Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 10
286 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 staflega marklausar, nema í þeim tilfellum þar sem klínískir endapunktar eru skoðaðir í þús- undum sjúklinga. Bláæðamyndataka (ven- ografia, phlebografia) er áreiðanlegust til greiningar bláæðasega (1,5). Allar aðrar grein- ingaraðferðir eru miðaðar við venografíu og engin stungulaus (non-invasive) aðferð greinir alla sega sem greinast á bláæðamynd. Aðrar greiningaraðferðir bregðast þannig oft í ein- kennalausum sjúklingum ef segi er fjærlægur (distalt) við hnésbótarbláæð (v. poplitea) og greina þar að auki ekki alltaf nærlæga (proxim- al) sega (1). Þannig mistókst greining 62% nær- lægra einkennalausra djúpra bláæðasega með Doppler ómunarprófi í nýlegri rannsókn á skurðsjúklingum (6). Phletysmografía van- greinir um það bil 50% einkennalausra nær- lægra sega samkvæmt nýlegum rannsóknum (1,7). Þrátt fyrir vissar efasemdir um fullnægj- andi rannsóknir, virðist upptökupróf á geisla- merktu fíbrínógeni (radiolabeled fibrinogen uptake test, RFUT) vera all áreiðanlegt til greiningar blóðsega í kálfum og nærlægt við kálfa í flestum skurðsjúklingum (næmi 93%, jákvætt spágildi 80%), en undanskildir eru þó sjúklingar með mjaðma- eða neðri útlims áverka/aðgerðir, þar sem fölsk jákvæð svör eru algeng (8). í þeirri úttekt á meðferðarmöguleikum sem hér birtist, eru tíðnitölur á djúpum bláæðaseg- um byggðar á rannsóknum sem beittu bláæða- myndatöku (eða RFUT skimprófi sem fylgt var eftir með bláæðamyndatöku til staðfesting- ar jákvæðu prófi) í rannsóknum á meðal- áhættu sjúklingum (moderate risk). Undir það falla flestar stærri aðgerðir í almennum skurð- lækningum (sjá síðar). Tíðnitölur um bláæða- sega í háirri-áhættu sjúklingum (high-risk) það er einkúm beinaskurðlækningum neðri útlima, byggja eingöngu á rannsóknum þar sem allir sjúklingV voru skimaðir með bláæðamynda- töku. Skilgreining á áhættu Þar sem skyndidauði, önnur bráð einkenni vegna bláæðasega og lungnareks og þrálátur bláæðalokusjúkdómur (postphlebitic synd- rome) verður í þekktum hlutfallslegum fjölda sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerðir, hefur fyrirbyggjandi meðferð af ýmsu tagi verið beitt, en hér verður einkum fjallað um árangur lyfjafræðilegra aðferða. Hafa fjöl- margar rannsóknir verið gerðar með saman- burði á lyfleysu (placebo) og ýmsum blóðþynn- ingaraðferðum sem hafa leitt í ljós verulegan ávinning af fyrirbyggjandi meðferð. Avinning- ur er þó mismikill, annars vegar eftir því hvaða aðferð er beitt og hins vegar eftir áhættuhóp- um. Áhættuhópum bláæðasegasjúkdóms er lýst í töflu I. Áhættan er háð annars vegar lengd og eðli skurðaðgerðar, og hins vegar aldri og almennri heilsu sjúklingsins. I töflunni er áhættuhópum skipt í þrjá, það er lág-, með- al- og hærri- áhættu (Low, Moderate og High Risk Groups) (9-13). Þeirri alhæfingu er beitt við úttektina, að reikna megi með svipuðum ávinningi sega- varna á alla sjúklinga innan hvers áhættuhóps og að lækkuð tíðni djúpra bláæðasega leiði til fækkunar dauðsfalla og annarra afleiðinga segamyndunar. Er það gert til einföldunar ráð- legginganna, en ekki liggja í öllum tilvikum fyrir sjálfstæðar rannsóknir á öllum meðferðar- möguleikum innan hvers áhættuhóps. Vilji læknar hins vegar eingöngu beita meðferð sem gefur sannanlega bestan árangur samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknum undir sérhverjum kringumstæðum, er bent á yfirlitsgrein THRIFT Consensus Group (10), en þá yrði stundum beitt gömlum aðferðum í þeim tilvik- um þar sem nýjar rannsóknir liggja ekki fyrir. Enda þótt úttektin byggi mest á mælanlegri minnkun á djúpum bláæðasegum er nauðsyn- legt að skýrt komi fram að alvarlegustu afleið- ingum bláæðaseganna, dauðsföllum vegna lungnareks, fækkar um nálega 70% með fyrir- byggjandi lyfjameðferð, hvort heldur er dextr- an, lágskammta heparín, smáheparín eða warfarín (12,14). Fyrirbyggjandi meðferðarmöguleikar Tafla II er úttekt á framskyggnum saman- burðarrannsóknum á tíðni djúpra bláæðasega í meðaláhættu sjúklingum sem gengust undir aðgerðir á brjóstholi, kviðarholi eða grindar- holi (15-30). Greiningin var alltaf byggð á hlut- lægri mælingu, það er annað hvort RFUT skimun, þar sem jákvæð próf voru staðfest með bláæðamyndatöku, eða skimun með bláæðamyndatöku. Áhætta án fyrirbyggjandi meðferðar er vel þekkt í þessum sjúklingahópi (20-30%) (12,31) og þess vegna eru lyfleysur- annsóknir sjaldan gerðar á seinni árum. Sam- kvæmt töflu II virðist árangur af dextran 70 heldur lakari en af lágskammta heparíni sem er í samræmi við rannsókn Clagett (31). I sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.