Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 42
414 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Mynd 1. Áhrif GABA- (gamma-aminobutyric acid) upptökuhamlarans NIP (nipecotic acid) á b-bylgju og sveifluspennur skráðarfrá yfirflœddum augnbolia Xenopus laevis. Til vinstri sést skráning sjónhimnurits við eðlilegar aðstœður (Control), það er venjuleg Ringerlausn lyfirflœðinu. Örvarnar benda á þrjár sveifluspennur sem liggja ofan á b-bylgjunni. Miðskráningin var tekin eftir 40 sekúndna yfirflœði af 1,0 mM NIP og til hægri er skráning sem tekin var eftir fimm mínútna þvott í venjulegri Ringerlausn (Recovery). Kvörðun fyrir tima ogspennu er sýnd með merkjum til vinstri á mynd. Birtumagn Ijósertingar var 457 nW/cm2 í öllum tilraunum. gjafa (FCR Al/215, Phillips, Eindhoven, Hol- land) sem tengdur var sérsmíðuðum spennu- gjafa (RÖ-114, Rafögn hf, Reykjavík) sem tók inn 220 V en gaf frá sér 12 V. Lengd ljósáreitis- ins var stjórnað með ljóslokara (T132 • Uni- Blitz, Vincent Associates, NY, USA). í þess- um tilraunum var einungis notað hvítt ljós (457 nW/cm2). Til þess að viðhalda eðlilegu ástandi augn- bikarsins og gera skráningu og lyfjameðferð mögulega, var útbúin svokölluð Ringerlausn, sem er blanda af lífrænum efnasamböndum (100 mM NaCl, 2,5 mM KCl, 20 mM NaHC03, 1,2 mM MgCl2 • 6H20,1,8 mM CaCl, • 2H20 og 10 mM dextrósi) í afjónuðu vatni. Lífrænu sölt- in komu öll frá E. Merck, Darmstadt, Deutschland, en glúkósinn var fenginn frá Lyfjaverslun ríkisins, Reykjavík. Blanda af súrefni (95%) og koltvísýrlingi (5%) var leidd úr geymi (ísaga hf, Reykjavík) og látin freyða í tankinum sem innihélt Ringerlausnina og sprautunum með lyfjalausnunum. Lyfjunum, sem notuð voru í tilraunirnar, var blandað í Ringerlausn til að tryggja að eðlilegt magn líf- rænna efna héldist í augnbikarnum. Þau voru fengin frá Sigma Chemical Company, St. Lou- is, USA. Örskaut voru gerð úr glerrörum (Omega Dot, Glass Company of America, NY, USA) sem voru 1,2 mm í þvermál. Rörin voru fest niður, hituð með örskautshitara (PG-1, Nar- ishige, Tokyo, Japan) og síðan toguð snöggt í sundur. Örskautin voru með viðnám í kringum 5-50 megaQ. Þau voru fyllt með Ringerlausn og komið fyrir í sérstökum haldara sem inni- hélt silfur-klóríð vír. Haldarinn var festur í örskautsdrifið (PF5-1 Pulse motor driving unit, Narishige, Tokyo, Japan). Með drifinu var hægt að ýta örskautinu niður í augnbikarinn í pm-skrefum. Örskautinu var ýtt niður í augn- hlaupið að sjónhimnunni. Úttakið frá örskaut- inu var leitt inn í formagnara (HIP16A Grass high impedance probe, Grass Instrument Company, Ouincy, USA) og þaðan í offsett- magnara með lágtíðnisíu (high-pass filter) (Grass P16 Micro Electrode DC Amplifier, Grass Instrument Company, Quincy, ÚSA). Fyrst voru skráningarnar sýndar á sveiflusjá (5103, Tektronix, Guernesey, UK). Þaðan voru gögnin tekin inn á tölvu (IIci Macintosh, Apple Computer Inc., Cupertino, USA) með því að tengja þau við stafrænt skráningartæki (042/012 MacLab, Analog Digital Instruments, New-Zealand) sem breytir rafrænum mæling- um yfir í stafræn gögn. Unnið var með gögnin með sérstöku forriti (Chart 3.2.6., Analog Digital Instruments, New-Zealand). Niðurstöður Niðurstöður okkar benda til að b-bylgja sjónhimnuritsins og sveifluspennur, tengist frumum með mismunandi GABA-viðtaka. Við athuguðum fyrst áhrif GABA-upptöku- hamlarans NIP, sem eykur styrk innræns (en-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.