Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 32
406 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 síðar af heilablæðingu. Útreiknaðar dánarlíkur þessara tveggja voru lægstar. Kona á níræðis- aldri, með tiltölulega lítinn bruna, lést af lungnabólgu. Þrír létust af graftarsótt og fjöllíf- færabilun, einn þeirra hafði verið endurlífgað- ur. Einn til viðbótar hafði verið endurlífgaður, en lést síðar af völdum hjartadreps (mynd 6). Umræða Dauðsföllum af völdum bruna hér á landi hefur fækkað verulega á síðasta áratugi en það að dauðsföll eru færri hér en í öðrum löndum getur annars vegar stafað af því að við notum heitt vatn til húshitunar svo og að hér er mjög lítill þungaiðnaður. Á síðustu áratugum hefur dauðsföllum af völdurn bruna fækkað unr allan heim. Ástæður þessa eru betri brunavarnir, meiri reynsla starfsfólks, betri almenn meðferð sjúklinga og framfarir í sérhæfðri meðferð brunasjúklinga. Við bætta meðferð áverka og sjúkdóma sem áður ollu banvænu losti, hefur komið fram nýr sjúkdómur eða sjúkdómsmynd, fjöllíffærabil- un (multiple organ failure syndrome), sem er nú ein algengasta ástæða dauðsfalla á gjör- gæsludeildum. Við fjöllíffærabilun verður bil- un í tveimur eða fleiri líffærakerfum og versna horfur eftir því sem fleiri líffæri bila. Fjöllíf- færabilun er talin stafa af blóðþrýsti ngsfalli eft- ir brunann, vefjadrepi og/eða graftarsótt. Fyrst eftir brunann verður dæmigerð bólgusvörun í brunasárinu, að viku liðinni er oftast komin sýking í sárið og það eykur enn á bólgusvörun- ina. Talið er að boðefni bólgusvörunar berist í blóðrásina, til fjarlægra líffæra, valdi bilun í einstökum líffærum og síðan fjöllíffærabilun. Sjúkdómsmyndin getur verið margvísleg en oft eru einkenni fjöllíffærabilunar þau sömu og sjást við graftarsótt. Hefur þetta valdið ósanr- ræmi í skráningu dánarorsakar brunasjúklinga og hefur fjöllíffærabilun, fjöllíffærabilun í kjöl- far graftarsóttar og graftarsótt verið notað án frekari aðgreiningar. Einnig hafa mismunandi skilgreiningar verið notaðar yfir truflun eða bilun á starfsemi líffærakerfa og þar með grundvelli fyrir greiningu fjöllíffærabilunar. I þessari athugun var ákveðið að skilgreina graftarsótt sem einkenni graftarsóttar ásamt já- kvæðri blóðræktun, fjöllíjfœrabilun í kjölfar graftarsóttar einungis ef niðurstaða krufningar leiddi slíkt í ljós og líffærabilun einungis ef ummerki líffærabilunar fundust við krufningu. Ekki var talið að um fjöllíffærabilun væri að Dánarlíkur 0.5 0 |......................................... 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 Ár Mynd 6. Dánarlíkur reiknaðar eftir líkani fyrir dánartíðni (Mortality Model). ræða, ef hægt var að rekja bilun í einu eða fleiri líffærakerfum til annarra orsaka, til dæmis brátt nýrnapípladrep (acute tubular necrosis) eða þvagþurrðarnýrnabilun (oliguric renal fail- ure) til blóðþrýstingsfalls í kjölfar bruna. Vandaðar og nákvæmar krufningarskýrslur frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði auðvelduðu rnjög ákvörðun dánarorsakar. Flestar heimildir byggja dánarorsök á klínísku mati og torveldar það samanburð. Breytingar hafa orðið á dánarorsökum brunasjúklinga síð- ustu áratugi. Hlutfallslega hefur dregið úr dauðsföllum fljótlega eftir brunann af völdum losts, en síðkomnum dánarorsökum hefur aft- ur á móti fjölgað. I heimildum síðustu áratuga eru dauðsföll af völdum losts 14-54%, af völd- um graftarsóttar 3-69% og fjöllíffærabilunar 3-64% (7,10-21). Niðurstöður þessarar athug- unar falla innan þessara víðu marka. Á gjörgæslu- og lýtalækningadeild hefur verið reynt að fylgjast með þeim framförum í meðferð brunasjúklinga sem orðið hafa í heim- inum á síðustu áratugum. Ríkuleg og bætt vök- vagjöf strax eftir brunann hefur nær útrýmt dauðsföllum vegna losts. Bætt svæfingatækni og fullnægjandi aðgangur að blóði og blóðhlut- um ásamt betri skilningi á eðli brunaveikinnar leiddi til þess að á níunda áratugnum var farið að gera aðgerðir á brunasárum fljótt, fjarlægja brenndan vef og flytja húð á sárin strax og sjúklingur var talinn í stöðugu ástandi. Þannig er hægt að halda bólgusvörun í lágmarki og fyrirbyggja alvarlegar sýkingar. Þessi meðferð hefur eflaust átt sinn þátt í að dauðsföllum fækkaði á níunda áratugnum og tíðni graftar- sóttar hjá brunasjúklingum er hér með því lægsta sem gerist. Ályktun Útreiknaðar dánarlíkur þeirra brunasjúk- linga, sem komu til meðferðar á Landspítalan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.05.1995)
https://timarit.is/issue/364651

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.05.1995)

Aðgerðir: