Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 64
434 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Kynning á Kynfræðslumiðstöð Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Ný kynfræðslumiðstöð er tekin til starfa sem deild innan mæðradeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur en þar hef- ur verið rekin kynfræðsludeild eins og kunnugt er. Tildrögin að stofnun kynfræðslumiðstöðvar- innar eru meðal annars þau að nýlega samþykkti samstarfsráð heilsugæslunnar í Reykjavík til- lögur nefndar sem skipuð var til að gera tillögur um endurskipu- lagningu á kynfræðsludeild mæðradeildar og kynfræðslu á vegum heilsugæslunnar í Reykjavík. Helstu markmið með starfsemi kynfræðslumið- stöðvarinnar eru unnin upp úr þeim tillögum. Hlutverk mið- stöðvarinnar er að vera fræðslu- og útgáfumiðstöð í kynfræðslu, kynsjúkdómavörnum og ráð- gjöf og leitast þannig við að uppfylla ákvæði laga um kyn- fræðslu og ráðgjöf nr. 25 frá 1975 og laga um heilbrigðis- þjónustu nr. 97 frá 1990 (19. gr.). Miðstöðin sinnir heilsu- gæslunni í Reykjavík en þó er öllu starfsfólki heilsugæslu í landinu frjálst að leita þangað eftir upplýsingum og ráðgjöf. Opið er alla virka daga. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrun- ar- og kynfræðingur M.S. Ed. hefur verið ráðin sem fræðslu- stjóri kynfræðslumiðstöðvar- innar. Starfsemi kynfræðslumið- stöðvarinnar byggist fyrst og fremst á námskeiðs-, fræðslu- og útgáfustarfsemi í því skyni að styrkja kynfræðslu og ráðgjöf á vegum heilsugæslunnar en hef- ur ekki opna móttöku. Ekki er þó útilokað að starfrækt verði sérhæfð kynfræðsludeild með opna móttöku en ein af tillögum kynfræðslunefndarinnar, sem voru samþykktar, var að kanna þyrfti í samstarfi við aðra hver vilji neytenda sé varðandi þjón- ustu á þessu sviði. Hlutverk kynfræðslumiðstöðvarinnar er hins vegar í fullu samræmi við tillögur um framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar sem heilsuverndarstofnunar. A þessu ári er meðal annars fyrir- hugað að halda námskeið um kynlífsvanda, kynfræðslu for- eldra til barna og unglinga, kyn- sjúkdómavarnir og kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu. Með ósk um gott samstarf í framtíðinni, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir fræðslustjóri Kynfræðslumiðstöðvar Heilsuverndartöðvar Reykjavíkur Arnar Hauksson yfirlæknir mæðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Sérfræðingar — læknar Fjöldi íslenskra sérfræðileyfa 1. janúar 1995 Heimilislækningar 133 Lyflækningar 109 Skurðlækningar 83 Barnalækningar 57 Svæfingalæknisfræði 52 Geðlækningar 52 Kvenlækningar 47 Bæklunarskurðlækningar 40 Geislagreining 33 Augnlækningar 31 Háls- nef- og eyrnalækningar 24 Hjartalækningar 24 Alls voru 824 einstaklingar með 1013 sérfræðiviðurkenning- ar í aðalgrein eða undirgrein. Pann 1. janúar 1995 voru 860 læknar 70 ára eða yngri starf- andi á íslandi, 690 karlar og 170 konur (20%). Á íslandi er því einn læknir á hverja 310 íbúa, sem er hæsta hlutfall á Norðurlöndunum, í Svíþjóð er einn læknir á hverja 330 íbúa, í Danmörku einn á hverja 340 íbúa en í Noregi og Finnlandi einn á hverja 360 íbúa. SM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.