Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 32

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 32
406 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 síðar af heilablæðingu. Útreiknaðar dánarlíkur þessara tveggja voru lægstar. Kona á níræðis- aldri, með tiltölulega lítinn bruna, lést af lungnabólgu. Þrír létust af graftarsótt og fjöllíf- færabilun, einn þeirra hafði verið endurlífgað- ur. Einn til viðbótar hafði verið endurlífgaður, en lést síðar af völdum hjartadreps (mynd 6). Umræða Dauðsföllum af völdum bruna hér á landi hefur fækkað verulega á síðasta áratugi en það að dauðsföll eru færri hér en í öðrum löndum getur annars vegar stafað af því að við notum heitt vatn til húshitunar svo og að hér er mjög lítill þungaiðnaður. Á síðustu áratugum hefur dauðsföllum af völdurn bruna fækkað unr allan heim. Ástæður þessa eru betri brunavarnir, meiri reynsla starfsfólks, betri almenn meðferð sjúklinga og framfarir í sérhæfðri meðferð brunasjúklinga. Við bætta meðferð áverka og sjúkdóma sem áður ollu banvænu losti, hefur komið fram nýr sjúkdómur eða sjúkdómsmynd, fjöllíffærabil- un (multiple organ failure syndrome), sem er nú ein algengasta ástæða dauðsfalla á gjör- gæsludeildum. Við fjöllíffærabilun verður bil- un í tveimur eða fleiri líffærakerfum og versna horfur eftir því sem fleiri líffæri bila. Fjöllíf- færabilun er talin stafa af blóðþrýsti ngsfalli eft- ir brunann, vefjadrepi og/eða graftarsótt. Fyrst eftir brunann verður dæmigerð bólgusvörun í brunasárinu, að viku liðinni er oftast komin sýking í sárið og það eykur enn á bólgusvörun- ina. Talið er að boðefni bólgusvörunar berist í blóðrásina, til fjarlægra líffæra, valdi bilun í einstökum líffærum og síðan fjöllíffærabilun. Sjúkdómsmyndin getur verið margvísleg en oft eru einkenni fjöllíffærabilunar þau sömu og sjást við graftarsótt. Hefur þetta valdið ósanr- ræmi í skráningu dánarorsakar brunasjúklinga og hefur fjöllíffærabilun, fjöllíffærabilun í kjöl- far graftarsóttar og graftarsótt verið notað án frekari aðgreiningar. Einnig hafa mismunandi skilgreiningar verið notaðar yfir truflun eða bilun á starfsemi líffærakerfa og þar með grundvelli fyrir greiningu fjöllíffærabilunar. I þessari athugun var ákveðið að skilgreina graftarsótt sem einkenni graftarsóttar ásamt já- kvæðri blóðræktun, fjöllíjfœrabilun í kjölfar graftarsóttar einungis ef niðurstaða krufningar leiddi slíkt í ljós og líffærabilun einungis ef ummerki líffærabilunar fundust við krufningu. Ekki var talið að um fjöllíffærabilun væri að Dánarlíkur 0.5 0 |......................................... 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 Ár Mynd 6. Dánarlíkur reiknaðar eftir líkani fyrir dánartíðni (Mortality Model). ræða, ef hægt var að rekja bilun í einu eða fleiri líffærakerfum til annarra orsaka, til dæmis brátt nýrnapípladrep (acute tubular necrosis) eða þvagþurrðarnýrnabilun (oliguric renal fail- ure) til blóðþrýstingsfalls í kjölfar bruna. Vandaðar og nákvæmar krufningarskýrslur frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði auðvelduðu rnjög ákvörðun dánarorsakar. Flestar heimildir byggja dánarorsök á klínísku mati og torveldar það samanburð. Breytingar hafa orðið á dánarorsökum brunasjúklinga síð- ustu áratugi. Hlutfallslega hefur dregið úr dauðsföllum fljótlega eftir brunann af völdum losts, en síðkomnum dánarorsökum hefur aft- ur á móti fjölgað. I heimildum síðustu áratuga eru dauðsföll af völdum losts 14-54%, af völd- um graftarsóttar 3-69% og fjöllíffærabilunar 3-64% (7,10-21). Niðurstöður þessarar athug- unar falla innan þessara víðu marka. Á gjörgæslu- og lýtalækningadeild hefur verið reynt að fylgjast með þeim framförum í meðferð brunasjúklinga sem orðið hafa í heim- inum á síðustu áratugum. Ríkuleg og bætt vök- vagjöf strax eftir brunann hefur nær útrýmt dauðsföllum vegna losts. Bætt svæfingatækni og fullnægjandi aðgangur að blóði og blóðhlut- um ásamt betri skilningi á eðli brunaveikinnar leiddi til þess að á níunda áratugnum var farið að gera aðgerðir á brunasárum fljótt, fjarlægja brenndan vef og flytja húð á sárin strax og sjúklingur var talinn í stöðugu ástandi. Þannig er hægt að halda bólgusvörun í lágmarki og fyrirbyggja alvarlegar sýkingar. Þessi meðferð hefur eflaust átt sinn þátt í að dauðsföllum fækkaði á níunda áratugnum og tíðni graftar- sóttar hjá brunasjúklingum er hér með því lægsta sem gerist. Ályktun Útreiknaðar dánarlíkur þeirra brunasjúk- linga, sem komu til meðferðar á Landspítalan-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.