Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 32

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 32
306 LÆKNABLAÐIÐ 1994: 80 Table V. Relative riskforemployed women compared to men of seeking medical carefor carpal tunnelsyndrome within various occupational groups. Occupational groups Relative risk 95% confidence interval Upper Lower Legislator, seniors and managers — — — Professionals 3.22 6.44 1.61 Technicians and associated professionals 1.10 6.11 0.20 Clerks 1.03 12.10 0.09 Service workers, shop and market sales workers 0.99 4.78 0.21 Skilled agricultural and fishery workers 0.90 6.84 0.13 Craft, related trades workers 2.36 3.39 1.65 Plant and machine operators 0.22 1.41 0.03 Elementary occupations 0.96 4.65 0.20 Adjusted summary 2.06 2.99 1.42 karlar og konur í stjórnendastörfum og karlar í sérfræðingastétt í þessari rannsókn. Hins vegar er fjöldi kvenna og karla í bænda- og fiski- mannastétt og iðnaðarverkakvenna miklu meiri í okkar rannsókn miðað við samanburð- arhópinn (tafla IV). I heildina eru konur á vinnumarkaði meira en tvöfalt líklegri en karlmenn til að leita lækn- is vegna miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum (tafla V). Mjög athyglisvert er að hlutfallsleg áhætta kvenna með tilliti til miðtaugarfergis í úlnliðsgöngum er mismikil eftir starfsstéttum. Pannig er áhættan í raun nokkuð jöfn meðal karla og kvenna nema í hópi iðnverkakvenna og kvenna í sérfræðingastétt, þar sem áhættan er meir en tvöfalt aukin (tafla V). Fjöldinn í síðastnefnda hópnum er þó það lítill að varla er hægt að draga ályktun af því. Fiskverkunar- konur voru fjölmennastar í hópi kvenna í iðn- aðarstétt í okkar rannsókn eða 71%. Þessi nið- urstaða sýnir nauðsyn þess að athuga nánar starfsaðstöðu og vinnuumhverfi þessara kvenna til þess að sannreyna að orsökina fyrir þessum mun sé að finna þar en ekki eingöngu í kynferði. Umræða Eins og í öðrum rannsóknum á miðtaugar- þvingun í úlnliðsgöngum eru konur fjölmenn- ari í þessari rannsókn, eða 63%, með kynja- hlutfall 1,7:1. Það er svipað og í sumum athug- unum (1,7) en verulega lægra en í öðrum þar sem hlutfallið milli kynja var frá 3:1 upp í 3,7:1 (2,8,9). Samkvæmt afturvirkri rannsókn, þar sem tíðni var athuguð sérstaklega, er nýgengi mið- taugarþvingunar í úlnliðsgöngum um 99/ 100.000 á ári fyrir bæði kyn. Tíðnin jókst hjá karlmönnum með aldri og náði hámarki um 75 ára aldur en var hæst hjá konum á aldrinum 45-54 ára (9). Miðað við aðrar rannsóknir er fjöldi ungra einstaklinga óvenju mikill í þessari rannsókn (1,2,7,8). í rannsókn frá Lundi í Svíþjóð á 400 einstaklingum var meðalaldur 53 ár og voru 14,5% sjúklinga yngri en 40 ára og 61% á aldr- inum 40 til 60 ára (8) og í annarri rannsókn (7) voru 20,8% yngri en fertugir en 62% á aldrin- um 40 til 60 ára. Samskonar aldursdreifing hjá okkur er 35% sjúklinga undir 40 ára aldri og 40% á aldrinum 40 til 60 ára. Ólíkt okkar rann- sókn er efniviður þessara tveggja rannsókna sjúklingar sem skurðaðgerð var framkvæmd á í öllum tilvikum, sem gæti útskýrt að hluta þennan mun á aldursdreifingu (7,8). Efniviður rannsókna Phalens (1,2) er þó sambærilegur við okkar hvað þetta varðar, þó er fólk yngra en fertugt tvisvar til þrisvar sinnum fjölmenn- ara hjá okkur. Nærtækasta skýringin á þessum mun á aldursdreifingu er aðgengilegri læknis- þjónusta hér á landi, það er að segja að fólk leitar fyrr læknis. Til að athuga þetta var hægt að bera saman við okkar niðurstöður tíma- lengd einkenna hjá báðum kynjum í tveimur rannsóknum þar sem verulegur munur fannst á aldursdreifingu við greiningu (1,2), en þær eru nánast eins. Aldursdreifing okkar hóps er þó líkari því sem var í Rochester faraldsfræðirannsókninni (9) þar sem þetta var sérstaklega athugað hjá 1016 einstaklingum á 20 ára tímabili. Hér var meðalaldur 49,8 ár hjá körlum og 51 ár hjá konum. Þó eru 42,5% sjúklinganna yngri en 45 ára hjá okkur samanborið við 35% hjá þeim og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.