Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 77

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 131 heilbrigðismálaráðherra, fjármálaráðherra og landlækni um þetta mál fyrr á þessu ári. Kjaranefnd L.I. væntir skriflegs svars við- komandi ráðuneyta við fyrstu hentugleika, og óskast það sent til undirritaðs formanns nefnd- arinnar. Afrit þessa bréfs er í dag sent til landlæknis. Virðingarfyllst, f.h. kjaranefndar Læknafélags Islands, Heimir Bjarnason, héraðslæknir, Hellu. Samrit sent: Heilbrigðismálaráðuneyti og landlækni. Kjaranefnd Læknafélags Islands b. t. hr. héraðslæknis Heimis Bjarnasonar, Hellu, Rangárvöllum. 24. apríl 1972. Ráðuneytið hefur móttekið bréf Kjaranefnd- ar Læknafélags Islands, dags. 28. f.m., um launagreiðslur til héraðslækna, sem gegna læknishéruðum, sem um er fjallað í 6. gr. iæknaskipunarlaga nr. 43/1965. Vegna þessa vill ráðuneytið rifja upo eftir- farandi stefnu, að því er varðar kjör héraðs- lækna. Um áratugi undanfarið hefur sú meginregla verið rikjandi um launakjör héraðsiækna hér á landi, að raunveruleg embættisstörf læknis- ins hafa talizt vera óveruleg og laun fyrir þau að sama skapi lág. en megintekjur lækna hafa verið fyrir unnin læknisverk skv. gjaldskrám. Eftir þvi sem læknishéruð urðu fámennari, almennt heilsufar e.t.v. betra og samgöngur við stærri bæ' og Reykjavík betri, hefur i vax- andi mæli borið á þvi, að greiðslur fyrir unnin læknisverk hafa ekki hrokkið til að veita hér- aðslæknum viðunandi tekjur i ýmsum héruð- um og hefur löggjafinn í ýmsum myndum reynt að hlynna að læknum í þessum héruð- um til að auka líkur til að þau yrðu setin, sbr. 6. gr. áðurgreindra laga nr. 43/1965 Allar þessar ráðstafanir eiga sammerkt í því, að þær miðuðust Við þáverandi hefð um til- tölulega lága flokkun héraðslækna til launa samanborið við aðra háskólagengna menn í þjónustu ríkisins og að auki var engin tilraun gerð til að gera sér ljóst eða tengja saman vinnuframlag læknis og laun hans. Heldur var ákveðið, að tilteknum læknishéruðum skuli íylgja réttur til viðbótarlauna, sem eru ekki há, þegar nefnd lög eru sett. Þessu til viðbótar kemur réttur til leyfis á launum til siglinga á- samt fargjöldum að loknum tilteknum starfs- tíma. Eins og Kjaranefnd Læknafélags Islands var gert grein fyrir í viðræðum um fram- kvæmd kjarasamninga fjármálaráðherra og BSRB frá 19. des. 1970, að því er varðar hér- aðslækna, fela þeir samningar í sér algera stefnubreytingu í þessu efni. Flokkun héraðs- lækna er breytt um 6 launaflokka, í 26. lfl., sem svarar fyllilega til röðunar annarra há- skólagenginna starfsmanna í launakerfinu. Þá gera samningarnir ráð fyrir almennum á- kvæðum um vinnuframlag starfsmanns, sem ætlunin er að taki jöfnum höndum til héraðs- lækna sem annarra starfsmanna. Segja má, að með slíkri stefnubreytingu séu allar forsendur brostnar undan ákvæðum 1. mgr. 6. gr. um hálf laun sem staðaruppbót til viðbótar föstum launum. Þess í stað taldi ráðu- neytið sig hafa komizt að óformlegu samkomu- lagi um aðferð við að ákveða greiðslur til hér- aðslækna fyrir vinnuframlag i formi gæzlu- vakta umfram umsamda vinnuskyldu o.fl. í því sambandi. Ráðuneytið lítur svo á, að í stað eldra fyrir- komulags, sem staðfest var með lögum og gerði ráð fyrir 1. ótiltekinni vaktskyldu 2. í tilteknum héruðum 3. fyrir tiltekið kaup, hafi hið óformlega samkomulag falið i sér 1. skýrgreinda vaktskyldu 2. í öllum læknishéruðum 3. fyrir umsamið kaup. Með þeim útreikningsmáta, sem notaður var, telur ráðuneytið sig hafa keypt af hverjum héraðslækni allan tíma sólarhringsins, sem hann ekki stundar aðra vinnu gegn gjaldi. Þennan tima telur ráðuneytið sig hafa keypt fullu verði skv. samningum og héraðslæknar hafi því engan frekari tíma að selja rikinu. Ráðuneytið hefur ekki kannað sérstaklega, hvort héraðslæknar geti átt réttarkröfu á greiðslu skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 43/1965, þrátt fyrir annað fyrirkomulag, sem upp hefur verið tekið í samráði við kjaranefnd læknafé- lagsins. Vafalaust er í þessu sambandi heimild ráðuneytisins til að skerða föst laun sem þess- ari fjárhæð svai’ar, sbr. 2. mgr. 20. gr. kjara- samnings fjármálaráðherra og BSRB frá 19. des. 1970. Telur ráðuneytið ekki gerandi mun á því, hvort föst laun eru greidd óskert, en auka- Iaun skert eða aukalaun greidd, en föst laun skert að sama skapi. Með skírskotun til framanritaðs telur ráðu- neytið rikssjóð ekki skulda héraðslæknum nein laun frá 1. júlí 1970, heldur séu þau að fullu uppgerð miðað við nýja skipan, sem ráðuneytið taldi upp tekna í fullu samráði við fulltrúa Læknafélags Islands. Halldór E. Sigurðsson. 16. des. 1971. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Laugavegi 172, Reykjavík. Á aðalfundi Læknafélags Islands 1971 var samþykkt ályktun þess efnis, að skipulag sjúkraflugs verði endurskoðað. Hefur ráðu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.