Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 403 önnur örlög en búast mætti við og leggja með því mat á gæði meðferðar. Óvissa fylgir þessari aðferð þar sem ekki er unnt að gera ráð fyrir einstaklingsbundnum þáttum. Efniviður og aðferðir Upplýsingar voru unnar upp úr skrá Hag- stofu íslands yfir einstaklinga er létust af völd- um bruna 1971-92, sjúkraskýrslum Landspítal- ans og krufningarskýrslum Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði fyrir fyrrgreinda ein- staklinga. Fundin var tíðni, skipting milli kynja, aldurs- dreifing, slysstaður, orsök og tengdir áhættu- þætttir. Fyrrgreindir þættir voru athugaðir sér- staklega hjá þeim er komu til meðferðar á lýta- lækninga- og/eða gjörgæsludeild Landspítalans. Einnig var könnuð útbreiðsla og dýpt brunans, fylgikvillar og dánarorsakir. Þá voru reiknaðar út lífslíkur. Margar aðferðir hafa verið notaðar til að meta lífslíkur brunasjúklinga, þar sem yfir 50% líkur á dauða er skilgreint sem dauðvona. Ein aðferðin er línuleg aðhvarfsgreining (linear logistic regression) þar sem teknir eru inn margir óháðir áhættuþættir. Þessi aðferð hefur reynst nákvæmust til að segja fyrir um afdrif þeirra sem í raun lifa, en vanmetur líkur á Mynd 1. Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum bruna í nokkrum löndum. Medaltal áranna 1983-1990. Ár Mynd 2. Fjöldi þeirra sem létust af völdum bruna á íslandi á árunum 1971-1992. dauða (1-2). Þetta var því að okkar mati besta aðferðin til að nota í aftursærri rannsókn, þar sem fyrirhugað var að athuga sérstaklega þá einstaklinga sem létust þrátt fyrir einhverjar lífslíkur. Mismunandi áhættuþættir hafa verið teknir inn í þessar jöfnur, oftast stærð og dýpt brunans, aldur, kyn, staðsetning brunans, tími frá bruna til innlagnar (3), auk annarra þátta sem áhrif hafa á dánartíðni af völdum bruna (á Indlandi til dæmis hjúskaparstétt (4)). Reyk- eitrun er einn stærsti áhættuþátturinn (5-6), en er þó sjaldnast höfð með í útreikningi á lífslík- um. Undantekning frá þessu er líkan fyrir dán- artíðni þar sem tekin eru inn aldur, stærð full- þykktarbruna, ásamt reykeitrun og var sú að- ferð því valin (7). Dánarlíkur = (1 + e‘veldisvísir) Þar sem veldisvísir = -4,26 + (0,976) (stærð fullþykktarbruna). -(0,454) (aldur) + (0,000919) (aldur)2 + (1,43) (reykeitrun). Reykeitrun = 1 ef hún er fyrir hendi, en að öðrum kosti er reykeitrun = 0. Niðurstöður Á íslandi leita árlega um 580/100.000 íbúum til læknis vegna bruna og um 30/100.000 íbúum þarfnast meðferðar á brunadeild (8). Dauðs- föll af völdum bruna á íslandi eru mun færri en í nágrannalöndunum (9) (mynd 1). Banaslys af völdum bruna á árunum 1971-92 voru 46, að meðaltali 0,9/100.000 íbúa á ári. Meðaltal síðustu 10 ára var 0,5/100.000 íbúa, en meðaltal næstu 10 ára þar á undan 1,3/100.000 íbúa (mynd 2). Alls voru 83% þeirra sem létust krufnir. Meðalaldur þeirra var 43 ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta eða 78%. Á Stór-Reykja- víkursvæðinu voru 70% búsettir, 28% á lands- byggðinni og erlendis 2%. Ekki fundust aðrar upplýsingar um fimm einstaklinga, 12 fundust látnir, tveir voru lagðir inn á Borgarspítalann vegna fjöláverka og 27 voru lagðir inn á bruna- deild Landspítalans. Á heitum vökva brennd- ust 22% og eldi 78%, þar af var húsbruni í 47% tilvika. Sjálfsáverkar voru 20%, ofbeldisglæp- ur í 5% tilvika og 29% voru undir áhrifum áfengis. Niðurstöður á Landspítalanum: Til meðferð- ar á brunadeild Landspítalans komu 27, að meðaltali 0,5/100.000 íbúum á ári. Dauðsföll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.