Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 35
P&Ó hf ÖRUGGT, ÁHRIFARÍKT, ÞÆGILEGT LAUSNARTÖFLUR TILINNTÖKU - sem má gleipa heilar eða leysa upp i 1/2 glasi af vatni ÁBENDING: RISTILL ( HERPES ZOSTER 1: Zoviplus (acíklóvír) töflur 800 mg 5 sinnum á dag í 7 daga - marktœk minnkun á bráðum einkennum og sárið grœr fyrr (1 ) - marktœk minnkun á langvinnum ristiltengdum verkjum ( 2,4 ) - marktœk minnkun á alvarlegum augnkvillum (3,4) - betri horfur varðandi ristiltengda lömun (5) Wellcome tilvitnanir: 1. Morton, PNewZealand J Med.,1989:Vol. 102; 93-95 2. Crooks, RJ.Scan.J.InfDis.1992: Supl. 80, 62-69 3. Cobo, M.AM.J. Med. 1988;Vol.85/Supl. 2A); 90-93 4. Mc Gill, JI. BMJ. 1994;Vol. 309,1124 Stefán Thorarensen 5. Lyngberg.K Ugeskr. Lœger, 1990:152/17,12-14 Zoviplus (Wellcome, 930149).LAUSNARTÖFLUR TIL INNTÖKU; J 05 A B 01 R E. Hver lausnartafla til inntöku inniheldur: Aciclovirum INN 200 mg, 400 mg eða 800 mg.Eiginleikar: Acíklóvír er gúanínnúkleósíð, sem eftir fosfórýleringu í veirusýktum frumum hindrar DNA-nýmyndun frumunnar. Lyfið frásogast um 20% frá meltingarvegi. Helmingunartími í blóði er um 3 klst. Þéttni í heilamænuvökva er um helmingur af blóðþéttni. Um 75% umbrotnar í óvirk efni. Ábendingar: Herpes simplex sýkingar í húð, þ.m.t. herpes genitalis. Langtíma bælimeðferð gegn síendurteknum herpes simplex sýkingum hjá fólki með eðlilegt ónæmiskerfi. Alvarlegar herpes zoster sýkingar, bæði hjá ónæmisbældum og hjá sjúklingum með eðlilegt ónæmiskerfi. Hlaupabóla, ef búist er við alvarlegri sýkingu, einkum hjá fullorðnum og ónæmisbældum sjúklingum. Til að fyrirbyggja Herpes simplex sýkingu hjá ónæmisbældum sjúklingum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf: Fósturskemmandi áhrif hafa sést hjá rottum eftir gjöf mjög hárra skammta. Lyfið á því ekki að nota hjá barnshafandi konum nema brýna nauðsyn beri til. Ekki er vitað hvort lyfið fer yfir fylgju eða útskilst í brjóstamjólk. Aukaverkanir: Nýrnabilun hefur sést. Ógleði, uppköst, hækkun á lifrarenzýmum og fækkun á blóðfrumum. Útbrot og hiti hafa komið fyrir. Einkennum frá miðtaugakerfi svo sem rugli, skjálfta og breytingum á heilalínuriti hefur verið lýst meðan á notkun lyfsins stendur. Milliverkanir: Próbenecíð lengir helmingunartíma lyfsins. Skammtastærðir handa fullorðnum: Herpes simplex sýkingar í húð: 200 mg á 4 klst. fresti að deginum til, þ.e.a.s. fimm sinnum á dag. Hefja ber meðferð sem allra fyrst eftir að einkenni koma fram. Bælimeðferð hjá fullorðnum: 800 mg á dag gefið í 2-3 skömmtum. Þennan skammt má reyna að lækka smám saman í 400 mg á dag, gefið í 2-3 skömmtum. Ráðlegt er að hætta meðferð með 6-12 mánaða millibili, þar sem sjúkdómsmyndin getur breyst og þörf fyrir bælimeðferð horfin. Við nýrnabilun (kreatínín klerans <10 ml/mín.): 200 mg tvisvar sinnum á dag. Alvarlegar herpes zoster sýkingar: 800 mg 5 sinnum á sólarhring í eina viku gefið sem töflur eða mixtúra. Hlaupabóla: 800 mg 4-5 sinnum á sólarhring. Skammtastærðir handa börnum: Fyrirbyggjandi meðferð gegn herpes simplex sýkingum hjá sjúklingum með ónæmisbælingu: Böm yfir 2 ára: 200 mg fjórum sinnum á dag. Börn 3 mánaða til 2 ára: 100 mg fjórum sinnum daglega. Lyfið skal gefa á 4 tíma fresti meðan barnið er vakandi. Alvarlegar herpes simplex sýkingar í húð og slímhúð: Böm 3 mánaða til 2 ára: 100 mg fimm sinnum á dag. Börn eldri en 2 ára: 200 mg fimm sinnum á dag. Hlaupabóla (sé búist við alvarlegri sýkingu): Börn 2-12 ára: 20 mg/kg fjórum sinnum á dag, hámarksskammtur 800 mg/kg fjórum sinnum á dag. Framamgreinda skammta þarf að lækka við skerta nýrnastarfsemi. Athugið: Lausnartöflurnar má gleypa heilar eða leysa þær upp í 1/2 glasi af vatni fyrir inntöku. Pakkningar: Lausnartöflur til inntöku 200 mg: 25 stk.(þynnupakkað) - verð kr. 4.813,-. Lausnartöflur til inntöku 400 mg: 56 stk.(þynnupakkað) - verð kr. 16.662,-. Lausnartöflur til inntöku 800 mg: 35 stk.(þynnupakkað) - verð kr. 18.876,-. Hver pakkning lyfsins skal merkt: „Töflurnar má gleypa heilar eða leysa þær upp í 1/2 glasi af vatni fyrir inntöku."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.