Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1995, Side 48

Læknablaðið - 15.04.1995, Side 48
326 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 að nýgengi brota á lærleggshálsi var 65,8 á 100 þús- und fbúa á ári hjá konum árin 1965-69 og 24,9 hjá körlum, 63,9 árin 1970-74 og 21,1 hjá körlum, 71,5 árin 1975-79 og 17,4 hjá körlum, 56,4 árin 1980-84 og 24 hjá körlum og 66,6 hjá konum árin 1990-93 en 28,8 hjá körlum. Nýgengi lærhnútubrota hefur átt- faldast hjá konum og sjöfaldast hjá körlum á sama tímabili. Aldursstaðlað nýgengi lærhnútubrota var 5,5 á 100 þúsund íbúa á ári hjá konum árin 1965-69 og hjá körlum 3,4, 16,8 árin 1970-74 og 10,7 hjá körlum, 28,7 árin 1975-79 og 9,7 hjá körlum, 33 árin 1980-84 og 15,6 hjá körlum og 46,7 árin 1990-93 og 28,8 hjá körlum. Meðalaldur kvenna sem hlutu mjaðmarbrot árin 1990-93 var 78 ár (5-100) og mið- gildi 80 ár en meðalaldur karla 75 ár (25-97), mið- gildi 78 ár. Meðallegútíminn var 23 dagar (1-476) fyrir konur árin 1990-93, miðgildi 13 dagar, en með- allegutími karla var 24 dagar (1-314), miðgildi 12 dagar. Umræða: Ekki hefur átt sér stað nein breyting á nýgengi á lærleggshálsbrotum kvenna og karla í Reykjavík á 30 ára tímabili en hins vegar sjöföldun á nýgengi lærhnútubrota hjá körlum og áttföldun hjá konum. Mjaðmarbrot kvenna eru tvisvar sinnum algengari en brot karla. Meðalaldur þessara sjúk- linga er hár og legutími því fremur langur. Ekki verður hægt að stytta legutímann að ráði nema til komi aukin stoðhjálp, t.d. aukin heimaþjónusta og aukning á vistrými fyrir aldraða. 22. Árangur eftir gerviliðaaðgerð í hné *Brynjólfur Mogensen, Yngvi Ólafsson, Þórgunnur Ársœlsdóttir, Þorvaldur Ingvarsson Bœklunarlœkningadeild Borgarspítala, *lœknadeild Háskóla íslands Inngangur: Árangur er talinn góður eftir gervi- liðaaðgerð í hné og fáar aðgerðir í læknisfræði taldar skila jafn miklu í bættum lífsgæðum (QALY’s). Á Borgarspítala hafa allar gerviliðaaðgerðir frá 1990 verið skráðar á sérhönnuð tölvutæk eyðublöð með það markmið í huga að auka gæði þjónustunnar. Það er búið að yfirfara sjúkraskýrslur allra sem hafa farið í gerviliðaaðgerðir á spítalanum og skrá upplýsingar á eyðublöðin. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur gerviliðaaðgerða í hné frá árinu 1983 þegar þessar aðgerðir hófust til og með ársins 1992 eða yfir 10 ára tímabil. Efniviður: Gerð var tölvuleit í gerviliðagagna- banka bæklunarlækningadeildar Borgarspítalans af öllum fyrstu gerviliðaaðgerðum í hné frá 1983 til og með 1992. Kannaður var fjöldi fyrstu aðgerða, ábendingar fyrir aðgerð, kynskipting, aldur, legu- tími, fjöldi aukaverkana, um hvers konar aukaverk- anir var að ræða og fjöldi endurtekinna aðgerða. Niðurstöður: Gerð voru 240 liðskipti í fyrsta skipt- ið. Konur voru 144, karlar 96. Meðalaldur kvenna var 68,2 ár (33-90) og karla 69,4 ár (36-88). Slitgigt var ábending í 87,9% tilvika, iktsýki í 6,5%, afleið- ingar áverka í 2,4% en aðrar ábendingar voru sjald- gæfari. Skipt var algjörlega um hné 176 sinnum, en aðeins sköflung og lærlegg en ekki hnéskel (bicon- dylar) í 64 tilvikum. Staðlægar aukaverkanir voru í upphafi 10 þar af fjórar húðsýkingar eða kantdrep en engin djúp sýking. Einn fékk lömun á dálktaug sem gekk til baka. Almennar aukaverkanir voru skráðar 43 talsins, þar af blóðtappi í fæti eða lungnarek 16 sinnum. Þvagfærasýking átti sér stað 16 sinnum og var algengasta almenna aukaverkunin. Engin dauðs- föll. Meðal legutími var 15,1 dagur (3-54). Sex sjúk- lingar hafa greinst með djúpa sýkingu, af þeim hafa fimm farið í endurteknar aðgerðir og einn er á stöð- ugri sýklalyfjameðferð. Hjá átta ósýktum sjúkling- um hefur þurft að gera nýja aðgerð. Hjá fimm þurfti að gera mjúkvefjaaðgerð til að auka hreyfingu í hné, hjá tveimur var skipt um lausan sköflungshluta og hjá einum skipt um hnéskel. Umræða: Það voru gerðar 240 fyrstu hnéliðskipti á 10 árum með að því er virðist góðum og sambærileg- um árangri miðað við aðra. Fjöldi endurtekinna að- gerða vegna loss, hreyfiskerðingar eða sýkingar er 5,8% sem er vel ásættanlegt. Með aukinni sérhæf- ingu má hugsanlega ná enn betri árangri. Markviss gerviliðaskráning auðveldar gæðaeftirlit og bætir þjónustuna. Það er æskilegt að koma á samræmdri gerviliðaskráningu til þess að auka enn gæði þjónust- unnar. 23. Yfirlit yfír endurteknar gerviliðaaðgerðir á mjöðm Kristján Valdimarsson, Brynjólfur Mogensen* Bœklunarlœkningadeild Borgarspítala, Hœknadeild Háskóla íslands Inngangur: Árangur eftir gerviliðaaðgerð í mjöðm er yfirleitt talinn mjög góður. Endurteknar aðgerðir eru þó óhjákvæmilegar og eru þær yfirleitt 10-15% af heildarfjölda mjaðmargerviliðaaðgerða. Árangur af endurteknum liðskiptum er yfirleitt ekki jafn góður og af fyrstu aðgerð. Tilgangur þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir endurteknum gerviliðaaðgerð- um á mjöðm á Borgarspítala. Efniviður: Leitað var í gerviliðagagnabanka Borg- arspítalans að öllum sjúklingum sem þurftu að fara í endurtekna gerviliðaaðgerð þar sem skipta þurfti um skál, legg eða hvort tveggja. Sjúkraskýrslur þessara sjúklinga voru yfirfarnar og þeir sem voru með sýkt- an gervilið útilokaðir. Niðurstöður: Búið var að gera 58 endurteknar gerviliðaaðgerðir þar sem enginn grunur um sýkingu var til staðar. Um var að ræða 27 karla og 31 konu. Meðalaldur sjúklinganna var 65 ár (20-84). Tími frá fyrstu aðgerð að endurtekinni aðgerð var 6,8 ár að meðaltali (13 dagar til 15 ár). Ástæða fyrir endurtek- inni aðgerð var los í 47 tilvikum, liðhlaup í átta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.