- frái læknin (glerjak kosti hefði' lagsgalla og a lingum að dæma hlýt- Itt eitthvað af augn- ^o sem gleraugnakassa jgnspegil. Að öðrum •d getað greint sjón- *il þarf til að geta greint gláku og æðubólgu (chorioiditis). Ekki skráir Guðm. Hannesson neinar augnaðgerðir meðan hann situr á Sauðár- króki, en þar hefst frægðarferill hans sem almenns skurðlæknis. Þar gerir hann t. d. sullskurði við frum- stæð skilyrði. Árið 1894 skar hann sjö sinn- um til sulls. f skýrslu sinni til landlæknis segir hann (27/2/95): „Jeg hef alltaf gjört laparotomi, og fæ jeg ekki annað sjeð en sú aðferð skari langt fram úr bruna og ástungu“. Haustið 1895 heldur Guðmundur Hannes- son til Hafnar á ný til þess að afla sér meiri þekkingar. Leggur hann m. a. stund á augnsjúkdóma hjá dr. Hansen-Grut pró- fessor, eins og Björn Ólafsson augnlæknir hafði gert á sínum tíma.1 3 Páll V. G. Kolka héraðslæknir hefur sagt greinarhöfundi, að Guðmundur Hann- esson hafi um tíma haft í hyggju að gerast, augnlæknir, en horfið frá því ráði, þar eð hann taldi atvinnumöguleika litla í þessari grein læknisfræðinnar. Björn Ólafsson var seztur að sem starfandi augnlæknir í Reykjavík, er Guðmundur Hannesson lauk námi. Var Björn þá eini læknirinn hér á landi er eingöngu stundaði sérfræðistörf. og það sem gerði honum það kleift, var 2000,00 króna árlegur styrkur frá Alþingi.4 Vilmundur Jónsson segir í riti sínu Lækningar og saga, að Guðmundur Hann- esson hafi kynnt sér nokkuð augnlækning- ar í utanför sinni 1895-1896 „enda auglýsti (hann) í flestum blöðum landsins þegar eftir heimkomuna, að hann færi bæði með handlækningar og augnlækningar og stóð við hvort tveggja“.5 Vorið 1896 fær Guðmundur Hannesson veitingu fyrir 11. læknishéraði og sezt að á Akureyri. Hann tekur til starfa 15. mai 1896 og er héraðs- og sjúkrahúslæknir í rúman áratug, eða fram yfir áramót 1907, að hann fær héraðslæknisembættið í Reykjavík og gerist jafnframt kennari við læknaskólann. Munu fáir eða engir héraðslæknar hafa hlotið meiri frægð en Guðmundur Hannes- son fyrir áræði, dugnað og fjölhæfni, eink- um þó á sviði handlækninga. Var skýrslu- gerð hans frábær og í skýrslum hans til landlæknis um heilbrigði og læknisstarf hans í Sauðárkróks- og Akureyrarhéruðum er mikil saga um heilbrigðisástand og sjúk- dóma á Norðurlandi um síðustu aldamót. Enda þótt Guðmundur Hannesson hafi læi-t nokkuð í augnlækningum, varð augn- læknisstarfið aldrei stór þáttur í starfi hans og stundaði hann þær lækningar ein- göngu meðan hann var héraðslæknir á Norðurlandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.