Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1975, Qupperneq 37

Læknablaðið - 01.12.1975, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 107 erfið. Langir tengigangar eru óarðbær íjár- festing, krefjast ræstingar og hljóta að auka að mun hitunarkostnað. Af þessu er ljóst, að bæði stofnkostnaður og rekstrarkostnaður verður dýrari með því að aðskilja svo legu- pláss og Þjónustudeildir, og fyrirkomulagið verður óhentugra og erfiðara fyrir sjúkling- ana og starfslið. 3) Á teikningunum virðist ekki nægilegt athafnarými fyrir þá lækna, sem starfa þurfa í lækningamiðstöðinni en eins og tekið hefur verið fram telur Læknafélag Islands nauðsynlegt, að læknamiðstöðin á Isa- firði verði miðuð við það, að henni sameinist Bolungarvíkurhérað, Suðureyrarhérað, Flat- eyrarhérað og Þingeyrarhérað auk Súðavíkur- héraðs, sem nú þegar er ætlunin að sameina Isafjarðarhéraði. Þá viljum við einnig taka frani í því sambandi, að neyðarþjónusta sú, serii Landspítalinn gæti veitt, ef stofnaðar yrðu sérstakar stöður í þeim tilgangi, er ekki hugsuð til að standa undir læknisþjónustu í iæknishéraði til lengdar, heldur aðeins til að unnt sé að grípa til hennar, ef í nauðir rekur, og koma örugglega í veg fyrir, að neyðarástand skapist. Þess vegna er það skoðun Læknafélags Islands, að læknamiðstöðin á Isafirði eigi að sjá fyrir almennri læknisþjónustu í þeim hér- uðum, er að ofan greinir, og jafnvel að nokkru leyti fyrir sérfræðiþjónustu. Komi hins vegar til, að í nauðir reki með læknalið, verði unnt að grípa til varaliðsins á Landsspítalanum, sér- staklega vegna staða sem lokast inni yfir vetrarmánuðina, en ekki sé treyst á það vara- lið að staðaldri eða lögð á það hin almenna reglulega þjónusta. Læknafélag Islands mun taka til nánari at- hugunar þau gögn sem því barst með bréfi yðar hinn 6. nóv. sl. og leitast við að svara þeim ítarlegar í byrjun næsta árs. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Baldur Fr. Sigfússon, ritari. VandkvæÖi heimilislœknafélagsins á Akureyri Formaður L.I. fór til Akureyrar í ágúst og hélt fund með læknum þar varðandi heimilis- læknisþjónustuna á Akureyri, og kom þar í ljós, að nær helmingur bæjarbúa hefur nú engan heimilislækni eða hefur sjúkrahúslækna fyrir heimilislækna, en þeir vilja gjárnan leggja niður heimilispraksis. Bent var á tvær leiðir til að leysa þetta mál. Önnur er að bjóða iæknum upp á ókeypis húsnæði og lækninga- áhöld á tveimur stöðum í bænum, aðstöðu fyrir tvo lækna á hvorum stað, eða að koma á fót læknamiðstöð í sambandi við spitalann. Eftir að málið hafði verið rætt fram og aftur, virt- ust flestir á því, að það eina, sem ungir lækn- ar aðhylltust, væri læknamiðstöð í nánum tengslum við spítalann, þannig að læknar gætu þar hagnýtt alia þá rannsóknaaðstöðu, sem spítalinn hefur upp á að bjóða. Einnig var bent á Það á fundinum, að nauðsynlegt væri að bæta aðstöðu praktiserandi lækna frá því, sem verið hefur, og snúa baki við þeirri stefnu, sem ríkt hefur, að starfsaðstaða sjúkrahúslækna verði lagfærð en ekki praktiserandi lækna. Á fundinum var einnig framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Akureyrar. Talið var hyggilegt að boða til Akureyrar á fund fulltrúa yngstu lækna og vita, hvað þeim sýndist um þær hug- myndir, sem fram hefðu komið á þessum fundi. Sjúkrasamlag Akureyrar hefur skrifað bréf, sem það hyggst senda læknum almennt. I bréfi sjúkrasamlagsins er á það bent, að i samningum milli L.I. og Tryggingastofnunar ríkisins annars vegar standi sú málsgrein, að L.I. skuldbindi sig til þess að sjá fyrir nægi- legri læknisþjónustu á meðan samningarnir eru í gildi. Nú munu samningar þessir útrunn- ir og hafa ekki verið framlengdir formlega. Ber því sennilega að líta á sem þetta ákvæði sé ekki í gildi iengur, en fundarmenn voru sammála um, að slík ákvæði verði ekki sett inn í samninga, þar sem atriði þessi séu ekki framkvæmanleg, sizt af öllu, þar sem starfs- aðstaðan er ekki í samræmi við stefnu lækna- félaganna. Auk þess sem ekki er hægt að skuldbinda sig til að senda nægilegt læknalið á neinn tiltekinn stað á tilteknum tíma. Lœknisþjónusta dreifbýlisins Mál þetta var m.a. til umræðu á fundi stjórnar með landlækni þ. 20 marz sl. Minnti stjórn L.I. þar á þá hugmynd, sem hún hefur áður sett fram (bæði sem uppkast að Þings- ályktunartillögu og síðar i bréfi til ráðherra), sem hún telur einna vænlegasta sem tilraun til bráðabirgðalausnar á því vandræðaástandi, sem rikir í ýmsum héruðum, einkum á vetrum, og landlæknir hefur raunar rætt um við for- mann félagsins nokkrum sinnum undanfarið. Telur stjórn L.I. vænlegast að stofna nokkrar stöður aðstoðarlækna við ríkisspítalana með skuldbindingu læknanna um n'okkra neyðar- þjónustu við dreifbýlið jafnframt. Stjórn L.I. ritaði landlækni bréf ásamt allítarlegri grein- argerð um þetta mál, og lofaði landlæknir að láta málið ganga áfram með skýringum hans og umsögn. Einnig var læknaráði Landspítal- ans sent afrit af bréfi þessu (fylgir það hér á eftir ásamt fylgiskjölum). Reykjavík 30. marz 1971. Hr. landlæknir, Sigurður Sigurðsson, Arnarhvoli, R. Með tilvísun til viðræðna yðar og stjórnar L.I. þ. 20. marz sl., þar sem m.a. bar á góma vandamál læknisþjónustu dreifbýlisins, vill stjórn L.I. taka fram eftirfarandi: Hugmynd sú, sem stjórnin varpaði fram á fundinum, um nýjar stööur aöstoöariœkna við Landspítalann, tengdar læknisþjónustu dreif- býlisins, þannig, að Iæknarnir séu til taks til bráðabirgða, ef neyöarástand skapast í læknis- þjónustunni úti um land, er ekki ný af nálinni. Að lokinni formannaráðstefnu L.I. þ. 18. apríl 1970 sendi stjórn L.I. samdægurs tillögur til þingsályktunar þessa efnis til heilbrigðis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.