Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 59

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 327 margt ábótavant. svo vægt sé til orða tekið. Hjúkrunarfólkið er fremur illa menntað og býr við mjög erfiðar félagslegar aðstæð- ur. Laun eru þar að auki svo lág að engum dettur í hug að nokk- ur manneskja geti lifað af þeim. Þar að auki koma launin stopult og seint. Vinnuaðstaðan á heilsugæslustöðvunum er einn- ig mjög erfið, og sumar hafa ekki rennandi vatn. Verður þá að ganga langa leið til næsta brunns til að fá vatn til daglegra starfa. Rafmagnsleysi er algjört nema þar sem komið hefur verið upp svokölluðum sólar- panelum sem gefa 12V rafmagn. Isskápar eru keyrðir ýmist á steinolíu eða á 12V sólarorku og gengur oft misjafnlega að halda bóluefnunum við rétt hitastig áður en til bólusetningar kem- ur. Oft er skortur á nauðsynleg- um lyfjum, sérstaklega sýkla- lyfjum. Meirihluti þeirra sem sækja sér þjónustu á heilsugæslu- stöðvarnar eru mæður með börn sín. Flestar sjúkdóms- greiningarnar eru malaría (70%), niðurgangur og lungna- bólga. Erfitt er að fá nákvæmari sjúkdómsgreiningar og í flestum tilfellum er eingöngu stuðst við klíník og sjúkrasögu. Vannær- ing er einnig algeng meðal barna þó engin hungursneyð ríki. Berklar eru mikið vanda- mál og vaxandi samhliða út- breiðslu eyðniveirunnar. Með- ferð berklasjúklinganna er erfið fyrir sjúklinginn og vandasöm fyrir hjúkrunarfræðinginn. Því gerist það því miður of oft að sjúklingarnir gefist upp áður en fullri meðferð lýkur. Aukinn viðnámsþróttur berklabakter- íunnar gegn venjulegum (og ódýrari) berklalyfjum er því verulegt áhyggjuefni og gerir alla berklameðferð erfiðari en ella þyrfti að vera. í Gíneu-Bissá er eyðniveiran HIV-2 algengari en HIV-1 veir- an og eru um það bil 8-10% full- orðinna sýktir. HIV-2 sýkingin er hæggengari en leiðir að lok- um til klínískrar eyðni. Kemur fyrir að við greinum slíka sjúkl- inga í Biombo. Meðferð þeirra er þó því miður mjög ábótavant. Beinist starf okkar því að fræðslu um sjúkdóminn og leið- ir til varnar sýkingu. Sérstak- lega er mikilvægt að sinna þess- ari fræðslu meðal hjúkrunar- fólksins sjálfs enda mikið urn innstungur á heilsugæslustöðv- unum með endurnota sprautum í daglegu starfi. Eitt er það mál sem rætt er æ meir á seinni árum, hér sem heima á íslandi, en það er hvernig heilsugæslukerfið geti fjárhagslega staðið undir sér. Heilsugæslan hefur hingað til verið ókeypis fyrir þungaðar konur og veik börn, bæði sú rík- isrekna sem sú einkarekna. Síð- ustu ár hafa verið gerðar til- Vinnufundur með forstöðufólki heilsugœslustöðvanna í Biombo. Fremst stendur gíneanski héraðslcekn- irinn Paulo Djatá.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.