Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 34
308 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 um, ólíkt stoðvefs(nær)verk, sem lagast oftast við hreyfingarleysi efri útlims (18). Sé engin önnur orsök fyrir slæmum nærverk en mið- taugarþvingun í úlnliðsgöngum skyldi íhuga meðferð við taugarferginu (17). Flestir taugaþræðir sjálfráða taugakerfisins í hendi fylgja miðtaug (1) og því ætti truflun á starfsemi þessa kerfis í miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum ekki að undra neinn (19). Raynaudsfyrirbæri í miðtaugarþvingun í úln- liðsgöngum getur stafað af þrýstingi á taugina og þarf ekki að vera einkenni sjúkdómsins sem orsakar taugarfergið (19). Algeng orsök miðtaugarþvingunar í úlnliðs- göngum er þykknun og örvefsmyndun í sina- slíðri löngu fingurbeygjaranna bæði sem sér- hæfð bólga, til dæmis í iktsýki, og ósérhæfð bólga sem fylgir ýmsum bandvefskvillum (1,2,8,20) og stafar af þykknun á sinaslíðrum. Önnur orsök er handavinna sem krefst lang- varandi og/eða síendurtekins grips og klips með úlnlið í beygju (21) til dæmis að aka bif- reið, prjóna, skrifa og halda á bók til lesturs. í þessari handarstellingu þrýsta sinar löngu fing- urbeygjaranna tauginni upp að úlnliðsþver- bandi (21). Orsökum og samverkandi kvillum sem lýst er í þessari rannsókn (tafla III) hefur áður verið lýst í tengslum við miðtaugarþving- un í úlnliðsgöngum (1,2,7,8) nema kopar- hrörnun (Wilson’s disease), hnakkataugar- verki og heilkenni Tourettes, enda eru þau eflaust ekki í neinum tengslum við taugarferg- ið. Þessi rannsókn styður þá kenningu að aukin handavinna stuðli að miðtaugarþvingun í úln- liðsgöngum eða auki hana (tafla I og IV). Þó er ekki hægt að fullyrða út frá þessum niður- stöðum hvort miðtaugarþvingun í úlnliðsgöng- um sé atvinnusjúkdómur. Annar möguleiki er að fólk í starfi, sem útheimtir notkun handa, leiti frekar til læknis með einkenni sín. Þessi störf gætu aukið einkenni meinsemdar sem þegar er til staðar. Efniviður þessarar rannsóknar eru sjúkling- ar sem eru sjúkdómsgreindir af lækni (M.P.H.), sem framkvæmir taugalífeðlisrann- sóknir á læknastofu og þess vegna er ekki hægt að alhæfa neitt um aldurs- og kynjaskiptingu, atvinnu og einkenni. Þetta er háð aðgengi sjúklinga að lækninum og vilja þeirra til að snúa sér til hans. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er erfitt að lýsa dæmigerðum sjúklingi með mið- taugarþvingun í úlnliðsgöngum. Hann kvartar um dofa og/eða pínudofa í hendi sem hann staðsetur oftast í öllum fingrum handarinnar. Þó útilokar engin sérstök staðsetning dofans sjúkdómsgreininguna. Sé sjúklingurinn með verk eru helmingslíkur á að verkurinn sé einnig utan handarsvæðis. Miklar líkur eru á að hann kvarti um klaufsku og/eða máttleysi án þess að vöðvamáttleysi finnist við skoðun. Líklegra er að skoðun leiði í ljós skyntruflun og eru aðeins 50% líkur á að hún sé í sérkennandi miðtaugar- skyndreifingu. Phalen og Tinel tákn, ásamt öðrum framkallandi prófunum, eru eflaust gagnslítil (13). Við skoðun reyndist talsvert innan við helmingur handa í rannsókninni vera með dæmigerða staðsetningu einkenna um miðtaugarskaða við úlnlið. Að okkar áliti eru nætureinkenni mest sérkennandi fyrir taugar- fergið. Samkvæmt þessu er erfitt að greina miðtaug- arþvingun í úlnliðsgöngum með því að styðjast eingöngu við einkenni. I einni rannsókn voru 20,5% sjúklinga meðhöndlaðir við hálstauga- rótaskemmd, oft í mörg ár, áður en árangur náðist loks með skurðaðgerð við miðtaugar- þvingun í úlnliðsgöngum (8) og í öðrum rann- sóknum voru 15-20% sjúklinga meðhöndlaðir við öðrum kvillum áður en þeir voru rétt sjúk- dómsgreindir með miðtaugarfergið (7,20). Sjúklingum, sem grunaðir eru um miðtaug- arþvingun í úlnliðsgöngum, á að vísa í tauga- leiðingarannsókn og vöðvarafrit til að stað- festa sjúkdómsgreininguna áður en meðferð er hafin. Nauðsynlegt er að athuga tíðni miðtaugar- þvingunar í úlnliðsgöngum á íslandi og sam- band taugarfergisins við atvinnu og tóm- stundaiðkun sjúklinganna nánar í framvirkri rannsókn. Þakkir Við viljum þakka öllum þeim kollegum sem vísuðu sjúklingum til greiningar og meðferðar og gerðu þessa rannsókn þar með mögulega, starfsfólki læknabókasafns Landspítalans fyrir leit að heimildum, Rakel E. Jónsdóttur fyrir ritvinnslu, Ómari Harðarsyni deildarsérfræð- ingi á Hagstofu íslands fyrir gögn og aðstoð varðandi starfsstéttaflokkun Islendinga, Dr. Jóni Skaptasyni PhD. fyrir yfirlestur greinar- innar og mörgum öðrum sem voru okkur innan handar. Styrkur úr starfslaunasjóði sjúkrahús- lækna gerði þessa rannsókn mögulega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.