Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 19

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 95 aldrei ráðalaus. Árið 1901 fær maður nokk- ur stálflís í auga. Til þess að ná flísinni var ekki um annað að ræða en taka augastein- inn. Það gerði hann og barg þar með aug- anu. Sýnishorn af helztu handlæknisaðgerð- um G. H. á Akureyrarspítala árin 1900 og 1903 er birt í 6. og 7. töflu. Er þetta mat hans sjálfs á stærstu aðgerðum. Segja þessar töflur meira en mörg orð um alhliða hæfni G. H. sem skurðlæknis og afköst hans. Til samanburðar má geta þess, að ár- ið 1903 kom 221 sjúklingur inn á St. Jósefsspítala í íteykjavík og legudagar voru þar samtals 8.099. Hafði Björn Ólafs- son 14 sjúklinga inni þetta ár, en Guð- mundur Björnsson og Guðmundur Magnús- son skiptu nokkuð jafnt á milli sín hinum sjúklingunum. Guðmmidur Magnússon gerði 77 aðgerðir þetta ár, en Guðmundur Bjömsson 80 aðgerðir.5 Eins og segir í 7. töflu voru 180 sjúkl- ingar á sjúkrahúsinu á Akureyri árið 1903 og legudagar samtals 4556. Er skiljanlegt að augnskurðir og augn- lækningar Guðmundar Hannessonar hafi fallið í skugga hinna stóru aðgerða, svo sem sullskurða og annara holskurða, enda þótt þessar augnaðgerðir og önnur augn- læknishjálp, er hann veitti, hefði nægt hvaða héraðslækni í landinu sem var til að öðlast fræ:gð fyrir þær einar. Meiri- háttar augnskurði, svo sem dreraðgerðir og glákuaðgerðir mat Guðmundur Hannes- son til jafns við stærstu holskurði. Kemur þetta fram í læknablaði hans, en þar kem- ur hann fram með tillögu að gjaldskrá fyr- ir lækna og er fjórði kafli gjaldskrártillög- unnar um augnlækningar.7 Samkvæmt sjúkdómaskrá G. H. leita um 200 manns til hans á Akureyri með sjón- lagsgalla (fjarsýni, nærsýni og sjón- skekkju) (sjá 4. töflu) og 92 vegna aldurs- fjarsýni. Mun hann hafa pantað gleraugu fyrir þetta fólk. Guðmundur Hannesson kunni vel að nota augnspegil, því hann greinir ýmsa sjúkdóma í innra auga. Auk gláku greinir hann m. a. æðu- og sjónubólgu, bólgu í sjóntaug og litefnahrörnun í sjónu (re- tinitis pigmentosa). Til marks um fjölhæfni hans greinir hann stasapapillu hjá sjúklingi með heila- 6. tafla Helztu handlæknisaðgerðir G. H. á Akur- eyrarsjúkrahúsi árið 1900, skv. skýrslu til landlæknis. „Á sjúkrahúsinu hafa þetta ár legið alls 139 sjúklingar, nærfellt alhr með kirurg'- iska sjúkdóma. Alls hafa verið gjörðar 119 operationir, flestar þeirra allstórar sem sjá má af því að 106 sinnum hefur eigi verið auðið að komast hjá svæfingu. Helztu operationa er getið í eptirfarandi yfirliti. Incision í bólgur og ígerðir 9 Enucleatio oculi 4 Excisio ossis 1 Extraet. corp. alien. 1 Ablat. ungv. 2 Sectio alta 1 Extract. sequestr. oss. 2 Amput. digit. 2 Resectio coxae 2 — partialis ossis sacri 1 — costarum & sterni 1 — genus 2 — cubiti 1 — manus 2 Sectio Sæmisch 2 Evidement, extirpat. & excocleatio á tubercul. foci 23 Laparotomia 14 Labium leporin um operat. 1 Kataractoperation 4 Osteotomia femoris 1 Arthrotomia t 3 Colporaphia anterior 1 Exarticulatio coxae 1 Exarticulat. digit. 2 Amputatio cruris 2 — ad mod. Syme 1 — mammae 1 Iridectomia 2 Appendicitis operation 1 Sequestrotomia fem. 1“. æxli (skýrsla um sjúkrahúsið á Akureyri 1897. Sjúkl. nr. 31). í grein þeirri, er G. H. skrifar um augn- sjúkdóma í læknablað sitt spyr hann sjálf- an sig hve mikils megi krefjast af almenn- um læknum í augnlækningum. Honum finnst svarið liggja beint fyrir: Að þeir þekki og geti gert við algenga og auðveld-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.