Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 17

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 293 Inngangur Þótt íslendingum hafi fjölgað mest í elstu aldurshópunum á undanförnum áratugum, hafa rannsóknir á sviðum öldrunarfræðinnar verið fáar. í heimildaskrá (með yfir 1300 titl- um) um öldrunarmál á íslandi til ársins 1989, kemur í ljós að þar er að finna sárafáar þýðis- rannsóknir sem taka til almenns heilsufars, sjúkdómatíðni, færni eða félagslegra þátta meðal elstu aldurshópanna (1). Eitt af stærstu framfaraskrefum þekkingar- öflunar í læknisfræði á þessari öld hafa verið faraldsfræðilegar þýðisrannsóknir. Rannsókn- arstöð Hjartaverndar hefur haslað sér myndar- legan völl á þeim vettvangi, en þýðisrannsókn Hjartaverndar hófst árið 1967 og tók til aldurs- hópa sem þá voru 34-61 árs (2). Rannsóknin er bæði þversniðs- og langtímarannsókn og var því ljóst að langt yrði að bíða eftir niðurstöðum er tækju til eldra fólks. Það þótti því nauðsynlegt að gera úrtaks- könnun sem nokkurs konar forkönnun, meðal elsta fólksins, til þess að kanna heilsufars- ástand, meta helstu áhættuþætti og skapa grundvöll til samanburðar við síðari tíma nið- urstöður langtímarannsókna, ef gerðar yrðu. Jafnframt væri hægt að fá innsýn í notagildi staðlaðrar hönnunar hóprannsóknar fyrir aldr- aða og afla mikilvægra upplýsinga um þá kyns- lóð sem hverfa mun af sjónarsviðinu á næstu árum. Efniviður og aðferðir Rannsóknin tók til íbúa Reykjavíkur 80 ára og eldri. Tekið var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá frá 1. desember 1981 með þeim hætti að valdir voru 10 einstaklingar á hverju fæðingarári 1887 til 1902 og 20 einstaklingar fæddir 1886 eða fyrr. Heimtur á tilviljunarúrtaki 170 Reykvíkinga 80 ára og eldri úr Þjóðskrá 1. desember eru sýndar á töflu I. Þegar til átti að taka reyndust 22 þeirra látnir og féllu því úr úrtakinu. Boðað- ir voru 148 manns, 46 karlar og 102 konur. Af þeim hópi voru 106 manns (37 karlar og 69 konur) rannsakaðir og voru 74 skoðaðir á Rannsóknarstöð Hjartaverndar en 32 í heima- húsi. Þeir sem ekki voru rannsakaðir reyndust 42 en 10 þeirra fundust ekki við ítarlega leit, 13 dvöldu á sjúkrahúsi og 19 neituðu þátttöku. Heimtur reiknast því 72%. Urtakshópnum var sent kynningarbréf frá Hjartavernd og boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttakendur voru þvínæst heimsóttir af félags- fræðingi (ÞA) og úthlutaði hann þeim tíma hjá Hjartavernd, sem treystu sér að ferðast í sér- stökum leigubíl. Aðrir sem vildu taka þátt í rannsókninni en komust ekki, voru skoðaðir af lækni (AJ) í heimahúsi. Farið var eftir stöðluð- um aðferðum Hjartaverndar með söfnun upp- lýsinga úr Þjóðskrá, spurningalista og ýmsum rannsóknum (sjúkraskrá I) sem og læknisskoð- un (sjúkraskrá II) sem féll saman við skoðun I þegar um vitjun var að ræða (3). Fylgt var eftir stöðluðum aðferðum Hjarta- verndar við skrásetningu atriða úr Þjóðskrá, útfyllingu spurningalista eftir því sem við varð komið og framkvæmd líkams-, blóð- og þvag- efnamælingar auk læknisskoðunar. Við vitjan- ir í heimahús varð ekki komið við röntgen- myndatöku af lungum og blóðþrýstingur var einungis mældur í það skiptið og ekki oftar. Hinn aldraði var hins vegar ýmist fastandi eða meira en tvær klukkustundir liðnar frá inntöku matar þegar blóðsýni voru tekin. Að öðru leyti var framkvæmd rannsóknarinnar með líkum hætti og venja ber til. Við ákvörðun á sjúkdómatíðni var farið eftir sjúkdómsgreiningum í staðlaðri tölvuútskrift eftir greiningarlyklum Hjartaverndar (sjúkra- Tafla I. Tilviljimarúrtak 170 Reykvíkinga 80 ára og eldri úr Pjódskrá 1. des. 1981 Vanheimtur Heimtur Aldur Dánir Fundust ekki Neituðu Á sjúkrahúsi Vitjanir Hjartavemd Ka Ko Ka Ko Ka Ko Ka Ko Ka Ko Ka Ko 80-84 1 3 0 2 1 6 0 2 1 2 12 21 85-89 1 3 0 4 2 7 3 0 1 6 9 15 90-94 4 3 1 1 1 2 0 3 9 9 3 12 95+ 2 5 1 1 0 0 0 5 0 4 2 0 Samtals 8 14 2 8 4 15 3 10 11 21 26 48 Reiknast ekki: 22 Taka ekki þátt: 42 Þátttakendur: 106 Hlutfall 72%

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.