Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1975, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.12.1975, Qupperneq 46
112 LÆKNABLAÐIÐ athugunar við, áður en það yrði lagt fyrir Al- þingi sem lagafrumvarp. Af þessu ástæðum ritaði stjórn L.I. heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra bréf, sem fer hér á eftir ásamt svar- bréfi ráðuneytisins: Reykjavík 16. marz 1971. Hr. heilbrigðismálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson, Heilbrigðismálaráðuneytinu, Laugavegi 172, Reykjavík. Verkefni það, sem nú liggur fyrir heil- brigðismálanefnd (skipaðri skv. þingsályktun samþykktri á Alþingi 22. apríl 1970), er í senn mjög yfirgripsmikið og mikilvægt, snertir flesta þætti heilbrigðisþjónustu, varðar lækna- stéttina í heild og raunar landsmenn alla. Með tilliti til þessa fer stjórn Læknafélags Islands þess á leit við yður, hr. heilbrigðismálaráð- herra, að hún fái til athugunar drög nefndar- innar að hinni nýju heilbrigðislöggjöf, áður en nefndin skilar áliti. Jafnframt fái stjórn L.I. tækifæri til að ræða mál þessi við fulltrúa frá aðildarfélögunum, og læknaþing, sem haldið verður í september nk., fái tækifæri til að fjalla um málið. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Baldur Fr. Sigfússon ritari 22. marz 1971. Læknafélag Islands, hr. ritari Baldur Fr. Sigfússon, Domus Medica, R. Með vísun til bréfs yðar 16. þ.m., skal bent á, að Læknafélag Islands hefur tilnefnt 2 af 5 fulltrúum í nefnd þeirri, sem skipuð var samkvæmt þingsályktun Alþingis frá 22. febrú- ar 1970. Ráðuneytið lítur því þannig á, að áhrif læknasamtakanna hljóti að gæta mjög veru- lega i starfi nefndarinnar og læknisfræðileg sjónarmið hljóta að vera þar algjörlega ríkj- andi, því að 4 af 5 fulltrúum eru læknis- menntaðir. Ráðuneytið getur að sjálfsögðu ekki sent neitt frá nefndinni til athugunar fyrr en hún hefur skilað áliti, því ráðuneytið hefur ekkert í höndum frá nefndinni fyrr. Nefndarálitið og frumvarp að nýrri heil- brigðislöggjöf, ef samið verður, verður að sjálfsögðu fyrst sent til Alþingis, sem hafði frumkvæðið að skipun nefndarinnar, en vafa- laust verður það siðan sent til Þeirra aðila, sem helzt eiga hlut að máli, Læknafélags Is- lands sem annarra. F.h. r. Páll Sigurðsson (sign.). Til fyllri skýringar á sjónarmiðum stjórnar L.I. var enn á ný skrifað bréf til ráðuneytisins og fer það hér á eftir: 30. marz 1971. Hr. heilbrigðismálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 170—172, R. Höfum móttekið bréf ráðuneytisins dags. 22. marz s.l. varðandi störf heilbrigðisnefndar. Af því tilefni viljum við taka fram eftirfar- andi: a) Þeir tveir læknar, sem ráðherra skipaði í nefndina eftir tilnefningu stjórnar L.I., skyldu skv. þingsályktun vera úr hópi hér- aðslækna annars vegar og sjúkrahúslækna hins vegar. Var stjórn L.I. þannig nokkuð bundin í vali, en nefndinni tryggð þekking og reynsla lækna með tvenns konar ákveð- in starfssvið læknis að baki. Af augljósum ástæðum og ekki sízt með tilliti til þess, hve verkefni nefndarinnar er víðtækt og margþætt, er alls óvíst og raunar ólíklegt, að sjónarmið einstakra lækna geti alls staðar farið saman við sjónarmið meiri hluta starfsbræðra þeirra á sama starfs- vettvangi, hvað þá heldur annarra fjöl- mennari hópa lækna, sem eigi var getið í áðurnefndri þingsályktun, en gegna einnig mikilvægum hlutverkum í heilbrigðisþjón- ustu landsins. Stjórn L.I. telur, að læknar þeir, er hún til- nefndi í heilbrigðismálanefnd, séu ekki full- trúar L.I. í þeim skilningi, að þeir vinni nefndarstörf sín og greiði um þau atkvæði í umboði félagsins eða túlki sjónarmið þess í öllum atriðum. Hljóta nefndarmenn að starfa sem einstaklingar, skipaðir af ráð- herra, óháðir öðrum en eigin sannfæringu. Þótt þeir kynni sér og öðrum nefndarmönn- um stefnu félagsins í þeim málum, þar sem hún hefur verið fullmótuð, er engan veginn tryggt, að flest læknisfræðileg sjónarmið meiri hluta íslenzkra lækna verði túlkuð í hinum yfirgripsmiklu nefndarstörfum lækn- anna. b) Fyrir atbeina landlæknis hefur stjórn L.I. um árabil fengið til athugunar drög að lagafrumvörpum um heilbrigðismál, sem ráðuneytið hefur látið semja, áður en þau hafa verið send Alþingi, enda þótt læknar hafi átt aðild að samningu þeirra. Telur stjórn L.I. mikilvægt, að þessi háttur verði einnig framvegis í heiðri hafður. Með hliðsjón af ofansögðu væntum við fast- lega, að L.I. fái til athugunar og umsagnar álit heilbrigðismálanefndar, áður en endanlega verður frá því gengið sem frumvarpi til Al- þingis. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Baldur Fr. Sigfússon ritari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.