Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1995, Side 50

Læknablaðið - 15.05.1995, Side 50
420 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 öllum sjúklingunum. Það greindust 87 börn með ASD, 61 stúlka og 26 drengir, kynhlutfall 2,4:1. Fjöldi greindra sjúklinga fór vaxandi allt tímabilið: Fjögur börn 1984-85,12 börn 1986-87,19 börn 1988- 89, 22 börn 1990-91 og 30 börn 1992-93. Þegar ana- tómísk gerð opanna var athuguð voru 79 (91%) með ASD secundum, þrjú (4,5%) voru með ASD prim- um og þrjú (4,5%) með Sinus venosus ASD. Þau einkenni sem leiða til greiningar eru oftast hjartaóhljóð með (22%) eða án (62%) annarra ein- kenna. Hins vegar voru 16% barnanna ekki með hjartaóhljóð. Af þessum 87 börnum reyndust 26 (33%) hafa aðra meðfædda fæðingargalla. Dovvn syndrome átta börn (9%), aðrir litningagallar þrjú börn (3,5%), aðrir gallar 15 börn (17%) og krónískir langvinnir sjúkdómar 10 börn (11%). Þá voru 29 (34%) börn með tengdan hjartasjúkdóm þótt ASD væri aðalgallinn. Fjögur börn (5%) létust en dánar- orsakir voru í öllum tilvikum aðrar en ASD og hafði ekkert barnanna sem lést gengist undir hjartaað- gerð. Af 87 sjúklingum hafa eða munu 34 (39%) börn gangast undir aðgerð þar sem opinu var lokað en hjá 29 (33%) hefur opið lokast, en minnkað verulega hjá 12 (14%) börnum þannig að ekki er þörf á að- gerð. Ekkert barnanna lést vegna aðgerðar og einn sjúklingur fékk fylgikvilla. Við ályktum að ASD sé algengari sjúkdómur á barnsaldri en fram að þessu hefur verið talið og tengd vandamál oft margvísleg. Það torveldar grein- ingu að einkenni eru oft óljós og óhljóð sem fylgir oft sakleysislegt. Það er auðvelt og öruggt að lagfæra gallann og leysast oft veruleg vandamál við þá að- gerð. 8. Islensk börn með sykursýki 1980- 1994: Einkenni og sjúkdómsástand við greiningu Árni V. Þórsson, Elísabet Konráðsdóttir, Kristin E. Guðjónsdóttir Göngudeild sykursjúkra barna og unglinga, barna- deild Landakotsspítala ísland er nú þátttakandi í stórri faraldsfræðilegri rannsókn margra Evrópulanda en rannsóknin nefn- ist EURODIAB ACE. Hluti þessarar rannóknar er könnun á sjúkdómsástandi við greiningu eða upphaf sjúkdómsins. Áður hafa birst niðurstöður frá sjúklingum sem greindust á fimm ára tímabili 1989-1993 (Lækna- blaðið Fylgirit 1994). Hér eru birtar niðurstöður uppgjörs á 86/110 sjúk- linga sem greindust eftir 1980. Niðurstöður verða bornar saman við fyrstu niðurstöður frá 21 Evrópu- landi sem nýlega hafa verið birtar (Eur). Á tæplega 15 ára tímibili frá 01.01.1980 til 19.11.1994 greindust alls 110 börn innan 15 ára aldurs með sykursýki á Islandi. Kynskipting var jöfn, 55 drengir og 55 stúlkur. Við greiningu voru í aldurs- hópi 0-4 ára 10,5%, 5-9 ára 28,2% og 10-14 ára 60,9%. Polyuria og þorsti fannst hjá 93% sjúklinga. Þyngdartap 76,7%, þreyta eða slen 60,5%, kvið- verkir 20,1%, ýmis önnur einkenni 54,7%, þar af enuresis 19,4%. Fyrsta einkenni var polyuria í 80,2%. Meðaltímalengd einkenna við greiningu var 3,4 vikur (SD 2,29). Acidosis (pH blóðs <7,2) fannst í 12,8% tilfella við greiningu sjúkdómsins (Eur. 19%). Öll þessi börn nema eitt voru eldri en fimm ára. Meðvitund- arskerðing var til staðar hjá átta börnum (9,3%) (Eur 17%). Ekkert barnanna var meðvitundarlaust við komu. Upphafsmeðferð var án fylgikvilla í öllum tilfellum og ekkert dauðsfall var skráð. í 88,9% tilfella var meðferð hafin innan sólarhrings frá því fyrst var leitað læknis með barnið og í 95,1% tilfella innan þriggja sólarhringa. Islensk börn greinast með sykursýki tiltölulega fljótt eftir að sjúkdómurinn kemur fram og insulín meðferð er í langflestum tilfellum hafin strax. Alvar- leg „diabetes ketoacidosis" er sjaldgæft fyrirbæri á Islandi. Séu niðurstöður bornar saman við erlendar rann- sóknir er ljóst að á Islandi er sjaldgæft að sykursjúk börn séu orðin alvarlega veik þegar sjúkdómurinn greinist. Aðdragandi meðferðar er að meðaltali mun styttri en í flestum löndum Evrópu. 9. Bólusetning ungbarna með próteintengdri pneumókokka- fjölsykru af hjúpgerð 6B (Pn6B- TT) Gestur Viðarsson1', Sigurveig Þ. Sigurðardóttir11, Þórólfur Guðnason21, Sveinn Kjartansson31, Karl G. Kristinsson4', Steinn Jónssons>, Helgi Valdimars- son'1, Rachel Schneerson61, Ingileif Jónsdóttir11 "Rannsóknastofa í ónœmisfrœði, 2>barnadeild Landspítalans, 3>Heilsugœslan í Reykjavik, 4>sýkla- frœðideild Landspítalans, 5>Borgarspítalinn, 6>Nat- ional Institute of Child Health, Bethesda, USA Pneumókokkar eru enn algeng orsök heilahimnu- bólgu, blóðsýkinga, skútabólgu, lungnabólgu og eyrnabólgu þrátt fyrir að fjölsykrubóluefni gegn þeim hafi verið til í um það bil 18 ár. Varnir líkamans gegn pneumókokkum byggja á tilvist sértækra mót- efna og komplementa sem auðvelda át og dráp þeirra af völdum átfrumna. Börn yngri en tveggja ára mynda ekki mótefni gegn fjölsykrum, hvort sem er eftir náttúrulegar sýkingar eða eftir bólusetningu með fjölsykrubóluefnum. Sýnt hefur verið fram á að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.