Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 411 poki sem hafði öll lög vélindaveggjar. Sjúkling- ur varð eftir aðgerð einkennalaus í nokkrar vikur, en endurtekin vélindamynd sýndi væga dreifða, ósamhæfða (tertiary) samdrætti. Stuttu síðar fékk sjúklingur vaxandi „munn- kokslíka“ (oropharyngeal) kyngingarörðug- leika, tormæli og slappleika, orsakað af mænu- kylfulömun (bulbar palsy) vegna hreyfitaug- ungahrörnunar (motor neuron disease). Átta mánuðum eftir aðgerð fór sjúklingur í hjarta- stopp utan spítala og dó. Umræða Ofanþindarpokar eru skilgreindir sem út- bunganir á neðstu 10 cm vélinda (1). Einkenn- andi er að þeir séu áunnir þrýstisarpar sem koma fram hjá eldra fólki (1,3) og „falskir" að gerð þar sem pokaveggurinn hefur ekki vöðva- lag vélindaveggjar. Talið er að oftast liggi að baki samdráttartruflun með auknum þrýstingi inni í vélindaholinu (4). Meðfæddir, sannir (öll lög vélindaveggjar til staðar) ofanþindarpokar koma fyrir, en eru mjög fátíðir (1,5). Ofan- þindarpokar eru oftast stakir en geta verið margir (6). Þeir eru oftast litlir, 1 til 4 cm að stærð, og einkennalausir sem slíkir, þótt sjúk- lingurinn hafi einkenni frá samdráttartruflun, eins og dreifða vélindakrampa eða vélinda- lokakrampa (achalasia) (4,5). Einkenni vegna bakflæðis á magasýru upp í vélinda eru sjaldn- ast áberandi, þó pokarnir geti tengst þindarsliti (sliding hiatus hernia) (2,5). Risastórir ofan- þindarsarpar eru fátíðir (5-7) og eru oftast hægra megin við vélindað (5). Risastórir pokar gefa ávallt einkenni. Þeir geta orsakað öndun- arfæraeinkenni vegna ásvelgingar (aspiration) (sem gerðist sennilega hjá okkar sjúklingi), blæðingu, götun (perforation) og æxlismyndun (3,5). Skurðaðgerð er beitt við ofanþindarpok- um sem gefa einkenni og hefur einfalt brott- nám gefið góðan árangur (8). Flestir skurð- læknar mæla þó með því að gera vöðvaskurð (myotomy) á vélinda samfara brottnáminu vegna hugsanlegs samdráttarsjúkdóms (3,4). Góður bati með tilliti til einkenna, um nokkurt skeið eftir aðgerð hjá okkar sjúklingi, mælir gegn því að hann hafi haft truflun á vélinda- samdrætti. Á hinn bóginn hafði þessi sjúkling- ur klínísk teikn um samdráttartruflun. Pokinn var auðsjáanlega ekki af togsarpsgerð. í mið- mæti voru engin merki um bólgu eins og hnúðabólgusjúkdóm (granuloma) og sérstak- lega sáust engir samvextir sem ollu togi á vél- inda. Þá er talið að ofanþindarpokar séu nær aldrei orsakaðir af togi (5,8) og að togsarpar fyrirfinnist nær eingöngu sem miðvélinda- (mi- desophagal, thoracal) pokar. Áberandi hröð stækkun á pokanum og teikn um dreifða, ósér- hæfða samdrætti gæti einnig bent til samdrátt- artruflunar og að um þrýstisarp væri að ræða. Því miður var þetta ekki rannsakað með þrýst- ingsmælingum. Það flækir þó málið að ofan- þindarpoki okkar sjúklings hafði öll lög vél- indaveggjar og var því ekki „falskur" eins og þrýstisarpar eru yfirleitt. Velta má þeirri kenn- ingu fyrir sér hvort pokinn hafi í upphafi verið lítill og meðfæddur, en blásið út með tímanum vegna óhóflegs þrýstings innan vélindans. Þessi tengsl á milli Zenkers og ofanþindarpoka eru áhugaverð en gefa aðeins tilefni til vanga- veltna. Við könnumst ekki við slíkt samband og það gæti vissulega verið tilviljun. Þó gæti það verið vísbending um almenna tilhneigingu til hreyfitruflunar í efsta hluta meltingarvegar. Það er annars dæmalaust að okkar sjúklingur fékk í þrígang kyngingarvandamál sem stafaði hugsanlega í öll skiptin af mismunandi tauga- vöðva sjúkdómi. Þakkir Höfundar þakka Elísabetu Snorradóttur rit- ara fyrir hennar hjálp. HEIMILDIR 1. Meshkinpour H. Esophageal diverticula. In: Berk JE, ed. Bockus Gastroenterology. 4th ed. Philadelphia: WB Saunders Co. 1985: 809-17. 2. Bhasin DK, Nagi B, Siddeshi ER, Singh K. Epiphrenic diverticulum of the oesophagus. JAPI 1989; 37: 671-2. 3. Evander A, Little AG, Ferguson MK, Skinner DB. Di- verticula of the mid- and lower esophagus: Pathogenesis and surgical management. World J Surg 1986; 10: 820-8. 4. Debas HT, Payne WS, Cameron AJ, Carlson HC. Phy- siopathology of lower esophageal diverticulum and its implications for treatment. Surg Gynecol Obstet 1980; 151: 593-600. 5. Bruggeman LL, Seaman WB. Epiphrenic diverticula. An analysis of 80 cases. Am J Roentgenol 1973; 119: 266-76. 6. Conrad C, Nissen F. Giant epiphrenic diverticula. Eur J Radiol 1982; 2: 48-9. 7. Toyohara T, Kaneko T, Araki H, Takahashi K, Nakam- ura T. Giant epiphrenic diverticulum in a boy with Eh- lers-Danlos syndrome. Pediatr Radiol 1989; 19: 437. 8. Duda M, Serý Z, Vojacek K, Rocek V, Rehulka M. Etiopathogenesis and classification of esophageal diver- ticula. Int Surg 1985: 291-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.