Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 64
434
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Kynning á Kynfræðslumiðstöð
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
Ný kynfræðslumiðstöð er
tekin til starfa sem deild innan
mæðradeildar Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur en þar hef-
ur verið rekin kynfræðsludeild
eins og kunnugt er. Tildrögin að
stofnun kynfræðslumiðstöðvar-
innar eru meðal annars þau að
nýlega samþykkti samstarfsráð
heilsugæslunnar í Reykjavík til-
lögur nefndar sem skipuð var til
að gera tillögur um endurskipu-
lagningu á kynfræðsludeild
mæðradeildar og kynfræðslu á
vegum heilsugæslunnar í
Reykjavík. Helstu markmið
með starfsemi kynfræðslumið-
stöðvarinnar eru unnin upp úr
þeim tillögum. Hlutverk mið-
stöðvarinnar er að vera fræðslu-
og útgáfumiðstöð í kynfræðslu,
kynsjúkdómavörnum og ráð-
gjöf og leitast þannig við að
uppfylla ákvæði laga um kyn-
fræðslu og ráðgjöf nr. 25 frá
1975 og laga um heilbrigðis-
þjónustu nr. 97 frá 1990 (19.
gr.). Miðstöðin sinnir heilsu-
gæslunni í Reykjavík en þó er
öllu starfsfólki heilsugæslu í
landinu frjálst að leita þangað
eftir upplýsingum og ráðgjöf.
Opið er alla virka daga. Jóna
Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrun-
ar- og kynfræðingur M.S. Ed.
hefur verið ráðin sem fræðslu-
stjóri kynfræðslumiðstöðvar-
innar.
Starfsemi kynfræðslumið-
stöðvarinnar byggist fyrst og
fremst á námskeiðs-, fræðslu-
og útgáfustarfsemi í því skyni að
styrkja kynfræðslu og ráðgjöf á
vegum heilsugæslunnar en hef-
ur ekki opna móttöku. Ekki er
þó útilokað að starfrækt verði
sérhæfð kynfræðsludeild með
opna móttöku en ein af tillögum
kynfræðslunefndarinnar, sem
voru samþykktar, var að kanna
þyrfti í samstarfi við aðra hver
vilji neytenda sé varðandi þjón-
ustu á þessu sviði. Hlutverk
kynfræðslumiðstöðvarinnar er
hins vegar í fullu samræmi við
tillögur um framtíðarhlutverk
Heilsuverndarstöðvarinnar sem
heilsuverndarstofnunar. A
þessu ári er meðal annars fyrir-
hugað að halda námskeið um
kynlífsvanda, kynfræðslu for-
eldra til barna og unglinga, kyn-
sjúkdómavarnir og kynlíf á
meðgöngu og eftir fæðingu.
Með ósk um gott samstarf í
framtíðinni,
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
fræðslustjóri
Kynfræðslumiðstöðvar
Heilsuverndartöðvar
Reykjavíkur
Arnar Hauksson
yfirlæknir mæðradeildar
Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur
Sérfræðingar — læknar
Fjöldi íslenskra sérfræðileyfa
1. janúar 1995
Heimilislækningar 133
Lyflækningar 109
Skurðlækningar 83
Barnalækningar 57
Svæfingalæknisfræði 52
Geðlækningar 52
Kvenlækningar 47
Bæklunarskurðlækningar 40
Geislagreining 33
Augnlækningar 31
Háls- nef- og eyrnalækningar 24
Hjartalækningar 24
Alls voru 824 einstaklingar
með 1013 sérfræðiviðurkenning-
ar í aðalgrein eða undirgrein.
Pann 1. janúar 1995 voru 860
læknar 70 ára eða yngri starf-
andi á íslandi, 690 karlar og 170
konur (20%).
Á íslandi er því einn læknir á
hverja 310 íbúa, sem er hæsta
hlutfall á Norðurlöndunum, í
Svíþjóð er einn læknir á hverja
330 íbúa, í Danmörku einn á
hverja 340 íbúa en í Noregi og
Finnlandi einn á hverja 360
íbúa.
SM