Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 73

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 127 víða úti á landsbyggðinni, er mjög illa gekk að manna viss héruð. Enda þótt sjá hefði mátt fyrir þá þróun, var ekkert aðhafst af hálfu þess opinbera fyrr en í septemberlok, að heil- brigðisráðherra boðaði til fundar með stjórn- um læknafélaganna, en þann fund sátu land- læknir og ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins. Á fundi þessum fór heilbrigðismálaráð- herra þess á leit við stjórnir læknafélaganna, að þær aðstoðuðu heilbrigðisstjórnina við að finna iausn á þessu vandamáli. Á þessum fundi kom fram, að tilfinnanlegur skortur hefur verið á kandidötum, og lætur nærri að læknanemar hafi gegnt % af kandi- datsstöðum á sjúkrahúsum í Reykjavík frá sumrinu 1971. Skrifaði heilbrigðismálaráðherra síðan öllum starfandi læknum á Stór-Reykja- víkursvæðinu, og fór þess á leit að þeir gegndu störfum í héraði 1—2 mánuði á ári, ef það mætti verða til að bjarga því neyðarástandi, sem skapazt hefði. Læknafélag Reykjavíkur hélt síðan almennan félagsfund um þessa mála- leitan heilbrigðismálaráðherra 13. okt. Á þess- um fundi kom fram eindreginn vilji lækna til að hjálpa til við lausn þessa vanda. Hafa síðan fjölmargir sjúkrahúslæknár, svo og nokkrir heimilislæknar gegnt störfum í héraði nokkr- ar vikur i senn. Heilbrigöismálafrumvarpiö Aðalfundur L.I. 1971 fjallaði allítarlega um tillögur og greinargerð um heilbrigðismál, sem voru frumdrög að frumvarpi. Hafði stjórn L.I. skipað nefnd til að undirbúa þetta mál fyrir aðalfundinn. Var álit þessarar nefndar sam- þykkt á aðalfundi ásamt greinargerð, og vísast í því sambandi til fréttabréfs L.I. í janúar 1972. Þessi ályktun aðalfundarins var síðan send heilbrigðismálaráðuneytinu, og hefur stjórn L.I. síðan fylgt eftir breytingartillögum, er gerðar voru, og í því sambandi átt fundi með landlækni, borgarlækni og Páli Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra. Hafa breytingartillögurnar verið áréttaðar bréflega. Að lokinni endurskoðun á upphaflegu tillög- unum, voru þær síðan lagðar fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga, þó aðeins til kynn- ingar á því Þingi, sem nú er nýlokið. Verður ekki annað séð, en að læknasamtökin geti ver- ið sæmilega ánægð með þær undirtektir, er breytingartillögurnar frá L.I. fengu við endur- skoðun á frumvarpinu, því að allar helztu breytingartillögur aðalfundarins voru teknar til greina. Þess ber þó að geta, að aðalfundurinn 1971 fjallaði ekki um skiptingu landsins í héruð, staðsetningu heilsugæzlustöðva né læknissetra. Það atriði var hins vegar rætt á formannaráð- stefnunni, sem fram fór 13. maí sl. Var niður- staða umræðna að nauðsynlegt væri að um þetta mál yrði fjallað í svæðafélögunum, en þau sendu siðan álit sitt til stjórnar L.í. Ljóst er að margt er enn í hinu nýja frumvarpi, sem þarfnast athugunar af hálfu læknasamtak- anna. Hefur í því sambandi sérstaklega verið bent á að hlutur læknissetra (einmennings- héraða), er mjög rýr og nauðsynlegt að á- kvarða betur í lögum, heldur en gert er ráð fyrir í hinu nýja frumvarpi, um búnað og starfslið á þessum stöðum. Nordisk Medicin Stjórn L.I. ákvað að taka boði stjórna lækna- samtaka á hinum Norðurlöndunum og gerast þátttakandi í útgáfu ritsins Nordisk Medicin, en fyrirhugaðar eru miklar breytingar á út- gáfu þessa rits. Er breytingin reyndar þegar orðin, og kom fyrsta hefti N.M. i hinu nýja formi út í janúar sl. Mun þetta tímarit fyrst og fremst fjalla um félagsleg málefni, mennt- un lækna, bæði grunnmenntun, sérfræðimennt- un og viðhaldsmenntun, einnig um vísinda- starfsemi, skipan heilbrigðismála o.fl. Fór stjórn L.I. þess á leit við Baldur Fr. Sigfússon, fyrrverandi ritara L.I., sem nú dvelur við framhaldsnám í Svíþjóð, að hann tæki að sér ritstjórn af okkar hálfu. Féllst hann fúslega á það. Með aðild að útgáfu N.M. hefur L.I. tek- ið á sig fjárhagslegar skuldbindingar, sem munu nema um 100.000 krónum á ári, en ætl- unin er að islenzkir læknar fái ritið sent án aukagreiðslu. StaÖall fyrir einmenningshéruö Stjórn L.I. hefur beitt sér fyrir því, að sett- ur verði staðall um lækningatæki og búnað í einmenningshéruðum. Skipaði stjórnin þá Örn Bjarnason og Guðjón Magnússon til að vinna að þessu máli. Áttu þeir viðræður við Pál Sig- urðsson, ráðuneytisstjóra, og óskaði hann eftir að L.I. gerði drög að slíkum staðli, sem ráðu- neytið gæti síðan fengið til umsagnar. Varð að ráði, að skipuð var 5 manna nefnd til að vinna að þessu máli áfram, og áttu í henni sæti: Ól- afur Ólafsson, formaður, Örn Bjarnason, Guð- jón Magnússon, Kjartan Árnason og Páll Þórð- arson. Er nú lokið við að gera uppkast að slíkum staðli, og hefur það verið sent héraðslæknum, sem nú sitja í einmenningshéruðum og fleiri aðilum til umsagnar. Er síðan ráðgert að birta þennan staðal í Læknablaðinu. I sambandi við þetta verkefni, var kannað, hvort unnt yrði að hafa nóg af neyðarbúnaði, sem ætlunin er að almannavarnanefndir komi sér upp úti á landi. Voru í því sambandi haldn- ir fundir með þeim Árna Björnssyni og Valtý Bjarnasyni, sem starfað hafa að þessum mál- um fyrir almannavarnaráð, og Ólafi Ingi- björnssyni og Guðmundi Steingrímssyni, lyfja- fræðingi, sem unnið hafa við að útbúa slíka pakka fyrir Reykjavíkurborg. Einnig sátu þessa fundi þeir Erling Edwald og Jón Edwald frá Lyfjaverzlun ríkisins. Kom fram, að ekki yrði hægt að byggja á þessum neyðarpökkum, þegar settur yrði staðall um ársþörf lækninga- tækja og búnaðar í einmenningshéruðum. Spjaldskrá Á sl. hausti hugðist stjórn L.I. beita sér fyrir auknum samskiptum við íslenzka lækna, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.