Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 22

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 22
298 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Rannsókn okkar á öldruðu fólki utan sjúkra- húsa sýndi öfugt samband á milli kólesteról- gilda í sermi og dánartíðni. Þegar athuguð eru sérstök gildi kemur í ljós að kólesterólgildi 300 mg/dl meðal aldraðra lækkar dánaráhættu um 55% miðað við 200 mg/dl. Væri þetta framkall- að með lyfi eða annarri lækningaaðgerð þætti árangur góður. Þetta öfuga samband dvínar eftir því sem frá líður mælingunni. Ekki þarf að vera beint samband á milli dán- artíðni og kransæðakölkunar. Meðal níræðra Islendinga, sem krufnir voru á fimmta og sjötta áratugnum, var kransæðakölkun algengari en dauði af völdum kransæðastíflu sjaldgæfari borið saman við sjötuga einstaklinga (12). Á sama hátt greindist krabbamein oftar meðal níræðra þótt það kæmi sjaldnar fyrir sem dán- arorsök (13). Aðrar þýðisrannsóknir hafa sýnt fram á öfugt samband á milli kólesteróls í sermi og krabbameins einkum meðal þeirra sem ekki reykja (11,14,15). Þetta hefur þó ekki fengist staðfest hjá öllum (16,17). Það er þó hugsanlegt að krabbamein séu oftar dulin meðal háaldraðs fólks eins og fram kom í krufningsrannsókn- inni (13) en ekki í okkar rannsókn sem byggir á klínískum sjúkdómsgreiningum. Bæði Framingham og Honolulu rannsókn- irnar hafa sýnt fram á náið samband á milli kólesterólgilda í sermi og tíðni kransæðasjúk- dóma meðal miðaldra fólks (18,19). Margar rannsóknir hafa sýnt að með því að lækka kó- lesteról í sermi með lyfjum hjá miðaldra fólki er hægt að lækka til muna áhættuna á krans- æðaáfalli eða tölulega að 10% lækkun á kól- esteróli minnkar áhættu á kransæðaáfalli um 22%. Spurningin er um hina öldruðu (20). Gagnast þeim kólesteróllækkandi meðferð? Hve lengi á miðaldra fólk að halda áfram með- ferð? Myndast hækkuð blóðfita hjá öldruðum og þá með hvaða hætti? Eru þeir sem ná mjög háum aldri með hækkaða blóðfitu öðruvísi en þeir sem deyja yngri að árum? Rannsókn á 85 ára fólki í Tampere árið 1982 sýndi J-laga samband á milli kólesteróls í sermi og dánartíðni á fimm árum. Hæst dánartíðni kom fram meðal karla með kólesterólgildi > 6 mmól/1 og kvenna með kólesteról > 8 mmól/1. Beint öfugt samband fannst á milli HDL í sermi og dánartíðni (21). í okkar rannsókn var HDL ekki mælt en margt bendir til að HDL geti verið markvissari áhættuþáttur en heildar- kólesteról í sermi. Eldri rannsóknir Hjarta- verndar hafa sýnt að spágildi heildarkólester- óls í blóði fyrir kransæðadauða og heildardán- artíðni er sterkt á þann veg að dánartíðni vex með hækkandi kólesteróli (5,22). Rannsókn á eldri aldurshópum er enn ekki lokið en fyrstu niðurstöður eru væntanlegar á næstu árum. Á sama tíma bendir flest til þess að kransæða- dauði fari lækkandi (22) eða flytjist yfir á efri aldursár. Kólesteról er nauðsynlegt fyrir starfsemi allra frumna auk þess að vera byggingarefni í frumuveggjum. Kólesteról hefur áhrif á sveigj- anleika frumuveggsins, gegndræpi hans, efna- skipti um frumuhimnur, merkjakerfi og fleira. Kólesteról er forefni fyrir alla fimm flokka sterahormónanna. Það hefur áhrif á nýmynd- un sykurs og á ónæmiskerfi. Burðarefni kólest- erólsins, lípópróteinin, eru jafnframt burðar- efni fyrir fituleysanleg vítamín, afildunarefni, ýmis lyf og eiturefni. Kólesteról er því almennt mjög mikilvægt efni fyrir líkamann auk þess að gegna sérhæfðum störfum í efnabúskapnum. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði má líta á aldrað og einkum háaldrað fólk sem náttúruval hreystimenna. Þeir sem með erfðum og ættar- fylgju höfðu tilhneigingu til að fá hækkaða blóðfitu og kransæðasjúkdóma, eru ekki lík- legir að ná háum aldri. Gildi kólesteróls í sermi sem áhættuþáttar fyrir aldrað fólk gæti haft aðra þýðingu og meðferð þessa áhættuþáttar þarf því frekari skoðunar við. Það er því brýn þörf á að rannsaka nánar líffræði og fituefna- skipti aldraðs fólks. Ný þekking verður til þess að skjóta stoðum undir fyrirbyggjandi aðgerðir og lækningar á öldruðum. HEIMILDIR 1. Öldrunarmál á Islandi. Heimildaskrá LYKILL. Rit um Bókfræði. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1990. 2. Samúelsson S. Heilsufarsrannsóknir Hjartaverndar. Hjartavernd 1977; 14(1); 12-5. 3. Björnsson O, Ólafsson Ó, Sigfússon N. Greiningarlyklar o. fl. Skýrsla I. Hjartavernd 1970. 4. Statistics and Epidemiology Research Corporation. EGRET reference manual. Seattle: SERC, 1990. 5. Þorgeirsson G. Davíðsson D, Sigvaldason H, Sigfússon N. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á íslandi. Niðurstöður úr hóprannsókn Hjarta- verndar 1967-1985. Læknablaðið 1992; 78: 267-76. 6. Björnsson OJ, Davíðsson D, Filippusson H, Sigfússon N, Thorsteinsson T. Serum total cholesterol and trigly- cerides in Icelandic males aged 41-68 years. Health Sur- vey in the Reykjavík Area. Report C XXVII 1987. 7. Cohen DL. Cardiovascular disease and high cholesterol in old age. Rev Clin Gerontol 1992; 2: 1-2. 8. Forette B, Tortrait D, Wolmark Y. Cholesterol as a risk factor for mortality in elderly women. Lancet 1989; i: 868-70. 9. Winawer SJ, Flehinger BJ, Buchalter J, Herbert E,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.