Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
379
LÆKNABLAÐIÐ
THH ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
5. tbl. 81. árg. Maí 1995
Útgefandi:
Læknafélag Islands
Læknafélag Reykjavíkur
Aösetur og afgreiösla:
Hiíöasmári 8 - 200 Kópavogur
Símar:
Skiptiborð: 644 100
Lífeyrissjóöur: 644 102
Læknablaðið: 644 104
Bréfsími (fax): 644 106
Ritstjórn:
Einar Stefánsson
Guðrún Pétursdóttir
Gunnar Sigurðsson
Jónas Magnússon
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Sigurður Guðmundsson
Vilhjálmur Rafnsson ábm.
Ritstjórnarfulltrúi:
Birna Þórðardóttir
Auglvsingar:
Margrét Aðalsteinsdóttir
Ritari:
Ásta Jensdóttir
Upplag: 1.500
Áskrift: 6.840,- m/vsk.
Lausasala: 684,- m/vsk.
© Læknablaðið, Hlíðasmára 8,
200 Kópavogur, sími 644104.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Prentun og bókband:
G. Ben. - Edda prentstofa hf.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Pökkun:
Plastpökkun, Skemmuvegi 8,
200 Kópavogur.
Fræöigreinar
Ritstjórnargrein:
Leiðrétting — forsíðumynd 4. tbl. 1995 ......... 381
Samskipti læknis við sjúklinga:
Ólafur Sigurðsson ........................... 382
Vinna og vinnuforföll í meðgöngu:
Elísabet A. Helgadóttir, Linda B. Helgadóttir,
Reynir Tómas Geirsson........................ 385
Flestar konur á íslandi vinna í meögöngu. Meirihluti útivinnandi
kvenna hættir vinnu að meðaltali tveimur mánuðum fyrir lok
meðgöngu eða jafnvel fyrr, vegna veikinda, fara í launalaust leyfi
eða sumarleyfi. Höfundar telja æskilegt að konum væri gert kleift
að hefja töku fæðingarorlofs fyrir áætlaða fæöingu, án skerðing-
ar núverandi orlofs.
Glútenóþol í görn á íslandi — faraldsfræði, sjúk-
dómsmynd og greining:
Jón Sigmundsson, Hallgrímur Guðjónsson, Jóhannes
Björnsson, Nicholas J. Cariglia, Gestur Pálsson ... 393
Glúten finnst í ýmsum korntegundum og getur valdið bólgu í
mjógirni. Faraldsfræðileg rannsókn var gerð á glúten-garna-
meini. Niðurstöður eru þær aö glúten-garnamein virðist vera
fátíður sjúkdómur á íslandi, þótt tíðnin hafi aukist síðustu ár.
Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur meðal íslenskra barna.
Banaslys af völdum bruna:
Sigurður E. Björnsson, Árni Björnsson........... 402
Athuguð voru banaslys af völdum bruna á Islandi 1971-1992.
Banaslysum af völdum bruna hefur fækkað á síðasta áratugi.
Útreiknaðar dánarlíkur brunasjúklinga sem komu til meðferðar á
Landspítalanum og létust sýna að flestir voru dauðvona af völd-
um áverkans.
Risastór ofanþindarpoki í vélinda hjá sjúklingi með
sögu um Zenkers poka:
Hallgrímur Guðjónsson, Margrét Loftsdóttir, Hörður
Alfreðsson, Baldur F. Sigfússon ................ 409
Nokkrartegundirvélindapokaeru þekktar, en þeireru útbungan-
ir á einu eða fleiri lögum vélindaveggjarins. Greint er frá sjúklingi
sem hafði risastóran ofanþindarpoka.
Sveifluspennur í sjónhimnu. Áhrif GABA-agonista:
Ársæll Arnarsson, Jón M. Einarsson, Þór
Eysteinsson..................................... 412
Raflífeðlisfræðilegar mælingar voru gerðar á starfsemi sjón-
himnu úr vatnakörtum til að rannsaka hlutverk hamlandi tauga-
boöefnisins GABA á sveifluspennur og b-bylgju. Niðurstöður
benda til þess að frumur sem hafa A og B GABA viðtaka hafi
mismunandi áhrif á sveifluspennur og b-bylgju sjónhimnurits.
Vísindadagur barnalækna, 19. nóvember 1994:
Ágrip erinda.................................... 417