Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 383 færni í mannlegum samskiptum. Yfirleitt verð- ur þó ekki sagt um lækna að „svo er án bænar sálin snauð/sjónlaus, köld og rétt steindauð" en ef til vill verður þó hugur læknisins tómari og fátækari en ella án persónulegs viðtals við sjúklinginn. Fyrr á árum, á tímum viðtalslækninga voru það tvennskonar eiginleikar sem voru einkum þýðingarmiklir í eðlisfari læknisins. Annars vegar var það brennandi áhugi á fólki og áköf forvitni um það, hins vegar meðfædd hæfni til væntumþykju sem erfitt er að öðlast, en er læknum enn í dag til baga að vera án (2). Alla tíð er mikilvægt að sjúklingurinn finni að lækn- irinn láti sér annt um hann. í samskiptum við sjúklinga skiptir máli sú tillitssemi sem felur í sér að sjúklingurinn hafi allajafna á réttu að standa í minni háttar ágreiningsatriðum eins og viðskiptavinur í verslunum við afgreiðslufólk og hann sé aldrei þvingaður til eins eða neins í jáyrðum við skoð- unum, rannsóknum eða aðgerðum. Mikilvæg er nærfærni, einlægni, alúð, hjartahlýja og virðing fyrir sjúklingnum en virðing er þar lyk- ilorð eins og í mannlegum samskiptum yfir- leitt. Gjarnan má vera skráð í huga læknisins það lögmál sem Einar Benediktsson orðar svo að „aðgátskal höfð ínœrveru sálar". Pó er það eitt hugtak sem framar öðrum hefur orðið lyk- ilorð í samskiptum læknis við sjúklinga síðustu áratugi. Það er orðið empathia, sem komið er til okkar úr forngrísku þar sem em merkir inn og pathosis tilfinningu(4). Segja má að orðið empathia hafi verið mikið notað frá árinu 1957 í læknagreinum um samskipti lækna og hjúkr- unarfræðinga við sjúklinga. Það orð hefur verið nefnt Einfiihlung á þýsku og þýtt á ís- lensku með nýyrðinu íkennd (5). Það felur í sér innlifun læknis eða hjúkrunarfræðings í hug- læga reynslu annars einstaklings á meðan hann heldur hlutlægri athygli sinni ótruflaðri og kemur síðan innlifun sinni til skila til einstak- lingsins með beinu eða óbeinu móti, með orð- um eða á orðlausan hátt. Skilningur læknis á huga sjúklingsins er mikilsverður í sjálfu sér en íkennd getur haft linandi áhrif á huglæga van- líðan, ef henni er endurvarpað af lækninum með orðum eða látbragði til að tjá sjúklingi samkennd og þann skilning sem veitir honum stuðning. Það getur réttlætt hátterni sjúklings- ins fyrir sjálfum sér og glætt dýpri geðræna tjáningu hans. Það eykur tengsl sjúklingsins við lækni og rýfur einangrun hans. Þrír áfangar eru taldir vera í ferli íkenndar. Sá fyrsti er bundinn byrjun eða upphafi ferlis- ins og er nefndur hvatningaráfangi. Sá sem kemur næst á eftir er sagður vera saman- stemmandi áfangi milli þess sem athugar og hins sem er athugaður. Sá þriðji er nefndur þátttakandi eða hjálpandi áfangi sem lýkur með því að ákveðið er að gera ekkert í máli sjúklingsins eða bjóða honum geðrænan stuðn- ing og aðstoð við að leysa vandamál sín. Ikennd er mikilsvarðandi fyrir góðan árangur í meðferð sálvefrænna og langvinnra sjúkdóma. Hún er af sumum álitin meðfæddur hæfileiki, þáttur í persónuleika einstaklingsins en kemur fram stundarkorn við samskipti tveggja ein- staklinga og er ferli huglægrar athafnar læknis- ins eða hjúkrunarfræðingsins og huglægs við- bragðs sjúklingsins. íkennd eykur á innsæi sjúklingsins í eðli sjúkdómsins og tilfinningu hans fyrir því að borin sé umhyggja fyrir hon- um og að reynt sé að annast hann eftir föngum af þeim sem sinna honum. Til þess að íkennd hafi áhrif verður hún að vera skynjuð þannig að fundið sé fyrir henni af hálfu sjúklingsins. íkennd glæðir samskipti læknis við sjúkling. Tilfinning þess að vera skilinn af öðrum og bundinn tengslum við lækni hefur bætandi áhrif á líðan sjúklings og samband hans við þann sem sinnir honum. Áherslu má leggja á að íkennd hjálpar lækn- inum til að skilja huglægt ástand og geðhrif sjúklingsins. Með íkenndarskilningi sínum get- ur læknirinn haft áhrif á líðan sjúklingsins á þann hátt að láta sjúklinginn vita að hann tekur þátt í viðhorfi hans gagnvart innri reynslu hans. Ikennd er ætlað að auðvelda lækninum að koma á lækningalegu bandalagi við sjúk- linginn svo að hann finni að hann er skilinn af öðrum og styrkist við það og líðan hans batni. Svo sem áður er vikið að virðist hin vaxandi vísindalega og tæknilega þróun í læknisfræði hafa haldist í hendur við minnkandi vitund lækna um huglægar þarfir sjúklinga. Samskipti lækna við sjúklinga á sjúkrahúsum sýnast hafa minnkað. Ekki er nóg að sjúkrahús séu vel skipulögð, skilvirk og tækniþróuð ef þau eru svo á kostnað mennskunnar í samskiptum starfsliðsins við sjúklinga. Sjúkrahúsin þurfa jafnframt að vera hlýir og vingjarnlegir íveru- staðir líkt oggóð heimili eru. Læknisstarfið má ekki verða sálarlaust. Kvíði og geðlægð eru tíðum viðbrögð við alvarlegum sjúkdómum. Þýðingu hefur í með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.