Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 419 Þessum 2690 börnum var einnig skipt í tvo hópa, þar sem annar hópurinn fékk tvo skammta af lyfinu og hinn fékk allt að fjórum skömmtum. Einnig var 4067 öðrum börnum, sem sfðar fengu sjúkdóminn og fengu fyrsta skammt lyfsins eftir að sjúkdómsein- kenni voru komin fram, skipt í tvo hópa eftir fjölda skammta þannig að samtals fengu 3376 börn tvo skammta en 3381 barn allt að því fjóra skammta. Enginn munur var á útkomu þessara tveggja hópa. Af íslensku börnunum 30 lifðu 24. Sex fengu loft- leka úr lungum og 15 fengu BPD. Við sex mánaða aldur voru níu af þeim sem lifðu talin vera að ein- hverju leyti þroskaheft, þar af fjögur alvarlega (ma- jor) þroskaheft. Niðurstaða OSIRIS var sú, að best væri að gefa surfactant eins fljótt og auðið væri, og að ekki næðist betri árangur með því að gefa fleiri en tvo skammta. 5. Hvítblæði hjá börnum á Norðurlöndum á tímabilinu 1981- 1993 Guðmundur K. Jónmundsson, Jón R. Kristinsson Barnaspítali Hringsins, Landspítala Samvinna hefur verið milli Norðurlanda frá árinu 1981 varðandi meðferð og rannsóknir á börnum með hvítblæði. NOPHO (Nordisk forening for pediatrisk hematologi og oncologi) var formlega stofnað hér á íslandi 1984. Á tímabilinu 1981-1993 hafa orðið þær breytingar að flokkanir í áhættuhópa hafa orðið markvissari, meðferðin harðari en jafnframt styttri. Lifun hefur farið batnandi. Sama flokkun og með- ferð hefur gilt í öllum löndunum fimm og árangur meðferðar er með því besta sem sést hefur miðað við heilar þjóðir. Mikilvægt er fyrir okkur íslendinga að taka þátt í samvinnu sem þessari þar sem þjóðin er fámenn og tilfellin fá, til dæmis er fjöldi barna með bráðaeitilfrumuhvítblæði á þessu tímibili alls 29 hér á landi og af þeim eru 25 á lífi í dag (86%). Sex börn greindust með ANLL (AML) og eru fjögur þeirra lifandi. Tvö börn greindust með CML og eru bæði á lífi. Þessi árangur er mjög sambærilegur við það sem best gerist annars staðar. Varðandi börn á Norður- löndum sem greindust með bráðaeitilfrumuhvít- blæði (ALL) var langtímalifun á árunum 1981-1984 um 50% en í árslok 1991 var þessi tala komin yfir 70%. Heildarfjöldi barna sem greindust með ALL á Norðurlöndum 1981-1993 var 2090 þannig að þessar tölur ættu að vera marktækar. Bráðamergfrumuhvítblæði (AML) er mun erfið- ari sjúkdómur hjá börnum og sem betur fer sjaldgæf- ari. Á Norðurlöndum hafa greinst 237 börn frá miðju ári 1984 til loka árs 1993 og er langtímalifun hjá þessum sjúklingum undir 50%. Hefur sú tala hækkað lítillega þrátt fyrir mjög harðnandi lyfja- meðferð. 6. Ungbarnakippir á íslandi 1981- 1990 Pétur Lúðvígsson1*, Sólveig Sigurðardóttir11, Elías Ólafsson21, W. Allen Hauser31 '' Barnaspítali Hringsins, 2,taugalœkningadeild Landspítalans, 3lSergievsky Center, Columbia Uni- versity, New York, N. Y. Ungbamakippir („infantile spasms“) er afmarkað flogaveikiheilkenni, þar sem ákveðin klínísk ein- kenni og sérkennandi heilaritsbreytingar fara sam- an. Einkenni eru oftast komin fram við eins árs aldur. Við leituðum upplýsinga um öll börn sem greindust með ungbarnakippi (UK) á íslandi á 10 ára tímabili frá 1981-1990 til að ákvarða nýgengi, orsak- ir, horfur og ættgengi heilkennisins. Leitað var í skjalasöfnum barnadeilda Landspítalans, Landa- kotsspítala og FSA. Á tímabilinu greindust 13 til- felli, 10 drengir og þrjár stúlkur. Árlegt nýgengi UK á tímabilinu reyndist að meðaltali 0,30 tilfelli á hver 1000 lifandi fædd börn. Öll börnin höfðu haft hviður af flexor kippum sem hófust milli tveggja og 11 mán- aða aldurs (meðalaldur 5,6 mánaða). I öllum tilvik- um kom fram hypsarrythmía á heilariti. UK var af ókunnum orsökum („cryptogenic") hjá sex börnum (46%), en orsök var þekkt (,,symptomatic“) hjá sjö börnunt. Börnunum hefur nú verið fylgt eftir í sjö og hálft ár að meðaltali (3,5-10,9 ár). Fimm börn (38%) eru krampalaus og virðast þroskast eðlilega, eitt barn hefur væga spastíska tvílömun, en sjö börn eru alvarlega heilasködduð og eru fimm þeirra flogaveik. Þau fimm börn sem eru einkennalaus nú, höfðu öll UK af óþekktum uppruna. Enginn skyld- leiki fannst milli tilfella UK í fjórða lið. Nýgengi UK á íslandi er litlu hærra en í Bandaríkjunum og Dan- mörku, en nokkru lægra en í Finnlandi. Hlutfall barna með UK af óþekktum uppruna er hér hærra en í öðrum nýlegum rannsóknum og horfur barn- anna betri en víðast annarstaðar. 7. Op á milli gátta á íslandi Hróðmar Helgason',2>, Guðbjörg JónsdóttirJ) "Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 2>Háskóli ís- lattds, lœknadeild Op milli gátta (ASD) er algengur hjartagalli og talinn næst algengasti hjartagallinn. Til skamms tíma hefur ASD aðallega greinst í fullorðnu fólki enda klínísk einkenni oft lítil á barnsaldri. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga nýgengi og greiningu ASD hjá börnum, tengda fæðingargalla, árangur aðgerða og langtíma horfur. Farið var yfir sjúkraskrár og ómskoðanir allra barna sem fædd eru á árunum 1984-93. Op minni en 4 mm voru ekki tekin með. Ómrannsókn lá fyrir hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.