Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 54
324 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 þriggja lyfja meðferð er mikilvæg til að athuga hvort tekist hefur að uppræta bakteríuna. Eft- irlit einu sinni til tvisvar fyrsta árið er ráðlegt, því endursýkingar eru algengastar á þeim tíma (34). Hjá hinum sem hafa bakteríuna áfram eftir sérhæfða meðferð kemur aðallega tvennt til greina. Annað hvort að setja viðkomandi á hefðbundna viðhaldsmeðferð til dæmis með H2-blokkara eða reyna aðra tilraun, til að upp- ræta H. pylori. Erfitt er að fullyrða nokkuð um árangur ef seinni kosturinn er valinn (10). Meðferð með claríthrómýcíni einu lyfja lofar góðu í meðferð gegn H. pylori (35). Þá hefur áhrifum ómeprazól á H. pylori verið lýst (36). Tveir af sjúklingunum sem ekki tókst að upp- ræta H. pylori hjá með DMA og síðar með DMT, voru að lokum meðhöndlaðir sam- kvæmt næmisprófi með claríthrómýcíni (Klacid) 250 mg fjórum sinnum á dag, ásamt ómeprazól 20 mg daglega í 14 daga. Hjá hvor- ugum þeirra tókst að uppræta bakteríuna. Áfram er haldið að reyna að einfalda meðferð- ina og stytta meðferðartímann (24,37). Misvís- andi niðurstöður hafa verið birtar um notkun amoxicillín og ómeprazól (10,38) þar sem tek- ist hefur að uppræta bakteríuna í um 80% til- fella þegar best lætur (39). Frekari rannsókna er þörf á nýjum lyfjasamsetningum sem hafa að geyma til dæmis ómeprazól og makrólíða eins og claríthrómýcín. Hver langtímaáhrif verða af því að uppræta H. pylori er vissulega ekki vitað en margt bendir til mjög góðs árangurs (34,40). Þá hafa endursýkingar eftir meðferð verið nokkurt áhyggjuefni en aðeins niðurstöður langtíma- rannsókna í framtíðinni munu leiða í ljós hversu mikið vandamál það verður. Niðurlag Margt bendir til þess að samband sé milli H. pylori sýkingar í maga og einnig skeifugarnar — og magasára. Ekki er að fullu sannað hvort bakterían orsakar myndun meltingarsára. Sýnt hefur verið fram á að endurkomutíðni meltingarsára hjá þeim einstaklingum, þar sem tekist hefur að uppræta H. pylori, er miklu lægri en hjá þeim sem hafa bakteríuna áfram til staðar. Áberandi er í þessari rannsókn hvað sjúk- lingar lýstu mjög ákveðið minnkandi og hvarfi meltingaróþæginda og jafnvel vellíðan þegar H. pylori var upprætt. Líðan sjúklinganna skiptir miklu máli þegar til lengri tíma er litið og hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðum meðferðarinnar. Ávinningur frá læknisfræðilegu, fjárhags- legu og þjóðfélagslegu sjónarmiði er augljós vegna þess að nú er hugsanlega fundin lækning á langvinnum sjúkdómi. Ef það reynist rétt verður að telja þetta stórmerkar framfarir í læknisfræði. Óhætt er að fullyrða að skammtímaárangur þriggja lyfja meðferðar með De-Nol, metróní- dazól og tetracýclín (DMT) er góður. Mikilvægt er að finna virka en umfram allt einfaldari meðferð gegn H. pylori, sem hefur færri aukaverkanir. í framtíðinni munu rann- sóknir beinast að þessum atriðum. Langtímaeftirlit með tilliti til endursýkinga af H. pylori og endurkomu sára er fyrirhugað næstu fimm árin hjá umræddum sjúklingum. HEIMILDIR 1. Taylor DN, Blaser MJ. Epidemiology of Helicobacler pylori infection. Epidemiol Rev 1991; 13: 42-59. 2. McKinlay AW, Upadhyhay R, Gemmell CG, Russel RI. Helicobacter pylori: Bridging the credibility gap. Gut 1990; 31: 940-5. 3. Megraud F, Lamouliatte H. Helicobacterpylori and du- odenal ulcer: Evidence suggesting causation. Dig Dis Sci 1992; 37: 769-72. 4. Dixon MF. Helicobacter pylori and peptic ulceration: Histopathological aspects. J Gastroenterol Hepatol 1991; 6: 125-30. 5. Talley NJ, Ormand JE. Is antibacterial therapy against Campylobacterpylori useful in the treatment of indiges- tion and chronic peptic ulceration? Trends Pharmacol Sci 1989; 10: 36-40. 6. Vaira D, Holton J, Barbara L. Helicobacter pylori and gastroduodenal disease. Gastroenterol Int 1991; 4: 70-6 7. Tytgat GNJ, Axon ATR, Dixon MF, Graham DY, Lee A, Marshall BJ. Helicobacter pylori: Causal agent in peptic ulcer? Working party reports of the World Con- gresses of Gastroenterology. Melbourn: Blackwell Sci- entific Publication, 1990: 36-45. 8. Parsonnet J. Helicobacterpylori and gastric cancer. Gas- troenterol Clin N Am 1993; 22: 89-104. 9. The Eurogast Study Group. An International Associ- ation between Helicobacter pylori infection and gastric cancer. Lancet 1993; 341: 1359-69. 10. Marshall BJ. Treatment strategies for Helicobacterpylo- ri infection. Gastroenterol Clin N Am 1993; 22: 183-98 11. Borody TJ, Cole P, Noonan S, et al. Recurrence of duodenal ulcer and Campylobacter pylori infection after eradication. Med J Aust 1989; 151: 431-5 12. Rauws EAJ, Tytgat GNJ. Cure of duodenal ulcer associ- ated with eradication of Helicobacter pylori. Lancet 1990; 335: 1233-5. 13. Rauws EAJ. Therapeutic attempts of eradication of Campylobacter pylori. Eur J Gastroenterol Hepatol 1992; 4: 34-40. 14. Graham DY, Börsch GMA. The who’s and when’s of the therapy for Helicobacter pylori. Am J Gastroenterol 1990; 85: 1552-5. 15. Chiba N, Rao BV, Rademaker JW, Hunt RH. Meta- Analysis of the efficacy of antibiotic therapy in eradicat-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.