Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 8
384
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
ferð veikinda að leitast við að draga úr kvíða og
vonleysi, sem má fyrst reyna með viðtölum,
því næst með lyfjum. Kvíði getur hækkað blóð-
þrýsting og blóðsykur, aukið útskilnað á maga-
sýrum og framkallað hjartabilun eða jafnvel
banvæna hjartaóreglu. Geðlægð getur veikt
ónæmiskerfi líkamans og að líkindum dregið úr
mótstöðu þess gegn sýkingum og æxlismynd-
unum. Þýðingarmikið er að meðhöndla geð-
lægð eftir föngum, með þeim ráðum sem tiltæk
eru hverju sinni. Vonin er læknisdómur sem
seint verður ofmetinn, mektugt lyf, en má allt
um það ekki vera byggð á fölskum forsendum.
Þó er oftast hægt að veita sjúklingum nokkra
von, ef ekki til langframa þá til skamms tíma,
ef ekki um bata á sjúkdómum og meinsemdum
þá um linun á óþægindum og þjáningum af
völdum þeirra.
Heppilegt er að læknirinn nálgist sjúklinginn
án dæmandi viðhorfs gagnvart honum og temji
sér umburðarlyndi andspænis ruglingslegri frá-
sögn hans, tvískinnungi, óvissu og streitu í fari
hans. Til viðbótar læknisfræðilegri þekkingu
læknisins styrkir það hann að hafa góð tök á
sálrænum og félagslegum þáttum í umgengni
við aðra og látlausa framkomu. Ekki er minnst
um það vert fyrir lækninn að hlusta af áhuga og
með athygli á það sem sjúklingurinn er að
segja. Fátt er sjúklingnum eins ofarlega í huga
og sjúkdómur hans. Því er mikils vert að lækn-
irinn láti sjúklingnum í té upplýsingar og út-
skýringar á eðli sjúkdómsins, orsökum hans,
gangi og horfum. Stundum þegar um er að
ræða illkynja mein mætti þó upplýsingaþáttur
læknisins snúast upp í eftirgrennslan hans um
það hversu mikið sjúklingurinn vill í raun og
veru fá að vita um sjúkdóm sinn. Ekki er vert
að þröngva vitneskju um banvænan sjúkdóm
upp á hann nema í tilfellum alnæmis eða þeirra
krabbameina sem opinbera sig sjálf sjúklingn-
um eða hann vilji ótvírætt vita um örlög sín.
Allt breytist og orð Hávamála eiga sér nú ekki
oftlega stað; „örlögsín / viti engifyrir, /þeim er
sorgalausastr sefi. “ Góð samskipti læknis við
sjúklinga eru ávallt nauðsynleg hvort heldur
sem um er að ræða sjúkdóma sem eru vægir
eða þungir, skammvinnir eða langvinnir, lækn-
anlegir eða ólæknandi, hjaðnanlegir eða ban-
vænir. Segja má að í þeim samskiptum sé listin í
læknisfræði fólgin og verði svo alla tíð.
Haft er eftir Vilmundi Jónssyni að læknar
væru dekurbörn samfélagsins. Ekki verður
sagt að það gildi nú orðið svo harðsótt sem
læknisnámið er og svo ábyrgðarmikið sem
læknisstarfið er. Hins vegar má láta þau orð
falla að læknar séu forréttindastétt ekki svo
mjög í launakjörum sínum eins og í samskipt-
um sínum við sjúklinga í glímu sinni við þá og
sjúkdóma þeirra þar sem skiptast á sigrar og
ósigrar, árangur og vonbrigði. En fáir læknar
sem annast sjúklinga rnunu kjósa að hverfa úr
vinnu eða skipta um starf. Það segir sína sögu
um læknisstarfið. Heilladrýgstu laun læknisins
munu vera kynni hans af fólki í öllum þess
fjölbreytileika og margvíslegum tjáningum,
hlutdeild hans í tilveru og örlögum þess og
reynsla hans af eðli lífsins, dýpt þess og leynd-
ardómum. Þau laun eru lækninum ekki lítils
virði á leið hans í starfi og lífi frá unga aldri til
elliára.
Ólafur Sigurðsson
fyrrverandi yfirlæknir
Akureyri
HEIMILDIR
1. Jónsson V. Læknar á Islandi. Reykjavík: ísafoldarprent-
smiðja hf, 1970; bd. I: 77-9.
2. Thomas L. The Youngest Science. Notes of a Medicine
Watcher. New York: The Viking Press, 1983: 20.
3. Blum RH. The Management of The Doctor-Patient Rela-
tionship. New York: The McGraw-Hill Book Company
Inc, 1960: 105, 253.
4. Zinn W. The Empathic Physician. Ann Intern Med 1993:
153, 306-12.
5. Vilhjálmsson B. Orð eins og forðum. Reykjavík: Útg.
Hafsteinn Guðmundsson, 1985: 54.