Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Síða 58

Læknablaðið - 15.04.1995, Síða 58
336 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 þvaglegg til að tryggja frítt þvagrennsli frá nýra til blöðru. Steinar sem sátuíefri hluta þvagleiðara voru í byrjun árs flestir meðhöndlaðir með tilfærslu steins að nýju upp í nýrnaskjóðu og lögn á þvagleiðaralegg en vaxandi fjöldi þvagleiðarasteina hefur á árinu verið meðhöndlaður án tilfærslu eða formmeðferð- ar. Án innlagnar voru 80% sjúklinga meðhöndlaðir. Reynsla okkar af höggbylgjumeðferð með Storz Modulith SL10 við fyrsta árs uppgjör bendir til að hér sé um að ræða áhrifaríka og örugga aðferð til með- ferðar á nýrna- og þvagleiðarasteinum og gera megi meðferð þessa að langmestu leyti án innlagnar. 47. Notkun verkjalyfja við höggbylgjumeðferð á nýrnasteinum Guðjón Haraldsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Egill Á. Jacobsen Þvagfœraskurðdeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Islands Sjúklinga, sem gangast undir höggbylgjumeðferð vegna nýrnasteina, er í flestum tilfellum hægt að meðhöndla án innlagnar. Á árinu 1994 voru 242 meðhöndlanir gefnar, þar af 191 án innlagnar, eða 79% allra meðferða. Ekki verður hjá því komist að höggbylgjumeðferð valdi verkjum, bæði staðbundn- um og einnig djúpum. Meðan á meðferð stendur, finna sjúklingar fyrir verk í húð og einnig getur með- ferðin haft í för með sér verk sem minnir á nýrna- colic. Því hefur reynsla okkar sýnt að gefa þurfi öllum sjúklingum verkjalyf. Flestir sjúklingar hafa fengið blöndu af Dormicum 2,5 mg og Petidin í breytilegum styrkleika, frá 50 til 200 nig i.v. Til að ná góðum árangri hefur reynst mikilvægt að gefa sjúk- lingi verkjalyf svo innstilling meðferðarpunkts breyt- ist ekki meðan á meðferð stendur og tryggð sé há- marksorkugjöf í þann stein sem meðhöndla á. Sjúk- lingum hafa því verið gefin róandi og verkjastillandi lyf, aðallega Dormicum og Petidin i.v. Gjöf þessara lyfja er hafin meðan á innstillingu á stein stendur svo þau hafi náð að verka er meðferð byrjar. Hefur í flestum tilfellum verið hægt að fá sjúklinga verkja- lausa með lyfjablöndun þessari. Vandamál við þessa lyfjagjöf hafa verið lftil. Engin öndunarfæravanda- mál hafa komið upp og einungis í 15 skipti hefur verulegrar ógleði gætt er tengja má lyfjagjöf. Sjúk- lingar hafa verið til eftirlits um tvær klst. á uppvökn- un, en getað farið heim að því loknu. Engin síðkom- in vandamál hafa komið upp. Teljum við því verkja- stillandi ineðferð með Dormicum og Petidin vel fallna til notkunar á steinbrotssjúklinga er fá með- ferð án innlagnar og teljum við ekki þörf á lengra eftirliti en tveggja tíma eftir að meðferð lýkur til að fullt öryggi sé tryggt. 48. Efnahagslegur ávinningur innflutnings höggbylgjumeðferðar til Islands Guðjón Haraldsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Egill A. Jacobsen Þvagfœraskurðdeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Islands Rúmlega áratugur er síðan fyrstu sjúklingar voru sendir frá Islandi til höggbylgjumeðferðar erlendis á nýrnasteinum. Fjöldi sjúklinga fór hægt vaxandi ár frá ári uns ákveðið var að festa kaup á höggbylgju- tæki og hefja þessa meðferð hérlendis. Sjúklingar voru í flestum tilfellum sendir til Noregs eða Dan- merkur. Tryggingastofnun ríkisins greiddi meðferð- arkostnað, uppihald og ferðir sjúklinga. Meðhöndl- un þessi var keypt af Norðmönnum 1989 og voru þá greiddar 167.400 ísl.kr. fyrir hverja meðferð og þriggja daga innlögn í tengslum við hana. Ofan á þetta bættist ferðakostnaður. Frá 1990 var meðferðin keypt af Dönum og voru þá greiddar 100 þús. kr. fyrir meðferðina, dagpeningar 10 þús. í þrjá daga auk ferða, að meðaltali um 170 þús. kr. Ekki hafa fengist nákvæmar tölur um fjölda sjúklinga á ári, en á árinu 1992 og 1993 munu um 50 sjúklingar hafa farið utan hvort árið. Má því reikna með um átta og hálf milljón hafi farið f greiðslu til erlendrar sjúkrastofnunar fyrir meðferð þessa hvort árið. Frá því full starfsemi höggbylgjutækisins Mjölnis hófst í ársbyrjun 1994 hafa verið framkvæmda 242 aðgerðir með tækinu og hafa um 80% sjúklinganna eða 192 verið meðhöndlaðir án innlagnar. Þegar gengið er út frá sömu kostnaðarforsendum eins og greitt var fyrir í Danmörku, þ.e. 100 þús. kr. fyrir meðhöndlun, hefur þvagfæraskurðdeild Landspítal- ans átt greiðslukröfu á Tryggingastofnun ríkisins að andvirði um 19 milljóna kr. Er hér um að ræða fjár- muni sem ekki hafa verið innheimtir. Þykir því glögglega sýnt á tölum þessum hvílíkur sparnaður er að hafa fært meðferð þessa til landsins, auk þess sem komið hefur í ljós að mikil dulin þörf hefur verið fyrir þjónustuna. Þótt stofnkostnaður við tækjakaupin hafi verið um 40 milljónir króna skilar það sér til baka á örfáum árum. 49. Góðar lífshorfur íslenskra karla með sáðkrabbamein Guðmundur V. Einarsson1'1, Tómas Guðbjartsson", Reynir Björnsson31, Kjartan Magnússon21, Sigurður Björnsson21 Handlœkninga-" og krabbameinslœkningadeild Landspítala21, lœknadeild Háskóla íslands31 Krabbamein í eistum eru algengustu illkynja æxlin sem greinast í ungum karlmönnum á fslandi. Með nýjum og öflugri krabbameinslyfjum hafa lífshorfur þessara sjúklinga batnað og í dag eru þau í hópi læknanlegra krabbameina. Markmið rannsóknar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.