Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 8
88
LÆKNABLAÐIÐ
3. tafla
Sjúklingafjöldi Guðmundar Hannessonar,
héraðslæknis á Akureyri, 15. maí 1896 —
31. desember 1906.
Heildar- tala sjúkl. Augn- sjúkl. Sjúkrahúsið Tala Augn- sjúkl. sjúkl.
1896 1289 141 64 6
1897 1265 231 96 9
1898 1000 91 97 3
1899 900 95 91 7
1900 1021 103 139 13
1901 1049 157 139 6
1902 1125 131 151 5
1903 1583 138 180 9
1904 1421 104 193 10
1905 1964 93 200 7
1906 999 70 153 8
Alls 13.616 1354 1503 83
Árin 1903-1905 skoðaði aðstoðarlæknir
um 1752 sjúkiinga og reiknast sú taia inn
í heildartöluna.
f ársskýrslum til landlæknis um heil-
brigði og læknisstörf í Akureyrarhéraði
birtir hann ár hvert ítarlega skrá yfir
siúklinga þá, er leituðu til hans og flokkar
þá eftir sjúkdómum.
Þriðja tafla sýnir sjúklingafjölda, heild-
artölu sjúklinga ár hvert, að augnsjúkl-
ingum meðtöldum, og augnsjúklinga í sér-
dálki.
Fyrstu tvö starfsárin á Akureyri sér
hann lansrflesta augnsjúklinga, en síðan fer
þeim heldur fækkandi.
Það spyrst fljótt, að hinn ungi héraðs-
læknir hefur kynnt sér augnlækningar sér-
staklega, og Norðlendingar leita ti! hans
með augnamein sín, enda hafa þeir til
þessa lítillar augnlaeknisþjónustu notið.
Er Guðmundur Hannesson gerist afkasta-
mikill almennur skurðlæknir og störf hans
sem héraðsiæknis verða æ umsvifameiri,
hverfa augnlækningar hans brátt í skugg-
ann. Aðsóknin að þessum fjölhæfa og
áræðna lækni er mikil miðað við aðsókn
að læknum í þá daga og afköst hans eru
með fádæmum. Árið 1897 tekur hann fram
í skýrslu slnni til landlæknis, að um fjórði
hluti allra héraðsbúa hafi vitjað sín þetta
sama ár.
Ellefta læknishérað var víðáttumikið og
samgöngur erfiðar. Munu því margir hafa
crðið að leggja mikið á sig til að ná fundi
héraðslæknisins.
Fyrstu árin á Akureyri var vinnuaðstaða
Guðmundar Hannessonar vægast sagt bág-
borin og gegnir furðu hversu góðum
árangri hann náði í handlækningum við
þau frumstæðu vinnuskilyrði, sem hann
átti við að búa. f ársskýrslu sinni um
sjúkrahúsið segir hann:
„Sjúkrahúsið er ekki sjúkrahús að
öðru en nafninu, þó notað sje og stór-
um verra en flest privat hús hér. Bæt-
ast erfiðleikar þeir, sem óhentug hús,
gluggalevsi, loptleysi, þrengsli, súgur
etc. gjörir, við aðstoðarmannsleysi og
annríki læknisins, svo það er að engu
létt verk, að fullnægja nútímans kröf-
um hér sem sjúkrahúslæknir“.
Ennfremur segir G. H. í þessari sömu
skýrslu:
,,Til sjúkrahússins hefur fátt verið
keypt þetta ár. Operationsborð reynd-
ist eigi til neins að kaupa, sökum þess
að svo lágt er undir lopt og gluggar
neðarlega. Tvær lampettur, sem keypt-
ar hafa verið er illt að nota af sömu
ástæðu. Áður átti sjúkrahúsið aðeins
einn lampa í 4 stofur og hann ónýtan“.
Þrátt fyrir léleg húsakynni og frumstæð
vinnuskilyrði hefur hann þó gjört 44 opera-
tionir á sjúkrahúsinu árið 1896, nærfellt
„allar í narcosu“, eins og segir í skýrsl-
unni.
f 4. töflu er greint frá beim augnsjúkl-
ingum, er leituðu til G. H. í embættistíð
hans á Akureyri og eru beir flokkaðir eftir
sjúkdómsgreiningu.
Gefur þessi skrá góða mynd af augn-
siúkdómum á Norðurlandi á þessu tíma-
bili. Eru augnsjúklingar hans um tíu af
hnndraði allra þeirra sjú.klinga, er til hans
leituðu.
Lang algengustu augnkvillar eru bólgu-
siúkdómar í au.gnslímhúð, hvörmum rg
glæru eins og meðal sjúklinga Björns Ól-
afssonar. Fylgikvillar kirtlaveikinnar virð-
ast þó vera meira áþerandi Norðanlands
á bessu tímabili en meðal sjúklinga Björns.
Ti! að mynda greinir Guðmundur Hannes-