Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 75

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 343 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN SÓLVANGI 220 Hafnarfjörður Staða heilsugæslulæknis Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina Sólvangi í Hafnarfirði er laus til umsóknar frá 1. desember 1994. Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar sinna íbúum Hafnarfjarðar og Bessa- staðahrepps. Verkefni eru samkvæmt ákvæðum í lögum og reglugerðum um heilbrigðisþjónustu. Starfið er unnið í teymisvinnu og samskiptaskráning fer fram í tölvuvæddri sjúkraskrá. Vegna kennslu og rannsóknarskyldu stöðvarinnar á vegum Háskóla íslands, eru kennsla og vísindastörf mikilvægir þættir starfsins. Óskað er eftir lækni með sérfræðiréttindi í heimilislækningum. Lögð er áhersla á reynslu við rannsóknarstörf. Umsóknarfrestur er til 15. september 1994. Eyðublöð liggja fyrir á skrifstofu landlæknis. Umsókn, ásamt ítarlegum upplýsingum um starfsferil, kennslu, vísindastörf og ritverk sendist til framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi, 220 Hafnarfirði. Guðmundur Sverrisson, yfirlæknir Frá Norræna heilbrigðis- háskólanum Upplýsingar um framhaldsmenntun- arnámskeið, meðal annars til undir- búnings doktorsprófi, verða haldin í skólanum vorið og haustið 1995, samkvæmt venju. Nánari upplýsing- ar hjá Nordiska hálsovárdhögskolan, Box 12133, S-402 42Göteborg. Sími: +46-(0)31-69 39 72, 69 39 00, Bréf- sími: +46-(0)31-69 17 77. Einnig liggja upplýsingar hjá Læknablaðinu. Liggur frammi hjá Læknablaðinu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.