Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 58
428
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
um áhættu beinbrota á hefð-
bundnum brotstöðum, (saman-
ber framanskráð). Þannig tvö-
faldast áhætta á beinbroti í
framtíðinni við hvert staðalfrá-
vik frá miðgildi samsvarandi
aldurshóps á beinþéttni í fram-
handlegg. Enn meira forspár-
gildi hafa þó mælingar á sjálfu
beininu sem hætta er á að
brotni. Þannig hafa beinar mæl-
ingar á beinþéttni í lærleggshálsi
enn hærra forspárgildi um
mjaðmarbrot í framtíðinni en
mælingar til dæmis á framhand-
leggsbeinum. Hér á eftir eru
skráðar helstu ábendingar bein-
þéttnimælinga, en tekið skal
fram að skoðanir um þetta efni
eru talsvert skiptar meðal fræði-
manna.
1. Við tíðahvörf, einkum þegar
líkur á beinbrotum í framtíð-
inni koma til með að ráða
miklu um hormónanotkun.
Yfirleitt dugar framhand-
leggsmæling í slíkum tilfell-
um.
2. Ef einstaklingur brotnar við
lítinn áverka eða röntgen-
mynd gefur vísbendingu um
beinþynningu, er vert að
kanna almennt ástand beina
og þá helst með beinni mæl-
ingu á hryggjarliðbolum og
lærleggshálsi.
3. Til þess að fylgjast með
sjúklingum sem settir eru á
sykursterameðferð og þar
sem miklar líkur eru á að
meðferðin verði langvar-
andi. Veruleg beinþynning
myndi þá vera ástæða til þess
að endurskoða meðferð og
skammta eða beita forvörn-
um.
4. Sterk ættarsaga um bein-
þynningu eða aðrir áhættu-
þættir, samanber töflu I.
5. Til mats á árangri af meðferð
við beinþynningu (mælingar
á hryggjarliðbolum og/eða
lærleggshálsi), til dæmis á
eins til tveggja ára fresti.
Blóðprufur gegna takmörk-
uðu hlutverki við greiningu
venjulegrar, aldursbundinnar
beinþynningar. Avallt skal þó
hafa í huga hvort um einhverja
af þeim orsökum sjúkdómsins
sem greinir frá í töflu I sé að
ræða. Viðeigandi blóðprufur
(til dæmis sökk, s-kalsíum og
skjaldkirtilspróf) og/eða aðrar
rannsóknir ber þá að gera.
Reynt hefur verið að meta
hversu hratt beintap verður, til
dæmis eftir tíðahvörf, með
blóð- og þvagmælingum, en
klínískt gildi þeirra er takmark-
að enn sem komið er.
Meðferð
A. Forvarnir
Flestir eru sammála um að ár-
angur af meðferð á beinþynn-
ingu á brotastigi sé takmarkað-
ur. Forvarnir eru því aðlaðandi
og mjög í anda nýrrar heilbrigð-
isstefnu. Annars vegar er hér
um að ræða almennar aðgerðir,
sem miða einkum að því að hafa
áhrif á lífsvenjur fólks, hins veg-
ar sértæka lyfjameðferð, fyrst
og fremst hormónameðferð eft-
ir tíðahvörf til þess að draga úr
líkum á beinþynningu. Síðara
atriðið varðar hvernig velja á
konur til meðferðar og síðan að
tryggja meðferðarheldni hjá
þeim sem gangast undir lang-
varandi hormónameðferð.
Almenn atriði
1. Hreyfing, líkamsrœkt: Þetta er
mikilvægt alla ævi, jafnt hjá
börnum og unglingum sem öldr-
uðum. Almenn þjálfun styrkir
og þéttir bein, bætir jafnvægi og
dregur úr dettni. Miða verður
við getu hvers og eins, en sann-
að er að jafnvel aldraðir ein-
staklingar geta stundað líkams-
rækt sér til ánægju og heilsubót-
ar. Talið hefur verið að þjálfun
þar sem þyngdarafls gætir sé
heppilegri (gönguferðir, skokk
og hlaup, vöðvastyrkjandi æf-
ingar) en áreiðanlega er einnig
óhætt að mæla með til dæmis
sundi.
2. Matarœdi: Hér er einkum
nauðsynlegt að tryggja næga
kalkneyslu. Þá er D-vítamín
nauðsynlegt fyrir eðlilega nýt-
ingu kalks úr fæðu. Kalk virðist
sérstaklega mikilvægt í tveimur
aldurshópum, annars vegar hjá
börnum og unglingum, hins
vegar hjá eldra fólki. einkum
konum (tafla II).
3. Forvarnir gegn slysum: Mjög
mikilvægt er að beita forvarnar-
starfi til þess að forðast byltur.
Auk almennra styrkjandi lík-
amsæfinga, samanber ofan-
skráð, ber að huga að slysagildr-
um í heimahúsum, vörnum
gegn hálkuslysum, svo og að
draga úr, ef kostur er, notkun
svefnlyfja, áfengis og annarra
Greining á beinþynningu
Röntgenmyndir
— Gildir fyrst og fremst við greiningu beinbrota.
— Lítið gildi við greiningu einkennalausrar bein-
þynningar.
Beinþéttnimælingar
— Gildir við greiningu einkennalausrar beinþynn-
ingar og til þess að meta nákvæmlega ástand
beina hjá brotasjúklingum.