Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 43

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 315 sóknin sem þeir hefðu átt að byggja á hafi ekki verið forsvaranleg!! I svari sínu endurtaka höfundar einnig órök- studda athugasemd sína um ónauðsynlegar rannsóknir á börnum á Barnaspítala Hrings- ins. Þeir kannast ekki við að þetta hafi verið fullyrt, en segja að um ályktun hafi verið að ræða. En rökstuðning vantar enn sem fyrr. I því sambandi má benda á, að með samanburði við grein þeirra félaga má ef til vill álykta, að pokaþvagsræktanir hafi verið jákvæðar frá 60- 70 börnum á Barnaspítala Hringsins á 12 mán- uðum árið 1991. Ef aðeins 23 þeirra gengust undir frekari rannsóknir má ef til vill einnig álykta, að eitthvað annað en jákvæð poka- þvagsræktun hafi legið til grundvallar ákvörð- un um frekari rannsóknir. í framhaldi af því má ef til vill spyrja: Hvernig er hægt að fullyrða eftir á (retrospective) að umrædd börn hafi ekki haft þvagfærasýkingar sem réttlættu frek- ari rannsóknir? Höfundar telja að gagnrýni undirritaðs á grein þeirra hafi einkum beinst að því, að ekki var leitað eftir samstarfi við sýklarannsókna- deild Landspítalans. Þetta er ekki allskostar rétt, en óneitanlega telur undirritaður að líkur hefðu aukist á því að nýtilegar niðurstöður hefðu fengist, ef það hefði verið gert. Hann telur raunar sjálfsagt, að ef birta skal opinber- lega samantekt á niðurstöðum „rútínu" rann- sókna, sé í það minnsta leitað umsagnar þeirra sem framkvæmdu rannsóknirnar. Athugasemdir við svar ritstjóra Læknablaðsins Sé undirritaður óánægður með svör höfunda er hann þó hálfu ósáttari við frammistöðu rit- stjóra Læknablaðsins. í tvígang birta þeir töl- fræðilega útreikninga á niðurstöðum rannsókna sem ekki voru framkvæmdar. í tvígang birta þeir órökstudda gagnrýni á störf starfsbræðra sinna. Læknar eru ef til vill hættir að kippa sér upp við hlutdræga umfjöllun um störf þeirra, en hér höpgva þeir er hlífa skyldu. I svari sínu virðist ritstjóri blaðsins líta svo á að undirritaður hafi krafist eignarhalds á þeim rannsóknaniðurstöðum sem birtar voru í títt- nefndri grein. Þó var afdráttarlaust tekið fram, að undirritaður telur rannsóknasvör sýklarann- sóknadeildar Landspítalans opinber gögn og því frjáls til umfjöllunar. Spurt var hvort það sam- rýmdist ritstjómarstefnu blaðsins að birta um- fjöllun um rannsóknir sem höfundar hefðu „ekki framkvæmt sjálfir né veríð framkvæmdar undir þeirra stjórn eða í sérstöku samráði við þá“. Hér var vísað til þess að hætta er á því, að við slíkar aðstæður hafi höfundar ekki nægilegt vald á upp- lýsingunum og skorti nægilega vitneskju um hvemig þær urðu til eða nægilega þekkingu til að túlka niðurstöðurnar. Ritstjórinn segir að farið hafi verið eftir reglum Vancouver-hópsins svo- nefnda. I nýjustu útgáfu af þeim reglum segir svo: „Any part of an articel critical to its main conclusions must be the responsibility of at least one author“ (6). Ekki verður séð að höfundar uppfylli þetta skilyrði. Þar segir einnig: „Each author should have participated sufficiently in the work to take public responsibility for the cont- ent“. Af greininni og svari höfunda má ráða að þeir uppfylla heldur ekki þetta skilyrði. Ef til vill villti það fyrir ritstjóranum, að milli línanna í athugasemd undirritaðs mátti lesa van- þóknun. Þar sem hún hefur enn aukist er rétt að fram komi hverju hún sætir. Þegar ritstjórar fá senda grein til birtingar, sem fjallar um sýklar- annsóknir, enginn höfundanna er sýklafræðing- ur og ekkert bendir til þess að þeir hafi leitað álits slíks sérfræðings, telur undirritaður sjálfsagt að ritstjórar feli sérfræðingi í greininni að lesa hana yfir fyrir birtingu. Óskiljanlegt er hvers vegna það var ekki gert í þessu tilviki. Eftir því sem næst verður komist, hafa sérfræðingar í greininni alltaf tekið shkum erindum vel og eldri dæmi em um að ritstjórar Læknablaðsins hafi komið í veg fyrir birtingu villandi upplýsinga með því að leita umsagnar viðkomandi rann- sóknastofu. Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir birtingu, Ólafur Steingrímsson, yfirlæknir sýklarannsóknadeildar Landspítalans HEIMILDIR 1. Guðnason Þ, Jónsdóttir Ó, Hreinsdóttir M. Þvagfærasýk- ingar hjá börnum — gildi pokaþvags. Læknablaðið 1994; 80: 63-8. 2. Steingrímsson Ó. Bréf til ritstjóra Læknablaðsins. At- hugasemdir við grein Þórólfs Guðnasonar, Ólafar Jóns- dóttur og Margrétar Hreinsdóttur: Þvagfærasýkingar hjá börnum — gildi pokaþvags. Læknablaðið 1994; 80:165-6. 3. Guðnason Þ. Svar við athugasemd. Læknablaðið 1994; 80: 167-8. 4. Rafnsson V. Frá ritstjóra. Vegna athugasemdar Ólafs Steingrímssonar. Læknablaðið 1994; 80: 168. 5. Kunin CM. Guides to examination of the urine and eval- uation of renal function. In: Detection, prevention and management of urinary tract infections. Philadelphia, U.S.A.: Lea & Febiger, 1970: 70. 6. International Committee of Medical Journal Editors. Uniform requirements for manuscripts submitted to bio- medical journals. Can Med Assoc J 1994; 150: 147-54.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.