Læknablaðið - 15.05.1995, Side 14
388
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Tafla III. Fjöldi kvenna (hlutföll) sem hœttir vinnu fyrir fœðingu miðað við fjölda fyrri barna.
Fjöldi fyrri fæðinga 0 1 2 3 >3
Hættu ekki vinnu 28 21 34 9 2
Hættu vinnu 120 103 68 16 6
Samtals 148 124 102 25 8
Hlutfall sem hætti vinnu 0,81 0,83 0,67 0,64 0,75
Konur sem hættu vinnu vegna veikinda
geröu það ekki fyrr í meðgöngunni en þær sem
hættu af öðrum orsökum. Ástæður fyrir vinnu-
lokum virtust háðar árstima. Þannig hættu
marktækt fleiri konur vinnu vegna veikinda ef
þærfæddu í nóvember (67,9%), miðað við þær
sem fæddu í september (50,6%) (x2l próf;
p<0,002). Af þeim sem fæddu í nóvember not-
aði aðeins ein kona sumarfrí til að þurfa ekki
að vinna í lok meðgöngu, en 54 af þeim sem
fæddu í september.
Fjölbyrjur hættu ekki vinnu umfram þær sem
voru í fyrstu meðgöngu. Konur sem áður
höfðu fætt tvö eða fleiri börn hættu hins vegar
marktækt síður að vinna en frumbyrjur og þær
sem aðeins áttu eitt barn fyrir (x2l próf;
p=0,0006) (tafla III). Konur eldri en 30 ára
hættu ekki vinnu umfram hinar yngri.
Ekki reyndist marktækur munur á fæðingar-
þyngd barnanna eftir því hvort móðirin vann
allan meðgöngutímann eða ekki. Aftur á móti
var meðgöngutíminn styttri hjá útivinnandi
konum en hinum, eða 274,8 dagar að meðaltali
á móti 280,1 degi (t= -2,68; p<0,01). Konur
sem unnu erfiðisvinnu þurftu oftar að hætta
vinnu í meðgöngu en hinar (x2l próf; p=0,003)
og fæddu einnig léttari börn. Börn kvenna sem
ekki unnu erfiðisvinnu voru að meðaltali 5,4%
þyngri en börn þeirra sem voru í erfiðisvinnu
enda þótt þær fæddu ekki marktækt fyrr en
hinar (3532g og 3722g; t=-3,00; p=0,003).
Form launagreiðslna og bóta er sýnt í töflu
IV. Finna mátti afrit vottorða í 15% (61 af 407)
mæðraskráa. Fjórðungur kvennanna var
skráður í veikindafrí, það er fékk greiðslu frá
vinnuveitanda, en 39% voru frá vinnu ein-
hvern tíma fyrir fæðinguna án þess að hafa laun
eða aðrar greiðslur og 14,7% nutu einhverra
bóta frá almannatryggingum.
Umræða
Vinna á meðgöngu, einkum ef um er að
ræða erfiðisvinnu, hefur verið talin áhættuþátt-
ur fyrir fyrirburafæðingar (6). Meðal kvenna
Tafla IV. Launagreiðsluform, frí og tegundir bóta íþungun
hjá konum sem fœddu í september og nóvember 1993.
Tegund Fjöldi (%)
Unnu fram á síðasta dag Engar greiðslur 31 (7,6)
— nemar 31 (7,6)
— sjálfstæðir atvinnurekendur 14 (3,4)
— heimavinnandi 49 (12,1)
— launavinna 64 (15,8)
Veikindafrí 108 (26,6)
Sumarfrí Fæðingarorlof 47 (11,6)
— Fyrir tímann — í sama mánuði og 7 (1,7)
áætluð fæðing 6 (1,5)
Sjúkradagpeningar 26 (6,4)
Atvinnuleysisbætur 20 (4,9)
Samningur við vinnuveitendur 2 (0,5)
Námslán 1 (0,2)
Örorkubætur 1 (0,2)
Samtals 407
sem stunduðu erfiða verksmiðjuvinnu urðu
marktækt fleiri fyrirburafæðingar hjá þeim sem
unnu til loka meðgöngu en hjá hinum sem voru
látnar hætta vinnu á launum (7). Mikið vinnu-
álag eða erfið líkamsþjálfun hefur einnig verið
tengd minni þyngdaraukningu í þungun og
minni fæðingarþyngd barna. Hvíld frá vinnu
síðustu rnánuði fyrir fæðingu ætti að stuðla að
lengri meðgöngu og meiri næringartilfærslu til
fósturs og ætti þar með að minnka líkur á fóst-
urfylgjuþurrð (8,9), jafnframt því að líkur á
eðlilegri fæðingu ættu að vera meiri hjá konu
sem hefur hvílst vel fyrir fæðinguna.
Á grundvelli ofantalinna og annarra rann-
sókna, sem sýnt hafa að mikið vinnuálag í með-
göngu tengist aukinni tíðni léttburafæðinga og
þar með hærri burðarmálsdauða, hafa verið
gerðar breytingar á fæðingarorlofi í nágranna-
löndum okkar á síðari árum. Þannig eiga allar
konur í Danmörku rétt á orlofi frá vinnu í
fjórar vikur fyrir áætlaðan fæðingardag og
sumar hafa samning um orlof í allt að átta vikur
(2). Stafi fóstri hætta af vinnu móðurinnar eða