Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1975, Qupperneq 78

Læknablaðið - 01.12.1975, Qupperneq 78
132 LÆKNABLAÐIÐ neytinu verið send þessi ályktun með greinar- gerð. Stjórn Læknafélags Islands fer þess á leit við ráðuneytið, að komið verði á fastri lækna- vakt í sambandi við sjúkraflug. Er hér átt við, að í neyðartilfellum sé unnt að senda lækni með sjúkraflugvél, þegar kall berst og þess er talin þörf. Kæmi vel til greina að semja við lækna svæfingadeilda Borgarspitalans og Landspítalans um að taka að sér þessa þjón- ustu. Eru þess nokkur dæmi, að nauðsynlegt hafi verið að fá lækni í sjúkraflug, hefur þá reynzt tafsamt og oft óframkvæmanlegt að fá lækni með þeim stutta fyrirvara, sem ávallt er í bráðatilfellum. Er þess að vænta, að vaktþjón- usta sem þessi bæti læknisþjónustu í dreifbýli og auki nokkuð á öryggi þeirra, er þar búa. Hugsanlegt er einnig, að i náinni framtíð verði unnt að bæta enn frekar þessa þjónustu, þann- ig að ávallt séu til taks sérlærðir skurðlæknar og fæðingarlæknar, eins og er sums staðar er- lendis. Stjórn Læknafélags Islands væntir þess, að ráðuneytið taki þessa málaleitan til athugun- ar og óskar svars við fyrsta tækifæri. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Snorri P. Snorrason, Guðjón Magnússon, formaður. ritari. 7. des. 1971 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Laugavegi 172, Reykjavík. Aðalfundur Læknafélags Islands 1971, hald- inn 16.—18. sept. í Reykjavik, gerði eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur L.I. 1971 beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að nú þegar verði stofnað prófessorsembætti í almennum lækn- ingum við iæknadeild Háskóla íslands.“ GreinargerÖ Á aðalfundi Læknafélags Islands og á fjöl- mennu læknaþingi var það samdóma álit, að með stofnun kennarastóls í heilmilislækning- um við Háskóla Islands, eins og ráð er fyrir gert í nýrri reglugerð, mætti ráða bót á meg- ingalla læknakennslunnar. Með tilkomu sér- staks kennara í heimilislækningum mundi á- hugi nemenda fyrir heimilislækningum aukast og þekking nemenda á því sviði vaxa. Að námi i læknadeild loknu mundu því fleiri ungir læknar kjósa heimilislækningar sem ævistarf og haga framhaldsnámi sínu i samræmi við það. Það verður æ augljósara, að læknisþjón- ustan verður ekki nema að takmörkuðu leyti leyst innan veggja sjúkrahúsanna. Það er því áriðandi frá þjóðhagslegu sjónarmiði að efla heimilislækningar. Stefna verður að því, að koma á fót sérmenntaðri heimilislæknEistétt, en forsenda þess er, að kennsla i heimilislækn- ingum verði hafin hið allra fyrsta við Háskóla íslands. Stjórn L.I. leggur því áherzlu á, að flýtt verði svo sem auðið er, að ákvæði reglu- gerðar H.I. um prófessorat i heimilislækning- um komi til framkvæmda. Flestar þjóðir búa nú við alvarlegan heim- ilislæknaskort. Það er álit margra þeirra, er hafa látið þetta vandamál heilbrigðisþjónust- unnar til sín taka, að háskólar verði að endur- skipuleggja iæknanámið, þannig að lækna- nemendur kynnist í ríkari mæli en verið hef- ur vandamálum þeim, sem heimilislæknar og héraðslæknar eiga við að glíma, og jafnframt sé reynt að vekja áhuga nemendanna fyrir heimilislæknisstarfinu. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Snorri P. Snorrason, Guðjón Magnússon, formaður. ritari. Skýrsla námskeiðsnefndar Á sl. ári sagði dr. Öskar Þórðarson af sér sem formaður námskeiðsnefndar L.I. eftir margra ára starf. I hans stað var Tómas Á. Jónasson skipaður formaður, en aðrir nefndar- menn eru Árni Björnsson og Tómas Helgason. Nefndin mætti á sameiginlegum fundi stjórna L.I. og L.R. sl. haust, þar sem ákveðið var að tilsvarandi nefndir beggja félaganna skyldu vinna saman að fræðslumálum, og hef- ur verið unnið eftir þessum hugmyndum sl. vetur, eins og unnt var. Af þeirri ástæðu leyfi ég mér að láta fylgja hér með skýrslu til stjórnar L.R. og vísa til hennar. Auk þess sem þar kemur fram er ástæða til að taka fram eftirfarandi: 1. Námskeið í iæknisfræðilegum rannsóknar- aðferðum var haldið 8.-11. september 1971 í samvinnu við Norræna húsið, og vísast til frásagnar í Læknablaðinu, des. 1971. Þátt- takendur iuku miklu lofsorði á þetta nám- skeið og hafa verið lögð drög að þvi að samskonar námskeið verði endurtekið haust- ið 1973. 2. Læknum norðanlands var boðið að efni 2ja fræðslufunda sl. vetrar um háþrýsting og um lungnasjúkdóma yrði flutt á Akureyri 3. júni og 5 flytjendur sendir þangað á kostnað námskeiðsnefndar. 3. Ráðgert er að halda 4 daga námskeið fyrir héraðslækna og almenna iækna í september n.k., og verða aðalefni þess fjögur: psychia- tri, petiatri, gynecalogy og umræður um tvo flokka lyfja. I framhaldi af námskeið- inu er læknum boðið upp á dvöl á sérdeild í Reýkjavik eftir eigin vali, og fylgjast þeir þar með störfum sérfræðinga, en verði jafn- framt séð fyrir skipulagðri kennslu. 4. Þá er í ráði að halda kvöldnámskeið um hjartaafrit tvisvar í viku, 7 skipti. Gert er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.