Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 437 Frá Orlofsnefnd í marshefti Læknablaðsins birtust nýjar úthlutunarreglur Orlofsnefndar fyrir orlofsbú- staði og einnig voru í heftinu ný umsóknareyðublöð. Eins og gera má ráð fyrir með nýjungar þá tekur það fólk nokkurn tíma að gera sér grein fyrir þeim. Umsóknir um páskaúthlutun voru fáar og síðan afpantanir rétt fyrir pálmasunnudag og fyrirvari til að endurauglýsa í páskavikunni of skammur. Ak- ureyraríbúðin, Hreðavatn og Miðhús gengu út. Umsóknir fyrir sumarúthlutunina voru aðeins 108. Vikur til úthlutunar eru 116. Ákveðið var að hinkra með úthlutun þar til eftir páska vegna þess hve seint umsóknir bárust og eins eru lítilvæg byrj- unarvandamál til staðar. Hugsanlegar skýringar á lítilli ásókn í páskaúthlutun eru: Slæm veðurspá, slæm orlofs- nefnd, menn vilja ekki tapa punktum, myndbandstæki og sjónvarp vantar, kennsla barna og unglinga yfir páskana og fleira. I sjálfu sér er aukaatriði hver skýringin er, niðurstaðan er sú sama. Þriggja ára aðild að Orlofsheimilasjóði, eða 36 punkta frádráttur fyrir sumar- og páskaúthlutun er minna en í flestum öðrum félögum og ættu menn ekki að mikla það fyrir sér. Satt að segja gerir Orlofs- nefnd frekar ráð fyrir að auka þurfi punktafrádrátt. Varðandi veður, þá þekkjum við öll íslenskt veðurfar. Dvöl í orlofshúsi verður að vera ánægjuleg. Til að svo megi vera verður nóg að vera til afþreying- ar. Kerti og spil verða að vera til staðar eins og verið hefur, en síðan er rétt að huga að bóka- kosti, útvarpi, sjónvarpi og fleiru. Heitir pottar eru ekki á dagskrá nema hugsanlega í Húsafelli. Stefna Orlofsnefndar er að hús og íbúðir verði nýtt sem best sumar sem vetur. Við- bótareinangrun og endurnýjun Brekkuskógarbústaðanna er liður í því. Að lokum. Tekið var á leigu prýðilegt 65 m2 hús í Húsafelli til næstu tveggja ára. Fólk er ein- dregið hvatt til að nota það utan hins eiginlega orlofstíma. Fram- haldið ræðst af nýtingu og und- irtektum. Þá er fólk einnig hvatt til að nota og nýta hús og íbúðir læknafélaganna sem mest, til þess er leikurinn gerður. Arni B. Stefánsson Leikandi læknar Þessi frækni hópur hefur leik- ið saman knattspyrnu á laugar- dagsmorgnum kl 8 (!) í rúm 10 ár í íþróttahúsinu Ásgarði í Garða- bæ. Einnig er leikið kl 8 á mið- vikudagskvöldum í Kópavogi. Efri röð frá vinstri: Ari Ólafs- son, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Björgvin Bjarnason, Uggi Agn- arsson, Jón Bjarni Þorsteinsson og Gestur Þorgeirsson. Neðri röð frá vinstri: Eyþór Björgvinsson, Stefán B. Matt- híasson, Jón Steinar Jónsson, Sveinn Magnússon og Bjarni Jónasson. Nokkra „fastamenn" vantará myndina, svo sem Björn Guð- son, Kristján Erlendsson og mundsson, Árna Björn Stefáns- Magna Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.