Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 14
388 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Tafla III. Fjöldi kvenna (hlutföll) sem hœttir vinnu fyrir fœðingu miðað við fjölda fyrri barna. Fjöldi fyrri fæðinga 0 1 2 3 >3 Hættu ekki vinnu 28 21 34 9 2 Hættu vinnu 120 103 68 16 6 Samtals 148 124 102 25 8 Hlutfall sem hætti vinnu 0,81 0,83 0,67 0,64 0,75 Konur sem hættu vinnu vegna veikinda geröu það ekki fyrr í meðgöngunni en þær sem hættu af öðrum orsökum. Ástæður fyrir vinnu- lokum virtust háðar árstima. Þannig hættu marktækt fleiri konur vinnu vegna veikinda ef þærfæddu í nóvember (67,9%), miðað við þær sem fæddu í september (50,6%) (x2l próf; p<0,002). Af þeim sem fæddu í nóvember not- aði aðeins ein kona sumarfrí til að þurfa ekki að vinna í lok meðgöngu, en 54 af þeim sem fæddu í september. Fjölbyrjur hættu ekki vinnu umfram þær sem voru í fyrstu meðgöngu. Konur sem áður höfðu fætt tvö eða fleiri börn hættu hins vegar marktækt síður að vinna en frumbyrjur og þær sem aðeins áttu eitt barn fyrir (x2l próf; p=0,0006) (tafla III). Konur eldri en 30 ára hættu ekki vinnu umfram hinar yngri. Ekki reyndist marktækur munur á fæðingar- þyngd barnanna eftir því hvort móðirin vann allan meðgöngutímann eða ekki. Aftur á móti var meðgöngutíminn styttri hjá útivinnandi konum en hinum, eða 274,8 dagar að meðaltali á móti 280,1 degi (t= -2,68; p<0,01). Konur sem unnu erfiðisvinnu þurftu oftar að hætta vinnu í meðgöngu en hinar (x2l próf; p=0,003) og fæddu einnig léttari börn. Börn kvenna sem ekki unnu erfiðisvinnu voru að meðaltali 5,4% þyngri en börn þeirra sem voru í erfiðisvinnu enda þótt þær fæddu ekki marktækt fyrr en hinar (3532g og 3722g; t=-3,00; p=0,003). Form launagreiðslna og bóta er sýnt í töflu IV. Finna mátti afrit vottorða í 15% (61 af 407) mæðraskráa. Fjórðungur kvennanna var skráður í veikindafrí, það er fékk greiðslu frá vinnuveitanda, en 39% voru frá vinnu ein- hvern tíma fyrir fæðinguna án þess að hafa laun eða aðrar greiðslur og 14,7% nutu einhverra bóta frá almannatryggingum. Umræða Vinna á meðgöngu, einkum ef um er að ræða erfiðisvinnu, hefur verið talin áhættuþátt- ur fyrir fyrirburafæðingar (6). Meðal kvenna Tafla IV. Launagreiðsluform, frí og tegundir bóta íþungun hjá konum sem fœddu í september og nóvember 1993. Tegund Fjöldi (%) Unnu fram á síðasta dag Engar greiðslur 31 (7,6) — nemar 31 (7,6) — sjálfstæðir atvinnurekendur 14 (3,4) — heimavinnandi 49 (12,1) — launavinna 64 (15,8) Veikindafrí 108 (26,6) Sumarfrí Fæðingarorlof 47 (11,6) — Fyrir tímann — í sama mánuði og 7 (1,7) áætluð fæðing 6 (1,5) Sjúkradagpeningar 26 (6,4) Atvinnuleysisbætur 20 (4,9) Samningur við vinnuveitendur 2 (0,5) Námslán 1 (0,2) Örorkubætur 1 (0,2) Samtals 407 sem stunduðu erfiða verksmiðjuvinnu urðu marktækt fleiri fyrirburafæðingar hjá þeim sem unnu til loka meðgöngu en hjá hinum sem voru látnar hætta vinnu á launum (7). Mikið vinnu- álag eða erfið líkamsþjálfun hefur einnig verið tengd minni þyngdaraukningu í þungun og minni fæðingarþyngd barna. Hvíld frá vinnu síðustu rnánuði fyrir fæðingu ætti að stuðla að lengri meðgöngu og meiri næringartilfærslu til fósturs og ætti þar með að minnka líkur á fóst- urfylgjuþurrð (8,9), jafnframt því að líkur á eðlilegri fæðingu ættu að vera meiri hjá konu sem hefur hvílst vel fyrir fæðinguna. Á grundvelli ofantalinna og annarra rann- sókna, sem sýnt hafa að mikið vinnuálag í með- göngu tengist aukinni tíðni léttburafæðinga og þar með hærri burðarmálsdauða, hafa verið gerðar breytingar á fæðingarorlofi í nágranna- löndum okkar á síðari árum. Þannig eiga allar konur í Danmörku rétt á orlofi frá vinnu í fjórar vikur fyrir áætlaðan fæðingardag og sumar hafa samning um orlof í allt að átta vikur (2). Stafi fóstri hætta af vinnu móðurinnar eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.