Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 20
296 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tafla IV. Tíðni sjúkdómsgreininga meðal aldraðra. Aldrað fólk í Reykjavík, 80 ára og eldra, utan sjúkrahúsa. Sjúkdómsgreiningar — raðað eftir algengi meðal kvenna Algengi Konur % Karlar 1. Grunur um sykursýki 43 21 2. Offita 42 30 3. Háþrýstingur — efri mörk 38 32 4. Kalk í ósæð 23 24 5. Hjartsláttartruflun og greinrof 20 39 6. Blóðþurrð 19 11 7. Liðagigt 19 14 8. Elliglöp 17 8 9. Gláka (grunur) 17 11 10. Lausheldni á þvag 16 24 11. Hækkað kólesteról 15 5 12. Þvagfærasýking 13 3 13. Göngutæki 15 14 14. Æðahnútar 12 8 15. Hækkuð þríglýseríð 12 3 16. Örvefur í lungum, þemba, berkjukvef 10 28 17. Bráð þvaglátaþörf 10 8 18. Geðlægð, kvíði 9 5 19. Blóðmiga 7 19 20. Erfið þvaglát 7 19 21. Blinda 7 3 22. Tíð þvaglát 6 16 23. Bakverkir, beingisnun 6 14 24. Eftirstöðvar slags 6 5 25. Riða 6 8 26. Heyrnardeyfa 6 8 27. Hjartaöng 4 5 28. Harðlífi 4 14 29. Vinstri hjartastækkun 3 3 30. Blóðþurrðarhelti 3 14 31. Langvinn nýrnabilun 3 5 32. Lausheldni á saur 3 3 33. Eftirköst mjaðmarbrots 3 5 34. Svimi — yfirlið 3 8 35. Hækkaö sökk 3 3 36. Kransæðastífla (gömul) 2 22 37. Vélindisbólga vegna bakflæðis 2 0 38. Kviðslit 2 8 39. Sóri 2 0 40. Aðrar greiningar 23 16 Alls voru skráðar yfir 40 mismunandi sjúk- dómsgreiningar (heilsuvandi) og er þeim raðað eftir algengi meðal kvenna í töflu IV. Talsverð- ur kynjamunur er á sjúkdómsgreiningum þar sem konur greinast oftar með truflanir á fitu- efnaskiftum, æðahnúta og glöp en karlar oftar með kransæðasjúkdóm, bakverki, þembu og þvagvandamál. Tölfræðilega marktækur mun- ur fæst þó aðeins á tíðni sykursýki, kransæða- stíflu og blóðþurrðarhelti á milli kynjanna (p < 0,05). Við athugun á Horfinnaskrá Hagstofu ís- lands í árslok 1988 komu í ljós nöfn 71 einstak- lings sem látist hafði en 35 voru á lífi. Samband á milli dánartíðni og einstakra breytistærða, án leiðréttingar vegna annarra breytistærða (uni- variate) er sýnt í töflu V. Þar sést að aldur, sökk og kólesteról hafa marktækt forspárgildi. Dánartíðni eykst með hækkandi aldri og hækk- andi sökki en lækkar með hækkandi kólester- óli. Breytistærðir sem reyndust hafa marktækt forspárgildi um dánartíðni þegar leiðrétt hafði verið fyrir öðrum sterkari þáttum (multivari- ate) eru sýndar í töflu VI. Sést þá að sökk hefur dottið út sem sjálfstæður þáttur en þríglýseríð komið í staðinn. Meðalgildi kólesteróls var 234,7 mg/dl með- al þátttakenda og fer lækkandi með hækkandi aldri eins og sýnt er í töflu VII. Sex árum síðar voru 35 einstaklingar á lífi og var meðalgildi kólesteróls þeirra 248,8 mg/dl. Alls létust 47 manns á fyrstu þremur árurn frá upphafi rann- sóknar og höfðu þeir haft meðalgildi kólester- óls 227,7 mg/dl. Næstu þrjú árin þar á eftir létust 24 og var meðalgildi kólesteróls 257,5 mg/dl (tafla VIII). Kólesteról mældist 160 mg/dl eða lægra með- al sex kvenna og fimm karla. Meðalaldur þeirra allra var um 90 ár við komu í rannsókn- ina. Þrír karlar og tvær konur létust úr lungna- bólgu, þrjár konur úr kransæðastíflu en aðeins einn karl úr krabbameini (tafla IX). Frarn kemur að kólesteról, þríglýseríð og aldur hafa marktæk forspárgildi um lifun. Gagnstætt því sem þekkt er um yngri aldurs- hópa eykst lifun (dánartíðni lækkar) með hækkandi kólesterólgildum. Með hækkandi aldri styttist lifun eins og við var búist og með hækkandi þríglýseríði styttist lifun einnig. Skil Þessi úrtakskönnun var gerð á fólki 80 ára og eldra með búsetu á Reykjavíkursvæðinu sem ekki lá á sjúkrahúsum þegar úrtakið var valið. Rannsóknin var framkvæmd til þess að afla vitneskju um heilsufar og félagslega stöðu elstu aldurshópa íslendinga, finna sjúkdómatíðni þeirra og áhættuþætti. Jafnframt var rannsókn- in ætluð sem undanfari síðari langtímarann- sókna þegar aldurshópar úrtaks Hjartaverndar næðu santa aldri. Einn sterkasti áhættuþátturinn fyrir krans- æðadauða er hátt kólesteról í blóði (5). Meðal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.