Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1995, Side 21

Læknablaðið - 15.05.1995, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 395 Vear Fig 1. Patients with celiac disease in Iceland, 1969-1991. Table III. Incidence of celiac disease in Iceland. Years Mean population of lceland No of cases diagnosed per year Mean number of cases diagnosed Mean incidence per 100.000/inhabitants/year 1962-1971 195,732 0 0 0 1972-1981 220,525 4 0.4 0.2 1982-1991 245,647 24 2.4 1.0 fræðingur (JB) endurskoðaði með smásjár- rannsókn sýni allra sjúklinga sem gengust und- ir smágirnissýnatöku og sem upphaflega höfðu smásjárgreinst með totuvisnun af einhverju tagi, enn fremur smásjársýni sjúklinga sem sterkur grunur lék á að hefðu sjúkdóminn, jafnvel þótt ekki hefðu greinst smágirnisaf- brigði við upphafsrannsókn. Nýgengi og algengi var reiknað út. Þá var litið sérstaklega á algengi meðal barna. Kann- aður var aldur við greiningu, greiningartöf, sjúkdómseinkenni, ættarsaga, búseta og svör- un við meðferð. Athugað var sérstaklega hve margir sjúklinganna hefðu fengið hringblöðru- bólgu (dermatitis herpetiformis) og illkynja æxli. Nytjahlutfall (utility rate) mjógirnissýna- töku hjá börnum og fullorðnum var kannað, það er hvert væri hlutfall jákvæðra sýna miðað við þann fjölda sem tekinn var frá mjógirni til að leita að sjúkdómnum. Til þess að finna út heildarfjölda vefjasýnanna var leitað í tölvu Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og þannig dregnar fram og skoðaðar allar beiðnir um slíkar mjógirnisrannsóknir á tímabilinu 1984 til 1991. Nytjahlutfall var kannað á sama hátt fyrir Norðurland eystra með því að fara í gegnum allar beiðnir um mjógirnisrannsóknir frá Rannsóknastofu í meinafræði við FSA. Á Barnaspítala Hringsins var auk þess talið hve mörg mjógirnissýni hefðu verið tekin aftur til ársins 1978 til að leita að sjúkdómnum, en þau höfðu verið skráð jafnóðum og þau voru tekin. Niðurstöður Alls voru smásjárskoðuð 88 sýni frá 40 sjúk- lingum. Fyrri greiningu um totuvisnun var hafnað hjá 11. Hinir 29, með totuvisnun, upp- fylltu allir nema einn önnur inntökuskilyrði. Þannig fundust 28 sjúklingar með glútenóþol í görn, þar af tvö börn. Að auki fannst einn fullorðinn sjúklingur sem ekki var íslenskur og er ekki talinn með í rannsókninni nema við útreikning á nytjahlutfalli. Af sjúklingunum 28 reyndust 13 hafa algjöra totuvisnun og 15 hluta- visnun. Enginn sjúklingur fannst á árunum 1962- 1971, á tímabilinu 1972-1981 fundust fjórir, en á síðasta áratugnum 1982-1991 fundust 24 (86%) (mynd 1). Nýgengi á síðasta 10 ára tímabilinu var að meðaltali 1:100.000 íbúa á ári, en var að meðal- tali 0,2:100.000 íbúa á ári á áratugnum þar á undan (tafla III).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.