Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 58
428 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 um áhættu beinbrota á hefð- bundnum brotstöðum, (saman- ber framanskráð). Þannig tvö- faldast áhætta á beinbroti í framtíðinni við hvert staðalfrá- vik frá miðgildi samsvarandi aldurshóps á beinþéttni í fram- handlegg. Enn meira forspár- gildi hafa þó mælingar á sjálfu beininu sem hætta er á að brotni. Þannig hafa beinar mæl- ingar á beinþéttni í lærleggshálsi enn hærra forspárgildi um mjaðmarbrot í framtíðinni en mælingar til dæmis á framhand- leggsbeinum. Hér á eftir eru skráðar helstu ábendingar bein- þéttnimælinga, en tekið skal fram að skoðanir um þetta efni eru talsvert skiptar meðal fræði- manna. 1. Við tíðahvörf, einkum þegar líkur á beinbrotum í framtíð- inni koma til með að ráða miklu um hormónanotkun. Yfirleitt dugar framhand- leggsmæling í slíkum tilfell- um. 2. Ef einstaklingur brotnar við lítinn áverka eða röntgen- mynd gefur vísbendingu um beinþynningu, er vert að kanna almennt ástand beina og þá helst með beinni mæl- ingu á hryggjarliðbolum og lærleggshálsi. 3. Til þess að fylgjast með sjúklingum sem settir eru á sykursterameðferð og þar sem miklar líkur eru á að meðferðin verði langvar- andi. Veruleg beinþynning myndi þá vera ástæða til þess að endurskoða meðferð og skammta eða beita forvörn- um. 4. Sterk ættarsaga um bein- þynningu eða aðrir áhættu- þættir, samanber töflu I. 5. Til mats á árangri af meðferð við beinþynningu (mælingar á hryggjarliðbolum og/eða lærleggshálsi), til dæmis á eins til tveggja ára fresti. Blóðprufur gegna takmörk- uðu hlutverki við greiningu venjulegrar, aldursbundinnar beinþynningar. Avallt skal þó hafa í huga hvort um einhverja af þeim orsökum sjúkdómsins sem greinir frá í töflu I sé að ræða. Viðeigandi blóðprufur (til dæmis sökk, s-kalsíum og skjaldkirtilspróf) og/eða aðrar rannsóknir ber þá að gera. Reynt hefur verið að meta hversu hratt beintap verður, til dæmis eftir tíðahvörf, með blóð- og þvagmælingum, en klínískt gildi þeirra er takmark- að enn sem komið er. Meðferð A. Forvarnir Flestir eru sammála um að ár- angur af meðferð á beinþynn- ingu á brotastigi sé takmarkað- ur. Forvarnir eru því aðlaðandi og mjög í anda nýrrar heilbrigð- isstefnu. Annars vegar er hér um að ræða almennar aðgerðir, sem miða einkum að því að hafa áhrif á lífsvenjur fólks, hins veg- ar sértæka lyfjameðferð, fyrst og fremst hormónameðferð eft- ir tíðahvörf til þess að draga úr líkum á beinþynningu. Síðara atriðið varðar hvernig velja á konur til meðferðar og síðan að tryggja meðferðarheldni hjá þeim sem gangast undir lang- varandi hormónameðferð. Almenn atriði 1. Hreyfing, líkamsrœkt: Þetta er mikilvægt alla ævi, jafnt hjá börnum og unglingum sem öldr- uðum. Almenn þjálfun styrkir og þéttir bein, bætir jafnvægi og dregur úr dettni. Miða verður við getu hvers og eins, en sann- að er að jafnvel aldraðir ein- staklingar geta stundað líkams- rækt sér til ánægju og heilsubót- ar. Talið hefur verið að þjálfun þar sem þyngdarafls gætir sé heppilegri (gönguferðir, skokk og hlaup, vöðvastyrkjandi æf- ingar) en áreiðanlega er einnig óhætt að mæla með til dæmis sundi. 2. Matarœdi: Hér er einkum nauðsynlegt að tryggja næga kalkneyslu. Þá er D-vítamín nauðsynlegt fyrir eðlilega nýt- ingu kalks úr fæðu. Kalk virðist sérstaklega mikilvægt í tveimur aldurshópum, annars vegar hjá börnum og unglingum, hins vegar hjá eldra fólki. einkum konum (tafla II). 3. Forvarnir gegn slysum: Mjög mikilvægt er að beita forvarnar- starfi til þess að forðast byltur. Auk almennra styrkjandi lík- amsæfinga, samanber ofan- skráð, ber að huga að slysagildr- um í heimahúsum, vörnum gegn hálkuslysum, svo og að draga úr, ef kostur er, notkun svefnlyfja, áfengis og annarra Greining á beinþynningu Röntgenmyndir — Gildir fyrst og fremst við greiningu beinbrota. — Lítið gildi við greiningu einkennalausrar bein- þynningar. Beinþéttnimælingar — Gildir við greiningu einkennalausrar beinþynn- ingar og til þess að meta nákvæmlega ástand beina hjá brotasjúklingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.05.1995)
https://timarit.is/issue/364651

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.05.1995)

Aðgerðir: