Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 48
418 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 2. Blóðsýkingar og heilahimnubólga hjá nýburum á Islandi — átján ára yfírlit — Gestur Pálsson'1 , Atli Dagbjartsson1' , Kristín E. Jónsdóttir', Hörður Bergsteinsson'1, Geir Friðgeirs- son3', Gunnar Biering" Frá "Barnaspítala Hringsins, 21sýkiafrœðideild Landspítalans, 3>barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Sjúkraskýrslur allra nýfæddra barna á íslandi með greininguna blóðsýking og/eða heilahimnubólga af völdum sýkla eða sveppa á árunum 1976-1993 voru yfirfarnar. Aflað var upplýsinga meðal annars um tfðni og tegund sýkinga, sjúkdómsgang og dánar- tíðni. Af þeim 78.970 börnum, sem fæddust á íslandi á þessu tímabili, höfðu 150 sannanlega sýkingu í blóði og /eða mænuvökva, sem gefur tíðnina 1,9 fyrir hver 1000 lifandi fædd börn. Kynhlutfall drengja/stúlkna reyndist 1,8. Dánartíðni var 18% (27 af 150). Al- gengustu bakteríur voru: Coagulase-negative stap- hylococci 33 tilfelli (22%), beta-hemol. streptococci gr. B 29 (19%), Staph. aureus 23 (15%) og E. coli 21 tilfelli (14%). Listeria monocytogenes ræktaðist frá sex börnum (4%). Tíðni beta-hemol. streptococci gr. B. reyndist 31% af öllum tilfellum á síðasta sex ára tímabili. Tuttugu og þrjú börn (15%) greindust með heila- himnubólgu, af þeim höfðu 19 einnig jákvæða blóð- ræktun. Dánartíðni var 26% (6 af 23). Algengasti orsakavaldur var beta-hemol. streptococci gr. B, í átta tilvikum. Niðurstöður: Tíðni alvarlegra sýkinga hjá nýbur- um á Islandi er lág miðað við tíðnina í öðrum lönd- um. Tíðni sýkinga af völdum beta-hemol. strept- ococci gr. B fer vaxandi. Dánartíðni virðist lág. 3. Tíðni ofnæmissjúkdóma hjá börnum á Islandi Björn Árdal Greint var frá nokkrum niðurstöðum úr rannsókn sem hefur verið gerð síðan 1987 á börnum fæddum það ár. Nokkuð af þessu efni hefur áður verið birt í tímaritum, í Journal of Pediatrics í júlí 1992 og Pedi- atric Allergy and Immunology í febrúar 1994. Skýrt var frá því hvernig rannsóknin var gerð með spurningalista, ofnæmisprófum og blóðrannsókn- um. Exema var metið eftir útliti, útbreiðslu og hversu langvarandi einkenni höfðu verið. Astmi var greindur sem mögulegur ef einkenni um astma höfðu verið tvívegis, en greiningin áreið- anleg ef einkenni höfðu verið þrisvar eða oftar. Öllum vafatilfellum var sleppt og húðpróf voru ekki notuð ein sér til að greina ofnæmissjúkdóma. Sjúklingum var gefið stig eftir hversu alvarleg ein- kenni höfðu verið og var skipt niður í vægt, meðal- slæmt og slæmt ofnæmi eftir stigafjölda. Niðurstöður voru þær meðal annars að af 179 eins og hálfs árs börnum voru 66 eða 37% með afdráttar- laust ofnæmi, fimm með mögulgt ofnæmi, samtals 39%. Með miðlungsslæmt ofnæmi voru 42 börn, slæmt ofnæmi 24 börn og ekkert ofnæmi 113 börn. Börnunum var skipt í þrjá flokka eftir IgA í ser- um. Fyrsti flokkur lægstu 25%, annar flokkur meðal 50%, og þriðji flokkur hæstu 25%. Vert er að geta þess að þetta voru IgA mælingar innan eðlilegra marka. Það kom fram mjög marktækur munur á tíðni ofnæmis þegar borin voru saman börnin með lágt IgA og hinir hóparnir. Tíðnin var miklu meiri á ofnæmissjúkdómum þegar um lágt serum IgA var að ræða. Einnig var tíðnin áberandi mest þegar um lágt IgA og hátt IgE serum var að ræða. Pá skal þess getið að fjölskyldusaga reyndist vera mjög marktæk til að spá um tíðni ofnæmis hjá börn- um. Astmi er algengari hjá börnum þar sem reykt er á heimilinu en þar sem ekki er reykt. Tíðni astma hjá eins og hálfs árs börnum reyndist vera um 14% en 16% hjá þriggja og hálfs til fjögurra ára bömum. Tíðni exems var 26% við eins og hálfs árs aldurinn en 27% við þriggja og hálfs til fjögurra ára aldurinn. 4. OSIRIS rannsóknin — þátttaka Islands Atli Dagbjartsson Þótt vitað væri að surfactant gjöf væri mjög árang- ursrík meðferð á hyalínhimnu sjúkdómi (HMD) nýbura, var álitamál hvernig haga bæri skömmtun- um lyfsins. A árunum 1990-91 var gerð alþjóðleg fjölstofnana rannsókn á 6774 nýburum, þar af 30 frá íslandi, til að meta hvenær og hversu oft gefa bæri Exosurf, syntetískan surfactant, til að ná bestum árangri meðferðarinnar. Útkoma 6757 (99,7%) barna skilaði sér í uppgjöri þremur mánuðum eftir fæðingu. Hópi 2690 barna sem við fæðingu töldust í áhættu- hópi fyrir HMD, var af handahófi skipt í tvo hópa (96%), þar sem annar fékk fyrsta skammtinn snemma eða innan tveggja klukkustunda og hinn (73%) fékk fyrsta skammtinn eftir að sjúkdómsein- kenni komu fram. Hætta á dauða eða auka súrefnis- þörf á áætluðum fæðingardegi var 16% minni hjá snemmskammta hópnum, og hætta á loftbrjósti var 32% minni hjá þeim hópi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.