Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 52
422 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Kynslóðir bera saman bækur sínar Erindi á sameiginlegum fundi Félags ungra lækna og Öldungadeildar LÍ þann 25. mars 1995 Ástæður þess að við í stjórn Öldungadeildar LÍ ákváðum að fara þess á leit við FUL að félög- in héldu sameiginlegan um- ræðufund eru nokkrar. Forvitni er kannski aðal- ástæðan. Okkur langar til að kynnast þeirri kynslóð lækna sem nú er að slíta barnsskónum og komast að raun um hvort og hvernig viðhorf unglækna til læknisfræðinnar, til sjúklinga og þjóðfélagsins almennt hefur breyst síðan við vorum að slíta sömu skóm. í annan stað langar okkur til að kynna fyrir ykkur okkar við- horf til þessara sömu hluta. í því felst þó ekki, eða að minnsta kosti ekki í mínum huga, tilraun til að troða upp á ykkur sjónar- miðum, sem bæði í ykkar aug- um og annarra geta talist úrelt, heldur fremur að gefa báðum hópunum tækifæri til að mynda sér heildarsýn og brúa bilið. Peim sem ekki skoðar söguna hættir til að halda að ekkert hafi gerst fyrir hans tíma og þeim sem sökkvir sér niður í söguna getur virst að ekkert sé að gerast á hans tíma, allt hafi gerst áður. Hvort tveggja er rétt eða rangt eftir því hvernig á það er litið. Því er nauðsynlegt að skoða nú- tíðina i sögulegu samhengi og það næst ekki án þess að þekkja söguna. I gervallri sögu mannkyns hafa aldrei orðið jafn örar fram- farir í læknisfræði og á þessari öld og sumt, sem þið unglæknar starfið með sem sjálfsagða hluti, hefði í okkar æsku verið talið efni í vísindaskáldsögur. Pegar ég kom fyrst á Land- spítalann sem stúdent og síðar sem aðstoðarlæknir hét rann- sóknardeildin Guðný Guðna- dóttir. Hún kenndi okkur að gera allar rannsóknir, sem þá voru taldar nauðsynlegar, svo sem almenna þvagrannsókn, mæla blóðrauða, telja blóð- korn, flokka blóð og krossprófa og svo framvegis. Þessar rann- sóknir urðum við að gera utan venjulegs vinnutíma og um helgar var rannsóknarstofan í fríi. Sé horft til annarra rannsókn- arstofnana, stóðu tvær upp úr, það er að segja rannsóknarstofa Háskólans og röntgendeild Landspítalans. sem báðar voru byggðar upp fyrir framtak fram- sýnna einstaklinga, prófessor- anna Níelsar Dungal og Gunn- laugs Claessen. Nú mundi bún- aður þessara stofnana varla teljast boðlegur þróunarlönd- um. Þegar ég kom inn á skurð- gang Landspítalans í fyrsta sinni, stúdent í miðhluta, hitti ég þar glaðbeitta en ákveðna konu, sem ávarpaði mig eitt- hvað á þessa leið: „Komdu sæll góði! Farðu þarna inn og hafðu fataskipti og komdu svo inn á skurðstofu til að svæfa.“ Að fataskiptum loknum ýtti hún mér inn á skurðstofu og kynnti mig fyrir svæfingartæki á stærð við tevagn, sem kennt var við Mc Kesson, væntanlega ein- hvern Skota. Ég ætla að sleppa svæfingarlæknissögu minni. Ég held að enginn hafi sofnað alveg, en suma var erfitt að vekja. Á þessum tíma giltu engar takmarkanir á vinnutíma lækna og þó vökulög hefðu verið lög- fest fyrir sjómenn var talið að læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustu gæti vakað endalaust. Heimilislíf lækna var ekki ólíkt heimilislífi sjómanna, að öðru leyti en því að eiginkon- ur lækna þurftu að hafa til mat handa þeim á öllum tímum og verma ból þeirra á afbrigðileg- urn tímum. En skoðum læknis- fræðina. Miðað við stöðuna í dag virð- ist mér að skurðlæknisfræðin hafi verið komin lengst, því hægt var að gera flestar aðgerðir sem gerðar eru nú, nema líf- færaflutninga og opnar hjarta- aðgerðir. Það sem skipt hefur sköpum er svæfingartækni og þekkingarbylting í lífeðlis- og lífefnafræði, sem gerst hefur að mestu á síðustu tveimur áratug- um. Sýklalyfin komu til sögunn- ar á fimmta tugi aldarinnar og þau breyttu læknisfræðinni lík- lega meira en nokkrar aðrar nýjungar sem höfðu komið fram eftir Pasteur. Allt í einu blasti við möguleiki á að útrýma ýms- um þeim sjúkdómum sem hrjáð höfðu mannkynið frá upphafi og stöfuðu af sýkingum og þeir voru margir. Það er ekki innan marka þessa erindis að telja þá upp en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.