Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Síða 103

Læknablaðið - 01.12.1975, Síða 103
LÆKNABLAÐIÐ 145 læknamiðstöðvum og sjúkrahúsum. Hefur þetta fyrirkomulag þegar komizt á sums stað- ar úti á landi með góðum árangri. Barst stjórninni bréf frá Leifi Dungal, fyrrverandi héraðslækni, Patreksfirði, þar sem hann setur fram hugmyndir sínar um sérfræðiþjónustu fyrir dreifbýli og bendir m.a. á eftirtalda kosti: a) Betri nýtingu sjúkrahúsa og minni kostnað vegna lægri daggjalda, minni ferðakostnað o.fl. b) Gefur héraðslæknum tækifæri til að fylgj- ast með sjúklingum sínum innan héraðs undir handleiðslu sérfræðings fremur en að senda þá suður á sjúkrahús eða á stofu. c) Möguleika á fjöldarannsóknum í héruðum og bættir möguleikar á eftirrannsókn sjúkl- inga. Bendir Leifur á, að viða úti á landi sé að- staða til minni háttar skurðaðgerða, án þess að þar séu skurðlæknar. Þörf sé á sérfræðing- um í kvensjúkdómum, háls-, nef- og eyrna- sjúkdómum, húðsjúkdómum, barnasjúkdómum, allt eftir því, hvaða staði um er að ræða, en allt byggir þetta mikið á, r.ð góð rannsókna- aðstaða sé fyrir hendi. Er þetta vafalítið mál, sem L.I. þarf að taka upp við heilbrigðisstjórn- ina á næstunni. Félag íslenzkra lœkna í Bretlandi 14. marz 1972 var stofnað Félag íslenzkra lækna í Bretlandi, og voru stofnendur 13 ís- lenzkir læknar, er þar stunda framhaldsnám. Hefur starfsemi félagsins verið með miklum blóma, samið greinargerðir um kostnað við framhaldsnám í Bretlandi, skipulagða fram- haldsmenntun lækna hér á landi, aukningu göngudeildaþjónustu o.fl. Stjórn F.I.L.B. hefur óskað eftir aðild að L.I. Þegar fyrir lá álit laganefndar L.I., kom í ljós, að ekki var skv. tillögum laganefndar hægt að veita F.I.L.B. fulla aðild að L.I. Hef- ur F.I.L.B. nú sent breytingartillögur við drög laganefndar, þar sem gert er ráð fyrir, að fé- lög íslenzkra lækna erlendis geti fengið aðild að L.I., enda séu félagsmenn a.m.k. 8. Verður tillaga þessi lögð fyrir næsta aðalfund, en stjórn L.I. hefur samþykkt að bjóða F.I.L.B. að senda fulltrúa með tillögurétt og málfrelsi á aðalfundinn, og hefur F.I.L.B. þekkst boðið. Jarðeldarnir í Vestmannaeyjum Þegar eftir jarðeldana í Vestmannaeyjum beindi stjórn L.I. þeim tilmælum til lækna, að þeir tækju ekki gjald af Vestmannaeyingum, er til þeirra leituðu, fyrst um sinn. Einnig tókst að skapa læknum úr Eyjum vinnuað- stöðu í Domus Medica. Stjórn og stórráð L.R. fór þess á leit við L.I., að það hlutaðist til um framlag til Vestmanna- eyjasöfnunar, allt að kr. 5.000.00 á hvern fé- lagsmann í L.I. Á sameiginlegum fundi stjóma L.I. og L.R. var þetta rætt og samþykkti stjórn L.I. að láta renna til bæjarsjóðs Vestmanna- eyja kr. 750.000.00 með þeim tilmælum, að fénu yrði varið til endurreisnar heilbrigðisþjónustu fyrir Vestmannaeyinga. Jafnframt var heitið aðstoð við skipulagningu og uppbyggingu heil- brigðisþjónustu i Vestmannaeyjum. Afhentu ritari L.I. og framkvæmdastjóri Magnúsi Magnússyni, bæjarstjóra, þetta fé, sem hann kvað mundu renna til Sjúkrahúss Vestmanna- eyja. III. KAFLI ERLEND SAMSKIPTI: Landsfundur Norska lœknafélagsins Arinbjörn Kolbeinsson sat 42. landsfund Norska læknafélagsins, sem haldinn var í Kristiansand 13.—16. júní 1973. Aðalumræðu- efni fundarins voru heimilislækningar og við- halds og framhaldsmenntun lækna. Hefur Norska læknafélagið í samvinnu við heilbrigð- isyfirvöld ákveðið að koma upp framhalds- menntunarmiðstöð í Osló. Verði þar aðstaða til námskeiða- og fundahalds auk gistiaðstöðu fyrir þátttakendur. Arinbjörn ræddi við formann Norska lækna- félagsins, Jon Skátun, um hugsanlegan aðgang íslenzkra lækna að sérgreinanámskeiðum i Noregi. Var ákveðið, að Fræðslunefnd L.I. hafi þar milligöngu og kynni íslenzkum læknum fyrirhuguð námskeið. Dr. Skátun gaf vilyrði fyrir, að a.m.k. 1—2 íslenzkir læknar kæmust á námskeið ár hvert. Itarleg skýrsla um þennan fund liggur frammi á skrifstofu læknafélaganna. Riístjórafundur norrænna lœknablaða Arinbiörn Kolbeinsson sat fund ritstjóra nor- rænna læknablaða, sem haldinn var í Sande- fiord i Noregi 28.—31. mai 1973. Á þessum fundi var rætt um brot, leturgerð og efnisval læknarita. Einnig urðu talsverðar umræður um fjármögnun. auglýsingaverð o.fl. Töldu fundarmenn eðlilegt, að læknafélögin legðu tímaritunum til nokkurt fé og færðu fyrir því tvær ástæður: Auglýsingar eru ekki nægilega tryggur fjárhagslegur grundvöllur og lækna- tímaritum ber að sýna meiri virðingu en svo, að bau lifi á auglýsingum eingöngu. Niðurstaða fundarins var sú. að læknatíma- ritin ættu fyrst og fremst að vera málgögn læknasamtaka og fræðslurit jafnframt um fag- leg efni. gefa félagslegar unplýsingar og stuðla að framhalds- og viðhaldsmenntun iækna. Itarleg skýrsla um þennan fund liggur frammi á skrifstofu læknafélaganna. Afmœlishóf Det medfcinske selskap i Köbenhavn Guðjón Magnússon sat afmælishóf Det medi- cinske selskap i Köbenhavn dagana 13.—14. október 1972. Var þá fagnað 200 ára afmæli félagsins. World Conaress of Medical Education Tómas Árni Jónasson sat dagana 25.—29.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.