Læknablaðið - 01.12.1975, Page 91
LÆKNABLAÐIÐ
137
um fyrir aldurs sakir, eða heilsubrests,
heiðursfélagar, svo og illa stæðir læknar,
megi vera undanþegnir félagsgjöldum.
Stjórn L.I. getur veitt öðrum félagsmönn-
um samskonar undanþágu.
18. Tillaga frá stjórn Læknafélags Islands:
I stað tveggja síðari málsgreina 13. grein-
ar komi 2 nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Stjórnir L.R. og L.I. ráða 2 ritstjóra að
blaðinu til 2ja ára í senn og skal annar
vera ábyrgðarmaður blaðsins.
Stjórnir félaganna setja að öðru leyti regl-
ur um útgáfu og rekstur blaðsins.
19. Fyrir fundinum lá umsókn frá Félagi ísl.
lækna í Bretlandi um upptöku sem svæða-
félag í L.I. Fylgdi Örn Bjarnason umsókn-
inni úr hlaði. Páll Þórðarson taldi ýmsa
lagalega annmarka á afgreiðslu þessa máls
og Guðmundur Jóhannesson lagði til að
brugðizt yrði jákvætt við þessari málaleit-
an, en í bili yrði málinu vísað til stjórnar
L.I. og að félag ísl. lækna í Bretlandi fái
áheyrnarfulltrúa. Var það samþykkt.
20. Tillaga frá Guðjóni Magnússyni:
„Aðalfundur L.I. haldinn dagana 23.—25.
júní 1972, ályktar að nauðsynlegt sé að
skapa tengsl milli heilbrigðisráðuneytisins
og að heilbrigðisráðuneytið fái með þeim
hætti bein áhrif á skipulag og framkvæmd
læknanáms við Háskóla Islands.
Næst fór fram stjórnarkjör. LJr stjórn skyldu
ganga gjaldkeri og ritari; gaf Guðmundur Jó-
hannesson ekki kost á sér til endurkjörs, og var
I hans stað kjörinn Guðmundur Sigurðsson.
Guðjón Magnússon var endurkjörinn ritari, og
meðstjórnendur þeir Heimir Bjarnason til
tveggja ára og Guðmundur Jóhannesson til
eins árs. Fyrir voru í stjórninni formaðurinn,
Snorri Páll Snorrason og Brynleifur Stein-
grímsson. Örn Bjarnason hafði áður óskað eftir
kjöri annars manns í sinn stað, vegna fjarveru
erlendis næsta starfstímabil. Endurskoðandi
var kjörinn Þorgeir Gestsson og til vara Guð-
mundur Oddsson. I gerðardóm voru kjörnir
Þóroddur Jónasson og Gunnlaugur Snædal, til
vara Jón Þorsteinsson og Valgarður Bjömsson.
Fulltrúar í stjórn B.H.M. voru kjörnir þeir
Arinbjörn Kolbeinsson, Tómas Helgason og
Skúli Johnsen.