Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1994, Side 64

Læknablaðið - 15.09.1994, Side 64
332 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 á að afla sér einhverrar mennt- unar um heilsugæslu í þróunar- löndunum ættu að snúa sér til Enheten för internationell barn- halsovárd, (ICH, Akademiska sjukhuset, S-751 85 Uppsala, Sverige). Á þeirra vegum eru á hverju ári haldin margs konar námskeið tengd heilsugæslu í þróunarlöndunum. Einnig gefa þeir út tímaritið NU-Nytt om ulandshalsovárd sem er dreift án kostnaðar til áskrifenda. Að auki gefa þeir árlega út bækling um öll námskeið á Norðurlönd- unum og víðar sem tengjast heilsugæslustarfi lækna og ann- ars hjúkrunarfólks í þróunar- löndunum. Lokaorð Að ofan hef ég gert stutta grein fyrir heilsugæslunni í Biombo héraðinu í Gíneu- Bissá. Vandamálin þar eru að mörgu leyti svipuð og önnur þróunarlönd eiga við að etja. Erfið efnahagsstaða þessara ríkja hefur einnig komið hart niður á heilsugæslunni og starfs- fólki þess. Fyrir mig hefur verið mjög spennandi að fá tækifæri að koma hingað til starfa á nýj- an leik eftir átta ára fjarveru. Framfarir eru augljósar á nokkrum sviðum, til dæmis er nú kominn fjöldi innfæddra lækna til starfa en þeir voru ör- fáir áður fyrr. Læknadeild með kúbanskri og nú einnig hol- lenskri hjálp hefur verið komið á laggirnar. Miðstýring heilsu- gæslunnar hefur minnkað. Ai- menn þekking hefur einnig auk- ist á grundvallaratriðum stjórn- unar þó mikið vanti ennþá á í þeim efnum. Vandamálin eru mýmörg og það eru mér forrétt- indi að fá að vera þátttakandi í úrvinnslu þeirra. Quinhamel 12 júlí 1994 Hreint vatn er grundvallarskilyrði fyrir heilbrigði. Góður brunnur í hvert þorp er markmiðið. Mynd: UNICEF/G. PIROZZI. Heimilisfang í Gíneu-Bissá: Svíðþjóð: Projecto DCA/Biombo Apartado 06 1004 Bissá Códex Guinea-Bissá Bréfsími: +245-201673 eða 252343 Sorögatan 59 S-164 41 Kista Sverige Bréfsími: 46-8-7794022

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.