Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 42
414
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Mynd 1. Áhrif GABA- (gamma-aminobutyric acid) upptökuhamlarans NIP (nipecotic acid) á b-bylgju og sveifluspennur
skráðarfrá yfirflœddum augnbolia Xenopus laevis. Til vinstri sést skráning sjónhimnurits við eðlilegar aðstœður (Control), það
er venjuleg Ringerlausn lyfirflœðinu. Örvarnar benda á þrjár sveifluspennur sem liggja ofan á b-bylgjunni. Miðskráningin var
tekin eftir 40 sekúndna yfirflœði af 1,0 mM NIP og til hægri er skráning sem tekin var eftir fimm mínútna þvott í venjulegri
Ringerlausn (Recovery). Kvörðun fyrir tima ogspennu er sýnd með merkjum til vinstri á mynd. Birtumagn Ijósertingar var 457
nW/cm2 í öllum tilraunum.
gjafa (FCR Al/215, Phillips, Eindhoven, Hol-
land) sem tengdur var sérsmíðuðum spennu-
gjafa (RÖ-114, Rafögn hf, Reykjavík) sem tók
inn 220 V en gaf frá sér 12 V. Lengd ljósáreitis-
ins var stjórnað með ljóslokara (T132 • Uni-
Blitz, Vincent Associates, NY, USA). í þess-
um tilraunum var einungis notað hvítt ljós (457
nW/cm2).
Til þess að viðhalda eðlilegu ástandi augn-
bikarsins og gera skráningu og lyfjameðferð
mögulega, var útbúin svokölluð Ringerlausn,
sem er blanda af lífrænum efnasamböndum
(100 mM NaCl, 2,5 mM KCl, 20 mM NaHC03,
1,2 mM MgCl2 • 6H20,1,8 mM CaCl, • 2H20 og
10 mM dextrósi) í afjónuðu vatni. Lífrænu sölt-
in komu öll frá E. Merck, Darmstadt,
Deutschland, en glúkósinn var fenginn frá
Lyfjaverslun ríkisins, Reykjavík. Blanda af
súrefni (95%) og koltvísýrlingi (5%) var leidd
úr geymi (ísaga hf, Reykjavík) og látin freyða í
tankinum sem innihélt Ringerlausnina og
sprautunum með lyfjalausnunum. Lyfjunum,
sem notuð voru í tilraunirnar, var blandað í
Ringerlausn til að tryggja að eðlilegt magn líf-
rænna efna héldist í augnbikarnum. Þau voru
fengin frá Sigma Chemical Company, St. Lou-
is, USA.
Örskaut voru gerð úr glerrörum (Omega
Dot, Glass Company of America, NY, USA)
sem voru 1,2 mm í þvermál. Rörin voru fest
niður, hituð með örskautshitara (PG-1, Nar-
ishige, Tokyo, Japan) og síðan toguð snöggt í
sundur. Örskautin voru með viðnám í kringum
5-50 megaQ. Þau voru fyllt með Ringerlausn
og komið fyrir í sérstökum haldara sem inni-
hélt silfur-klóríð vír. Haldarinn var festur í
örskautsdrifið (PF5-1 Pulse motor driving unit,
Narishige, Tokyo, Japan). Með drifinu var
hægt að ýta örskautinu niður í augnbikarinn í
pm-skrefum. Örskautinu var ýtt niður í augn-
hlaupið að sjónhimnunni. Úttakið frá örskaut-
inu var leitt inn í formagnara (HIP16A Grass
high impedance probe, Grass Instrument
Company, Ouincy, USA) og þaðan í offsett-
magnara með lágtíðnisíu (high-pass filter)
(Grass P16 Micro Electrode DC Amplifier,
Grass Instrument Company, Quincy, ÚSA).
Fyrst voru skráningarnar sýndar á sveiflusjá
(5103, Tektronix, Guernesey, UK). Þaðan
voru gögnin tekin inn á tölvu (IIci Macintosh,
Apple Computer Inc., Cupertino, USA) með
því að tengja þau við stafrænt skráningartæki
(042/012 MacLab, Analog Digital Instruments,
New-Zealand) sem breytir rafrænum mæling-
um yfir í stafræn gögn. Unnið var með gögnin
með sérstöku forriti (Chart 3.2.6., Analog
Digital Instruments, New-Zealand).
Niðurstöður
Niðurstöður okkar benda til að b-bylgja
sjónhimnuritsins og sveifluspennur, tengist
frumum með mismunandi GABA-viðtaka.
Við athuguðum fyrst áhrif GABA-upptöku-
hamlarans NIP, sem eykur styrk innræns (en-