Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 6
382 Ritstjórnargrein LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 382-4 Samskipti læknis við sjúklinga Vísindaleg læknisfræði er ung og hófst ekki að ráði fyrr en á síðasta fjórðungi 19. aldar. Alkunna er að það eru vísindi og tækni sem hafa áorkað hinum gífurlegu framförum sem orðið hafa í læknisfræði, gert hana máttuga þar sem hún áður var vanmegnug og leitt til þess að undur nútímalæknisfræði eru mikil. Fyrri tíma læknisfræði mátti sín lítils eða einskis þegar um þunga og alvarlega sjúkdóma var að ræða. Virk og gagnleg lyf voru sára fá fyrir hendi og örðugt var að koma við aðgerðum fyrir daga smiteyðingar og smitgátar sem ekki voru inn- leidd hér á landi fyrr en kringum síðustu alda- mót. Aftur á móti áttu læknar sér bandamann í vis mediatrix naturae, það er græðimætti náttúr- unnar, þeim sem bjó og býr í hverjum og einum einstaklingi. Hippókrates hinn forngríski faðir læknisfræðinnar og nafnkenndi brautryðjandi í læknislist og siðfræði lækna var fæddur um 460 f. Kr. á eynni Kos við strönd Litlu Asíu. Hann sagði: „Pó að sjúklingurinn sé sér meðvitandi um að sjúkdómsástand sitt sé hœttulegt getur hann endurheimt heilbrigði sitt einfaldlega með því að verða þess áskynja að lœknirinn hefur til að bera náungakœrleika." Hippókrates gefur hér til kynna græðandi áhrif samskipta læknis við sjúkling. Og frá dögum Hippókratesar fram á tíma vísindalegrar læknisfræði var lækn- isfræðin að mestu leyti persónuleg, en þó að lækningar væru máttlitlar lengstum á öllum öldum voru þær þó ekki með öllu áhrifalausar. Stærsti þátturinn, uppistaðan í hvers konar meðferð var viðræða læknisins við sjúklinginn, því að hún var næstum allt það sem hægt var að gera. í inngangi að ritinu Lœknar á íslandi 2. úgáfu frá 1970 fyrra bindi telur Vilmundur Jónsson landlæknir upp 158 leikmenn sem fæddir voru frá 1709-1883 og voru einkum og almennt rómaðir fyrir lækningar á því tímabili sem hér urn getur án þess þó að hafa hlotið til þeirra formlegt lækningaleyfi. Nefnir hann þá lækningamenn (1). Vilmundur telur að þeir muni hafa verið nærfærnir að eðlisfari, hag- leiksmenn með smiðsauga og að þeir hafi séð betur en aðrir hvað að var þegar sjúkdómar eða slys hentu fólk og þeir fóru höndum um hina sjúku eða slösuðu. í þessum hópi hafi vafalítið verið að finna réttnefnda skottulækna en þegar skynsamlegrar varfærni var gætt gat lækningamönnum farið rnargt vel úr hendi. Stöku menn meðal þessara lækningamanna komust í svo mikið álit meðal alþýðu manna að þeir hiutu viðurnefnið græðari. í þessum lækn- ingum munu það hafa verið samskipti lækn- ingamanns við sjúkling, persónulegar lækning- ar, græðiáhrif lækningamannsins sem skiptu máli fyrir sjúklinginn Með tilkomu árangursríkra vísinda og tækni virðist mannlegi þátturinn í læknisfræði hafa minnkað, viðræður, tjáskipti og huglæg tengsl læknis við sjúkling orðið minni og fjarlægð þeirra á milli aukist (2). Þess háttar þróun í samskiptum læknis við sjúklinga sína kann að auka á óánægju þeirra með lækna, þjónustu þeirra og verk og ef til vill draga úr umburðar- lyndi þeirra gagnvart mistökum þeirra og ófull- komleika og jafnvel stuðla að málsóknum sjúklinga á hendur læknum (3). Vísindaleg og tæknileg læknisfræði er ekki nóg ein sér jafnvel þó að með henni einni saman batni sjúklingi bæði fljótt og vel. An tímafrekra viðræðna við sjúklinginn minnkar mannlegi þátturinn í læknisstarfinu. Læknisstarfið þarf að vinna bæði af vísindalegri kunnáttu í læknisfræði og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.