Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 44
416 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða Af þessum niðurstöðum er ljóst að GABAa og GABAb agonistar hafa mjög sérhæfð áhrif á sveifluspennur og b-bylgju sjónhimnuritsins. Þannig sést að sveifluspennurnar eru tengdar frumum sem hafa GABAA-viðtaka (AVA dregur sérhæft úr þeim), en ekki GABAb (baclofen hefur engin áhrif). Það gagnstæða á hins vegar við um b-bylgju sjónhimnuritsins, þar sem baclofen dregur sérhæft úr b-bylgjunni en AVA hefur engin áhrif. Áhrif baclofens á b-bylgjuna og sveiflu- spennurnar eru merkileg í ljósi þekktra áhrifa lyfsins á frumur í innri sjónhimnu, þar sem það eykur svörun skammærra griplufrumna en dregur úr svörun viðvarandi griplufrumna. Það virðist því sem svörun viðvarandi griplufrumna hafi mikil áhrif á myndun b-bylgju sjónhimnu- ritsins, sem alla jafna hefur verið talin koma frá Á-tvískautafrumum í ytri sjónhimnu. Tenging sveifluspenna við GABAA-viðtaka veldur því að ekki er eins auðvelt að staðsetja uppsprettu þeirra í frumum sjónhimnunnar. Hins vegar er ekki ótrúlegt út frá útliti sveiflu- spenna að þær komi frá skammærum griplu- frumum í innri sjónhimnu. Okkar niðurstöður styðja þá tilgátu þótt þær geti ekki veitt tæm- andi svör. Augljóst er hins vegar að sveiflu- spennur eru áfram fyrir hendi þótt lokað sé fyrir viðvarandi rafsvörun í sjónhimnu og aðeins skammærar frumur starfi, eins og gerist með notkun baclofen (8). Það er því hugsan- legt að sérhæfð lækkun sveifluspenna hjá syk- ursjúkum og öðrum þeim sem hafa skemmdir í sjónhimnu vegna súrefnisþurrðar stafi af trufl- un í starfsemi skammærra frumna. Mögulegt ætti að vera að framkvæma klínískar raflífeðlis- fræðilegar mælingar af því tæi (9). Síðasta en ekki léttvægasta ályktunin sem hægt er að draga af þessum niðurstöðum er sú, að sveifluspennur séu algerlega óháðar b- bylgju sjónhimnuritsins, eins og aðrir höfundar hafa leitt getum að (6). Þakkir Þetta verkefni var styrkt af Rannsóknar- námssjóði Menntamálaráðuneytisins (Á.A.) og Vísindasjóði (Þ.E.). HEIMILDIR 1. Brown KT. The electroretinogram: its components and their origins. Vision Res 1968; 8: 633-77. 2. Miller RF. Dowling JE. Intracellular responses of the Muller (glial) cells of the mudpuppy retina: their relation to b-wave of the electroretinogram. J Neurophysiol 1970; 33: 323—41. 3. Bresnick GH, Korth K. Groo A, Palta M. Electroreti- nographic oscillatory potentials predict progression of diabetic retinopathy. Arch Ophthalmol 1984; 102: 1307- 11. 4. Brunette JR, Lafond G. Electroretinographic evaluation of diabetic retinopathy: sensitivity of amplitude and time of response. Can J Ophthalmol 1983; 18: 285-9. 5. Wachtmeister L, Azazi M. Oscillatory potentials of the electroretinogram in patients with unilateral optic atro- phy. Ophthalmologica 1985; 191: 39-50. 6. Dowling JE. Thc Retina; An Approachable Part of the Brain. Cambridge Massachusetts: Belknap Press, 1987. 7. Bormann J. Electrophysiology of GABAa and GABAb receptor subtypes. TINS 1988; 11: 112-6. 8. Slaughter MM, Bai SH. Differential effects of baclofen on sustained and transient cells in the mudpuppy retina. J Neurophysiol 1989; 6: 374—81. 9. Tolhurst DJ. Sustained and transient channels in human vision. Vis Res 1975; 15: 1151-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.