Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 423 reyna aö gera grein fyrir því hvaða straumhvörfum tilkoma sýklalyfjanna olli í viðhorfi til læknisfræðinnar. Hér inni eru nokkrir kollegar sem hófu störf áður en þessi lyf komu til sög- unnar, fleiri eru uppaldir með þróun þeirra og muna jafnvel rauðntigu við lækningu lungna- bólgu með Prontocil. Fyrir ykkur eru þessi lyf sjálf- sögð en takmarkanir þeirra eru þó smátt og smátt að konta í ljós. Ég held að einn veigamesti þátturinn í áhrifum af tilkomu sýklalyfjanna hafi verið breyt- ing á viðhorfi fólksins til lækna og lækninga. I stað þess að biðja lækninn um lækningu ef hún væri möguleg eða líkn ef ekki kom krafa um lækningu. Allt í einu vissi fólkið að kominn var til sögunnar læknisdómur sem án hjálpar guðs og heppni lækn- isins gat bjargað lífi manna og það krafðist þessa læknisdóms, helst við öllum sjúkdómum. Hvort það var tilviljun eða ekki þróaðist sjúkratryggingakerfið á sama tíma og ýtti að sjálfsögðu undir lækningaréttarhugtakið. Pað er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft á þróun almannatrygginga, ef þessi mikilvirku lyf hefðu ekki komið til sögunnar. Sú hugmyndafræði sem þróaðist í lækningum eftir til- komu sýklalyfjanna ýtti undir tækniþróun í læknisfræði, sem við sjáum ekki fyrir endann á. Pessi þróun var samfara efna- hagslegri uppsveiflu á Vestur- löndum sem leiddi aftur til nær takmarkalausrar uppbyggingar heilbrigðisstofnana, sem sér víða merki. Nú hafa menn áttað sig á því að stór hluti þeirra vandamála, sem haldið var að tæknilæknisfræðin myndi leysa eru enn óleyst, og ný hafa bæst við en hið efnahagslega um- hverfi hefur breyst. Þegar við, sem nú erum á leið úr heimi Hippókratesar í Hadesarheim, vorum að læra til læknis og byrja að stunda lækningar giltu þau einföldu efnahagslegu lögmál varðandi þann málaflokk að fólk skyldi læknað ef það þurfti á lækningu að halda. Rétturinn var sá sami fyrir alla. Aðgengi var hinsvegar minna og þá ríkti, ekki frekar en nú, fullkomið réttlæti. Þó að heilbrigðisstofnanir væru fjársveltar, fengu þær nokkurt fé eftir þörfum en að sjálfsögðu voru þarfirnar mis- jafnar. Það voru hinsvegar læknar sem réðu ferðinni í öllu sem varðaði læknisfræðilega stjórnun. Stjórnmálamenn skiptu sér lítið af rekstrinum og læknar höfðu frjálsari hendur. Því miður mistókst að nýta þetta frelsi en það er önnur saga sem ég veit ekki hvort mér end- ist aldur til að skrifa. Ég sagði að tilkoma sýklalyfj- anna hafi átt þátt í að velferðar- kerfið komst á, en það hljómar ef til vill þversagnarkennt að um leið eiga þau sinn þátt í því að þetta sarna kerfi riðar nú til falls. Tækniþróunin með tilheyr- andi afleiðingum hefur farið fram úr efnahagsþróuninni og því stöndum við nú frammi fyrir þeirri bitru staðreynd að verða að skammta þau gæði sem tækniþróunin hefur fært okkur. Enn vandast málið við það að stjórnmálamenn og aðrir skrif- ræðlingar eru komnir í spilið með sjónarmið sem byggjast á allt öðrum forsendum en þeim sem ráðið hafa í samskiptum sjúklinga og lækna gegnum ald- irnar. Þeirra forgangsröðun er pólitísk og þjónar fyrst og fremst pólitískum markmiðum en þau eru oft víðs fjarri hags- munum þeirra sem eru lækn- inga þurfi. Fyrir tíma vélvæðingarinnar var það talið nauðsynlegt góð- um bátsformanni að kunna að sigla milli skers og báru. Það verður hlutskipti lækna- stéttarinnar nú og um óvissa framtíð að sigla milli báru sívax- andi þarfa fyrir heilbrigðisþjón- ustu og skers pólitískra afskipta og tilviljanakennds niðurskurð- ar. Ef takast á að halda í horfinu gildir að rösklega sé róið í skut en það var og er hlutverk hinna ungu og sterku. Árni Björnsson Aðalfundur Öldungadeildar L.í. Aðalfundur Öldungadeildar L.í. verður haldinn þriðjudaginn 23. maí næstkom- andi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir á fundinn. Nánar auglýst í fundarboði. Stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.